Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 32
Síldarrettir 2—2% rifin piparrót. Vz msk sinnep. Kapers. Síldarflökin skorin í bita. Nokkrir bitar teknir frá til skrauts, afgngnum raðað á fat. Rjóminn þeyttur, krydd- aður með salti, pipar sinnepi og sykri. Piparrótinni blandað saman við. Hellt yfir síldina. Skreytt með síldadrbitum og kapers. Síldarbakstur. 2 kryddsíldarflök. 4 stórar, soðnar kartöflur. \Vi dl. rjómabland. Pipar. 3 msk. laukur, smátt skorinn. 3 egg. Síld og kartöflur hakkað einu sinni gegnum hakkavél. Rjómablandinu hrært smátt og smát saman við. Pipar og lauknum blandað saman við. Eggjarauðunum hrært saman við einni og einni í senn. Eggjahvít- urnar stífþeyttar, blandað varlega saman við deigið. Hellt í vel smurt, eidfast mót, sem er með beinum hlið- um. Bakað við 175° í nál. 35 mín- útur. Borið fram með bræddu eða brún- uðu smjöri. Gríiniidansleiktir Framhald af bls. 17. — Er ekki erfitt að kenna svona mörgum börnum í einu? — Nei, mér hefur ekki fundizt það. Ég heyri mikið talað um erfiðleika á að halda uppi aga í skólum og eins stundum heima fyrir. Ég held, að þetta stafi af því að fólkið er of eftirgefan- legt við börnin. Ég segi þeim strax, að ólæti séu bönnuð og það heyrir til und- antekninga, ef þau eru. Ef það kemur fyrir, að nemandi er með ólæti, tala ég við hann og gef eitt tækifæri og komi þetta fyrir aftur, læt ég hann fara. — Og hvernig taka foreldrar slíku? — Þau taka því alls ekki illa. Þetta hefur aðeins komið þrisvar fyrir og í þau skipti kom í ljós, að börnin voru send í skólann til að reyna að aga þau. Við höldum spjaldskrá yfir alla nem- endur og ef foreldrar hringja getum við strax séð hvernig nemandinn er. Annars er eitt merkilegt í sambandi við þetta. Það er eins og foreldrar vilji hafa barnið eldra en það er. Þau segja að hann eða hún sé að verða tíu ára þótt barnið sé kannski nýorðið níu. Þetta finnst mér einkennilegt. Það er eins og fólki sé mikill akkur í að hafa barnið í eldra flokki en það á heima, en slíkt er alls ekki heppilegt. Barnið á að vera með jafnöldrum sínum. — Ber mikið á feimni? — Nei, það er ekki nema í vissum aldursflokkum. Aldurinn 13 til 16 ára virðist vera sérstaklega viðkvæmur. Þetta kemur líka fyrir í hjónaflokkun- um. Það er oft svo að herrann er 32 FÁLKINN dreginn með. En þetta lagast eftir fyrsta tímann. —- Ég heyri að börnin syngja. Kennir þú þeim söngva? — Já, ég þýði mikið af barnasöngv- um. Það er heppilegra að kenna með söng því þá taka þau betur eftir mú- sikkinni. Svo finnst börnunum það miklu skemmtilegra. — Hvað finnst þér um danskunnáttu hér almennt? — Hún er æði misjöfn, en mér finnst hún vera að lagast mikið hin seinni ár. — Hvaða dansar eru vinsælastir um þessar mundir? — Það eru Madison og Mambó. — En twistið? — Það biðja allir um að fá að læra twist, en það er ekki eins vinsælt og þessir tveir dansar sem ég gat um áðan. Fólk vill læra þetta og það er mest af forvitni held ég. —■ Einhverjir nýir dansar í uppsigl- ingu? — Það er helzt þessi Bossa Nova. En nú má Hermann ekki vera að þessu spjalli lengur. Hann þarf að fara að stjórna dansinum. Við þökkuðum fyrir og héldum út. Hópurinn var enn fyrir utan, og þau voru flest komin í síðastaleik. Þegar við ókum brott, velt- um við því fyrir okkur, að þarna inni væri kynslóð sem eftir nokkur ár mundi geta notfært sér stað sem Lídó, eins og hann er rekinn nú. Það væri miður ef sú tilraun andaðist í tuttugu og fimm- aura sjónarmiði stríðandi kynslóðar. RAUÐA FliSTIA Framh. af bls. 29 Um leið kemur Kristín inn í stofuna. Hann lítur til hennar með ráðaleysi. En Maríon grípur hann á orðinu. — Eg, já .... Eg! .... hrópar hún. — Það er einmitt það! Með þessu „ég“ .... „ég“ .... hefur þú einu sinni rekið mig út í myrkur örvæntingarinnar. Með þessu „ég“ ætlaðir þú að gera Kristínu ógæfusama.......Með þessu „ég“ hefur þú nú........ Rödd hennar kafnar í kjökri. Hún fleygir sér niður á stól og felur andlitið í höndum sér. Malarinn stendur niðurdreginn fyrir framan hana. Á þessari skömmu stundu hefur hann brunnið upp til ösku. Hann hefur ekki einu sinni orku til að bera af sér ásakanir hennar. Þessar álasanir eru að vísu himin- hrópandi rangindi. En eins og nú er ástatt getur Maríon ekki verið sann- gjörn. Hún lítur sínum augum á að- draganda þessa máls: Ef fyrrverandi eiginmaður hennar hefði ekki komið til Kölnar, hefði Alfreð aldrei kynnzt föður sínum. Þá hefði Alfreð aldrei far- ið til Nestelborn .... og svo......Ef eitthvað hefur komið fyrir hann á heim leiðinni frá Nestelborn, er föður hans einum um það að kenna. Þanni® hugsar hún. Og þannig slöngv- ar hún því framan í hann, hræðilegri ákæru, sem slitnar sundur af sífelldum krampagrát. Svo verður steinhljóð á ný í stofunni. Þau sitja öll hreyfingarlaus, hvert á sínum stað. Öðru hvoru líta þau kvíð- andi hornauga til símatólsins. En hann þegir líka, síminn. Kristínu er ljóst, að hræðslan um Alfreð hefur komið mjög við föður hennar. Þegar drengurinn var hjá þeim, á Mylnubæ, tók hún eftir því, sér til mikillar ánægju, að hrifning hans yfir Alfreð kom hverjum deginum betur í ljós. Að vísu barðist hann gegn henni sem hann gat. Hann vildi hvorki viður- kenna það fyrir sjálfum sér né öðrum, en brá ýmist fyrir sig óheflaðri fram- komu eða afskiptaleysi. Meira að segja þegar drengurinn fór frá þeim, hafði hann ekki fengið sig til að segja eitt einasta hlýlegt orð. Þess vegna hlýtur því sárari sorg og angist að naga hahn nú. Hann hefur misst son sinn á ný, áður en hann hefur fundið hann. Standa þá rituð yfir þess- um þætti ævi hans, eins og svo mörgum öðrum, hin örvona orð: Of seint! Henni er það vel ljóst, að í þetta sinn verður honum erfitt að þola mótlætið. Úr þessari eldraun kemur hann sem niðurbrotinn maður. Klukkan á hillunni slær hægt og þungt. Vísarnir þokast vægðarlaust áfram. Loksins þolir Maríon ekki þögn- ina lengur. — Ó, segið þið eitthvað, segir hún kjökrandi. Malarinn í Ektern opnar og kreppir hnefana á víxl í ósjálfráðri hrynjandi. — Hvað er svo sem meira að segja? Þú ert sjálf búin að segja allt! Maríon gremst áhugaleysi hans. Hún rís á fætur og þýtur til hans. — Nú, svo það er ekki meira að segja, Frans? æpir hún ógnandi. — Það er hægur vandi að koma sér þannig undan ábyrgð. En svo auðveldlega skaltu ekki sleppa að þessu sinni. Að leiða ógæfu yfir börnin .... og hafa svo ekki meira um það að segja. Að fara með eigur sínar í hundana .... og hafa svo ekki meira um það að segja. Hvað hefurðu eiginlega í huga með þessu öllu. Kristín virðir föður sinn fyrir sér með eftirvæntingu. Það fara einkenni- legir drættir um andlit hans, en hún veit ekki hvað þessi svipur á að þýða. Er hann að verða ofsareiður? Maríon lætur það ekki aftra sér. — Þú ert sá vanþakklátasti maður sem gengur á guðs grænni jörðinni, segir hún harðneskjulega. — Bara af því ég vildi ekki sjá pen- ingana þína? — Mína peninga? anzar Maríon. — Eins og það skipti nokkru máli, hvort það voru mínir peningar eða annarra? Þegar um allt annað er að ræða......... — Um hvað annað? sppyr hann áherzlulaust. —- Þú lætur alltaf sem þú eigir þessa Ektern-mylnu einsamall. — Og það er kannski ekki satt? anzar hann þvermóðskulega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.