Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 26
kvenþjóðin rhstióri KRISTJANA STEIIMGRÍMSDÓTTIR Yef ] arhöttshúf an: Venjuleg dömustærð. Húfan er prjónuð úr frekar grófu garni á prjóna nr. 3 og 4%. Ætla þarf um 100 g af garni í húfuna. 20 1. með mynstri prjónaðar á prjóna nr. 3 = 10 cm. Mynstrið: 1. umf.: slétt. 2. umf.: brugðin. 3. umf.: slétt. 4. umf.: slétt. 5. umf.: brugðin. 6. umf.: slétt. Endurtekið. Byrjað er að prjóna líninguna og yfir eyrun. Fitjið upp 12 1. á prjón nr. 3 og prjónið brugðing 1 sl., 1 br. Aukið út um 1 1. í 2. umf. er 6 1. hafa verið prjónaðar. Endurtekið í annarri hverri umf., þar til 24 1. eru á. Prjónið 24 umf. beint. Nú er tekin úr 1 1. í annarri hverri umf. á sama stað og aukið var út (þ. e. a. s. innan við 6 yztu lykkjurnar) þar til 12 1. eru á. Prjónið 18 umf. beint. Nú er líningin hálfnuð. Hinn helmingurinn prjónaður eins, byrjið fyrst með 18 umf. beint, því næst er aukið í og tekið úr hliðstætt því, sem er á fyrri helmingnum. Fellt af. Nú eru teknar upp lykkjur á beinu brún líningarinnar á prjón nr. 4%, tekið í hverja lykkju. Prjónið brugðið til baka og aukið út svo 111 1. séu á. Prjónið mynstrið (byrj. á 3. umf.), þar til 5 brugðnar rendur hafa myndast. Nú er tekið úr fyrir kolli 10 sinnum í umf. Prjónið 9 1., prjónið 2 1. saman, endur- tekið út prjóninn. Prjonið 2 umf. án úrtöku, prjónið því næst 8 1., prjónið 2 1. saman, endurtekið út umferðina. Endur- 26 tvær prjóna húfur takið þessar úrtökur með 2 umferða millibili (það verður alltaf 1 1. færri á milli), þar til 11 1. eru eftir. Tvöfalt band dregið í gegnum þessar lykkjur, fest vel. Húfan saumuð saman í hnakkann, saumarnir pressaðir Húfa prjónuð langsum. Venjuleg dömustærð. Húfan er prjónuð úr mjög grófu garni á prjón nr. 7, 9 1. með mynstri á prjón nr. 7 = 10 cm. Mynstrið ( klukkuprjón) er prjónað þannig, jöfn lykkju- tala á prjón. 1. umf.: slétt — 2 umf.: * 1 1. slétt, prjónið einnig næstu 1. slétta en í stað þess að prjóna 1. á prjóninum, er prjónað gegn- um 1. í umf. á undan, svo þessi 1. verður tvöföld *. Endurtekið frá *—* þar til 2 1. eru eftir, sem prjónaðar eru slétt. — Þessi síðari umf. myndar mynstrið og er endurtekin. Fitjið upp 16 1. og prjónið mynstrið, þar til lengjan er um 52 cm. (Fer eftir höfuðstærðinni). Fellt af. Fitjið upp 4 1. í kollinn og prjónið mynstrið, aukið út i byrjun 6 fyrstu umferðanna (þess vandlega gætt að raska ekki mynstrinu). Nú eru 10 1. á, prjónað beint, þar til nál. 9 cm langt. Takið úr 1 1. í byrjun næstu 6 umf. Fellt af. Húfan saumuð saman í hnakkann. Saumið kollinn í efri brúnina, saumað í lykkjuröð 1—2 1. fyrir innan brúnina, svo kollurinn sé dálítið djúpstæður. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.