Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 36
• • Olvaður ... Framhald af bls. 11. við getum farið með yður í blóðprufu. Hann var dálítið rauðeygður og horfði niður fyrir sig og það varð dálítil þögn. — Það er bezt ég blási í pokann. — Þá gerum við það, sagði Guðmund- ur og fór að undirbúa pokann. Hann tók fram langt og mjótt glas, skar af endunum og stakk öðru í opið á pok- anum og setti munnstykki á hinn. Svo rétti hann pokann yfir borðið. Sá hand- tekni tók við honum og byrjaði að blása en það virtist vera talsvert erfitt því hann tútnaði allur út og varð rauður í framan og mikill í kinnunum. Svo fór pokinn að blásast út og varð eins og sæmilegur bolti. Sá handtekni rétti hann yfir borðið aftur til Guðmundar. Það voru gróf korn í glasinu eins og salt og þau voru gul að ofan en græn að neðan. Guðmundur þrýsti pokanum saman og loftið pressaðist út úr hon- um aftur og þau gulu korn lituðust upp og urðu græn, dökk efst en Ijósari niður. •—- Ég held að þér hafið drukkið meira en einn eða tvo bjóra, sagði Guðmundur og dró fram spjald og bar litinn í glas- inu saman við litinn á spjaldinu. Svo dró hann fram eyðublað og bjó sig undir að skrifa. — Fullt nafn? — Jón Jónsson. — Aldur? — Þrjátíu og tveggja. — Heimilisfang? — Hofsvallagata 100. — Má ég fá ökuskírteinið? Hann fór í jakkavasann og dró upp -veskið og rétti Guðmundi ökuskír- teinið. Guðmundur leit á það og skrif- aði eitthvað hjá sér. — Hver á þessa bifreið sem þér vor- uð á?^ — Ég sjálfur. — Hvert voruð þér að fara? — Ég var að fara heim. Vestur í bæ. — Vestur á Hofsvallgötu? — Já. — Hvaðan komuð þér? — Ég var hjá kunningja mínum uppi í Hlíðum. — Hvar? Hann sagði til. — Hvenær fóruð þér þaðan? jf)ruð bér áskrifandi að Fálkari.un? I DBE3DS Ef svo er ekki bá er síraanúnerið 1221o og 'þér fáið blaðið sent um ha>l. 36 — Ég var að koma þaðan þegar þeir sáu mig. — Hvaða áfengi hafið þér verið að drekka? — Ég drakk tvo eða þrjá bjóra eins og ég sagði áðan. — Hvaða tegund? —■ Blue Ribbon. — Og hvenær? — í hádeginu. — Með hverjum? — Það er kunningi rriinn sem er á fraktskipi. Hann er nýkominn í land núna. Ég hitti hann í hádeginu niður 1 bæ og við fórum um borð og síðan heim til hans og þar drakk ég þetta. Ég hélt það væri orðið óhætt að keyra. ■—- Og þér drukkuð ekki nema tvo eða þrjá björar — Ja ég tók einn viski. Svona eins og einfaldan. — Hvaða tegund? •—- Johnny Walker. — Og þér hafið ekki drukkið meira? — Nei. — Funduð þér til áhrifa við akstur- inn? — Nei. —■ Hversu lengi sváfuð þér síðast- Jiðna nótt? — Eins og venjulega, sex, sjö tíma. Guðmundur snéri skýrslunni við og merkti inn á hana og undirskrifaði á- samt þeim Hilmi og Héðni. — Þið farið með hann í blóðprufu og akið honum svo heim, sagði Guð- mundur að lokum. Þetta var um fimmleytið og talsverð umferð á Slysavarðstofunni, enda in- flúenza í bænum og margir að láta sprauta sig. Það biðu margir í biðstof- unni og trésmiður var að lýsa fyrir manni, hvernig hann hefði fengið plánka í höfuðið. Plankinn hafði kom- ið á hann rétt ofan við augað og hafði rifið augabrúnina. Þeir biðu ekki frammi heldur fóru með hann inn í stofuna strax. Það var verið að laga lcaffi einhvers staðar ekki allfjarri og kaffiilmurinn blandaðist óþægilegum þefnum í stofunni. Það stóð frekar vel á og sá handtekni þurfti ekki að