Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 9
Það væri alveg sjálfsagt, að við fengj- um að fara með þeim, en þeir lofuðu ekki að við lentum í neinum ævintýrum. Lögreglubíllinn stóð á planinu við Pylsubarinn í Tryggvagötu. Grænn Chevrolett með rauðu toppljósi. Þeir sem komu með okkur voru þeir Hilmir Ásgrímsson og Héðinn Skúlason. Og nú gætum við rakið langa upptalningu um það sem gerðist næsta klukkutímann. Við gætum sagt ykkur frá brezkum dátum sem voru að binda vígdrekann Duncan við bryggju. Frá föstudagsös við Nýborg að Skúlagötu. Af manni og bíl inn við Nóatún. En við förum ekki út í þessa sálma frekar, heldur hefjum frásögnina þar sem við erum að aka uppeftir Lönguhlíðinni á leið inn á Reyk j anesbrautina. Þetta var gráleitur bíll Ford Consul frá í fyrra og ók heldur greitt í hring- torgið. Við veittum honum enga veru- lega athygli fyrst í stað, en fórum á eftir honum og þegar ekið var upp brekkuna hjá Þóroddsstöðum dró hann ekki úr ferðinni heldur jók hana frek- ar og ók viðstöðulaust inná Reykjanes- brautina án þess að stanza og virða stöðvunarskylduna. Hann snéri niður brautina og við á eftir á þess hann væri farinn að veita okkur athygli. Fordinn jók heldur hraðann niður brekkuna og ók á talsverðum hraða yfir gangbrautina hjá Valsheimilinu. Það voru ekki margir bílar á undan honum en talsverð umferð á móti. Það var einn Hafnarfjarðarstrætisvagninn að fara af stað við biðskýlið ofan við Miklatorgið. Okkur þótti hann fara allnærri vagnin- um, hraðamælirinn stígandi og torgið framundan með töluverðri umferð. Þeir settu sírenuna á og hann varð var við okkur um leið, leit í baksýnisspegilinn og svo um öxl án þess að draga úr ferð- inni og inná Miklatorgið í ytri hringn- um. Hann hélt áfram á ytri hringnum framhjá Hringbrautinni og niður Snorrabrautina og þegar hann sveigði þar inn dansaði hann talsvert til að aft- an. Við vorum hræddir um að hann mundi jafnvel velta. Fordinn hélt ferðinni og við á lög- reglubílnum fast á eftir með sírenuna í gangi. Bílarnir í brautinni viku til hlið- ar og fólkið sem var þarna á ferli Á leið niður Snorrabraut með sírenuna í fullum gangi (mynd efst til vinstri). Sökudólgurinn eltur upp hjá Osta og Smjörsölunni (fyrsta mynd að neðan til vinstri). Leiðin lokast og þá er tekið til fótanna (önnur mynd til vinstri) og reynt að fara yfir vegginn (þriðja mynd til vinstri). En armur laganna er lang- ur og flóttatilraunin mistekst (myndin hér að ofan). Blaðamaður og ljósmyndari FÁLKANS voru í eftirlitsferð með lögreglunni ekla alls fynr löngu. Þeir höfðu farið víða og ekkert markvert bonð til tíðmda, þegar þeir sáu ljósgráan Ford-bíl. Hann virti ekki aðalbrautarréttinn, þegar hann beygði inn á Reykjanesbrautma. Það varð upphafið að ævmtýn því, sem hér er sagt frá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.