Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 18
Hliðin gnæfðu upp úr blámanum, risavaxin og skærri birtu sló á þau úr öllum áttum í einu. En hr. Peverill tók varla eftir því. Hann var einmitt að koma frá sinni eigin jarðarför, og allar hans hugsanir snerust um þann ein- stæða atburð. Þetta hafði allt saman verið afskap- lega hátíðlegt. Blómaskreytingar höfðu verið glæsilegar og margir vina hans í lögfræðingafélaginu höfðu sýnt sig á staðnum og sagt ýmislegt fallegt um hann. Séra Torne hafði haldið hjart- næma ræðu, og Myra .. . Peverill hrukkaði ennið. Eitthvað hafði verið í framkomu Myru, sem hann ekki hafði almennilega skilið. Hún hafði náttúr- lega verið svartklædd eins og vera bar og hafði komið fram sem mjög sorg- bitin og virðuleg hafði hún verið, en ... það var eitthvað skrítið við þetta. Enda þótt hún hefði dulið það vel, var þá ekki sem létt hefði af henni fargi? Peverill klóraði sér á bak við eyrað, og í fyrsta sinn, síðan hann vaknaði í hinum andlega heimi, hóf hann að brjóta heilann um, hvernig hann hefði eiginlega komizt þangað sem hann var. En er hann leit upp og sá, að hann var aðeins spottakorn frá hliðunum, gleymdi hann sér alveg við þá dýrðlegu sýn. Honum fannst hann svo innilega smár og ómerkilegur við hliðina á þess- um gríðarlegu súlum, sem hurfu upp í himinblámann, að hann óskaði þess að hann hefði haft hattinn sinn á höfð- inu. Peverill var lágvaxinn, grannur og mjög snyrtilegur maður, klæddur ár- degisfötum með blóm í hnappagatinu, og það fór í fínu taugarnar á honum, að hann skyldi ekki hafa hattinn sinn. — „Þeir ættu að hafa það mikið vit í kollinum, að jarðsetja ekki fólk hatt- laust,“ þrumaði hann. Er hann litaðist um, uppgötvaði hann silfurhnapp í einni súlunni og á hann var letrað „RANNSÓKNARDEILD“. Hann þrýsti á hann og barst honum þá fagur klukknahljómur til eyrna og allt í einu birti í kringum hann. Þá heyrðist rödd, sem var djúp og hljóm- aði sem úr fjarska: „Hver er þar?‘‘ „Peverill. Gerald K. Peverill frá New York,“ svaraði Peverill og reyndi að átta sig á hvaðan röddin kom. „Andartak," svaraði röddin og hélt áfram eins og hún væri að leita að nafninu á lista. „Peverill ... Sögðuð þér George J. Peverill frá Liverpool?" „Nei, það gerði ég ekki,“ svaraði Peverill sem alltaf var óþolinmóður er hann varð var við skipulagsleysi í bókhaldi. „Ég sagði Gerald K. Peverill frá New York.“ „Einmitt.“ Röddin virtist afsakandi og rugluð, „æ, hr. Peverill, svo virðist sem þér séuð ekki í bókinni yfir þá, sem von er á hingað. Eruð þér viss um, að þér eigið að vera hér?“ „Herra minn,“ sagði Peverill byrstur, „ef ég á ekki að vera hér, þá hvar, ef mér leyfist að spyrja?“ „Það er líka . .. hm,“ röddin ræskti sig, „hm . . . annar staður ... hm.“ „Hvers vegna var ég þá sendur hing- að upp?“ spurði Peverill. Svo virtist sem röddin væri að hugsa sig um og sagði síðan: „Við verðum að athuga bókina ... Jahá, hérna eruð þér: Gerald Kraft Peverill, fimmtíu og tveggja ára, meðeigandi í firmanu Pe- verill & Levy. Kvæntur 1934 Mary Mason þrjátíu og fimm ára að aldri. Engin börn. Myrtur 6. sept. 1947 . . .“ „Hvað segið þér?“ sagði Peverill steinhissa. „Vissuð þér það ekki?“ sagði rödd- in. „Þetta getur komið fyrir á beztu bæjum ... já, þetta er allt saman hér, en nafn yðar stendur ekki í bókinni yfir þá, sem hingað eiga að koma til dvalar, og það er reglulega leiðinlegt! Ég er hræddur um að við verðum að rannsaka málið betur, — það tekur h. u. b. klukkutíma.“ Hægindastóll kom skyndlega í ljós við hliðina á hr. Peverill. „Hvað segið þér, var ég myrtur?“ spurði hann. „Hver skyldi hafa gert það? Ég á enga óvini.“ „Mér þykir það leitt, en þess konar upplýsingar liggja ekki á lausu, sem sagt trúnaðarmál,“ sagði röddin til út- skýringar. „Viljið þér bíða?“ Peverill hugsaði sig um. „Sögðuð þér klukkutíma?“ „Já hér um bil. Sem stendur erum við í vandræðum með starfsfólk.“ „Ég var að hugsa um að fara og ná í hattinn minn.“ „Hvað segið þér?“ „Ég fór hattlaus, og mér þætti vænt um að fá að snúa við og ná í hann,“ útskýrði Peverill. „Hattlaus líður mér satt að segja illa.“ Röddin stamaði: „Það er auðvitað ekki samkvæmt reglunum . .. en fyrst það er að nokkru leyti okkur að kenna að þér tefjist svona, þá er það í lagi en munið: Aðeins klukkutíma,“ bætti röddin við. Aftur heyrðist klukknahljómur, og hr. Peverill var allt í einu kominn í vinnustofu sína í New York. Hann litaðist um og sér til undrunar sá hann að stofan var alveg óbreytt frá því hún hafði verið, er hann fór kvöld nokkurt vikuna áður, er hann ætlaði í kvöldverðarboð til O’Brien. Þar hafði hann veikzt svo hastarlega, að daginn eftir hafði hann geispað gol- unni, og hann mundi hvað röddin hafði sagt: „Myrtur 6. sept. 1947.“ Hann heyrði dálítið þrusk inni í dag- stofunni. Hann opnaði dyrnar varlega og gægðist inn. Þar stóð maður og kona á miðju gólfi og kysstust ákaflega. Maðurinn var Tom O’Bren, hávaxinn, grannur, og glæsilegur leikritahöfund- ur, þrjátíu og átta ára gamall. Konan, 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.