bíða lengi þar til læknirinn eða kandidatinn sagði honum að setjast. Gúmmíslanga var sett á handlegginn á þeim handtekna rétt fyrir ofan olbog- ann og hún hert að. Svo var nálinni stungið í æðina og hann tók viðbragð. Hjúkrunarneminn sem var á vakt brosti. Hún var ljóshærð og ljósmynd- arinn reyndi að ná henni inná myndina. Við ókum honum vestur eftir og hann bað þá að aka ekki alveg heim að hús- inu heldur sleppa sér á horninu. Það væri leiðinlegt að láta sjá sér ekið heim af lögreglunni og nágrannarnir mundu vera vísir til að gera sér mat úr því. Svo ókum við niður á Stöð. Við spurð- um þá hvort það væri algengt að menn reyndu að flýja. Þeir kváðu nei við og sögðu það heyra til undantekninga. Menn játuðu yfirleitt strax og væru ekki með mikið múður. Þeir sögðu það aftur á móti nokkuð algengt að menn brygðust illa við ef þeir væru stanzað- ir að því er virtist að ástæðulitlu. Það væri þó ekki hægt að komast hjá því að taka drukkna ökumenn. Það væri heppilegra að taka þá úr umferð áður en þeir færu að reyna hæfnina og kæru- leysið væfi komið til sögunnár. Við kvöddum þá á Stöðinni og héld- um uppá blað dálítið hreyknir og drjúg- ir. Við gáfum ritstjóranum óljósar frétt- ir af þessu og sögðum honum að bíða þar til myndirnár kæmu úr framköllun. Svo liðu dagarnir og þeir hrönnuðust upp gráir og leiðinlegir og urðu að svip- lausri minningu sem ekki var hægt að tala um. Aðeins einn varð svolítið ljós- ari en hinir. Það var dagurinn sem mál Jóns Jónssonar var tekið fyrir hjá Sakadómara. Við röltum okkur þangað til að vera viðstaddir framhaldsrann- sókn málsins. Jón Abraham Ólafsson rannsóknar- dómari hafði fengið niðurstöður blóð- rannsóknar og skýrslu varðstjórans. Áfengismagnið hafði mælzt 1.25 pró mille. Og Jón Jónsson viðurkenndi brot sitt og nú urðu bjórarnir fleiri og sjúss- arnir þrír. Við spurðum Jón Abraham hvað væri mesta magn sem mælzt hefði í blóðrannsókn. Hann sagði það 2.70 pró mille. Um niðurstöður málsins taldi hann líklegt að Jón yrði dæmdur til varðhaldsvistar og réttindamissis í eitt ár, þar sem áfengismagnið hefði farið yfir 1.20 pró mille. Við kvöddum og héldum út í góða veðrið fyrir utan. Bráðum kæmi vorið og það var komið ástarhljóð í lífið á Tjörninni. RAUÐA FESTIN Framh. af bls. 33. Ektern malari eldroðnar. Maríon gengur hratt inn fyrir skrifborðið og leggur höndina á öxl hans. Hann hrekk- ur við, en hristir þó ekki af sér hina mildu hönd hennar. —• Ég ætla mér ekki að ógna þér, Frans, heldur hún áfram. — Þú verð- ur aðeins að skilja það, að mér gengur gott eitt til .... með börnin. Og ég veit, að þú vilt þeim líka vel. Við tog- um þvi bæði í sama strenginn. Enn situr hann steinþegjandi. Nokkr- um sinnum er líkt og niðurbælt kjök- ur leiti fram í kverkar honum. Þrek- legar hendur hans liggja þungt á borð- inu. Þú mátt ekki rasa að neinu um ráð fram, Frans, segir Maríon. Hún gengur frá honum og setzt í hornið á sófanum. — Hugsaðu þig um í ró og næði, og láttu mig svo vita. Hún vill ekki ganga fastar að honum. Hún veit, að hann verður fyrst að kryfja þetta mál til mergjar og öðlast skilning á því. En nú er hann þreyttur og þungt yfir höfði. Það hefur einnig orðið breyting á Maríon, meðan þetta samtal fór fram. Upphaflega vildi hún leggja þetta fé FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.