Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 12
Meg Turner er ung stúlka, sem strokið hefur af vandræðaheimili, en slepp- ur úr klóm lögreglunnar með því að fela sig í hjólhýsi læknis að nafni Robert Greene. Meg er ófríð stúlka, en fyrstu nóttina í húsi læknisins tekur hann hana tali og býður henni að gera hana fallega með plastskurðaðgerð. Meg fær umhugsunarfrest. Og skömniu seinna er hún nærri drultknuð í flæðar- málinu. Ungur maður sem býr í næsta húsi bjargar henni. Hann heitir Bruce Preston og Meg verður strax ástfangin af honum, en hann sýnir henni ein- vörðungu vorkunnsemi. Þegar hún hverfur af hans fundi er hún staðráðin í að gangast undir aðgerðina til að hljóta aðdáun Bruce . . . SNEMMA í fyrramálið verða um- búðirnar teknar af að fullu og öllu. Við erum um það bil að ná takmarki okkar. sagði Robert Greene. Eftirvæntingin leyndi sér ekki í andlitsdráttum hans, en röddin var róleg. Hversu mjög hafði Meg ekki þráð að heyra þessi orð af vörum hans? í fleiri vikur hafið hún legið með and- litið vafið sjúkraumbúðum. Síðustu sólarhringar höfðu verið sem heil eilífð. Hún hafði liðið ákafar þjáningar og stundum hafði hún næstum mókt. Oftar en einu sinni óskaði hún þess, að hún hefði aldrei samþykkt að gang- ast undir aðgerðina. En þá hugsaði hún um Bruce Preston og það veitti henni nýja krafta og þol. Robert Greene hrósaði henni í fyrsta skipti síðan aðgerðin hófst. — Þú hefur verið kjarkmikil, sagði hann. — Þú hefur þolað hinar verstu þjáningar og erfiðleika án þess að mögla. — Ertu ánægður með árangurinn? spurði hún. Allan tímann hafði hann verið þög- ull og einbeittur, taugarnar spenntar til hins ýtrasta. Og hann hafði unnið af slíkum ákafa, að það hafði gert hana óttaslegna. Nú voru augu hans loks orðin róleg á ný. — Ég hafði rétt fyrir mér, þegar ég trúði því, að mér mundi takast þetta, svaraði hann. — Hvers vegna fæ ég aldrei að sjá neitt með eigin augum, spurði hún. — Eg er búin að gleyma hvernig það er að skoða sig í spegli. Hann gekk nokkur skref aftur á bak. — Þú hefðir getað orðið hrædd, sagði hann. — Og ég vildi ekki að þú gæfist upp á miðri leið. Hann hló stuttum og óstyrkum hlátri og snéri sér við. — Snemma í fyrramálið færðu að sjá hina nýju Meg Turner. Þá verða um- búðirnar teknar af að fullu og öllu. En þú skalt vera við hinu versta búin. Og nú er bezt að þú reynir að sofna ofur- lítið. Stuttu síðar var hún ein í herberginu. Hvernig átti hún að geta sofið, svo full eftirvæntingar sem hún var? Hvernig skyldi hún líta út? Var hún í raun og veru orðin falleg? Hafði Robert Greene sagt satt, þegar hann fullyrti, að hann gæti gert þetta? Hún átti erfitt með að trúa því, að hann gæti gert kraftaverk. Það ríkti grafarkyrrð í húsinu. Niður hafsins barst til hennar og gerði það að verkum, að henni varð hugsað til Bruce Preston. Hann var áreiðanlega búinn að gleyma stúlkunni, sem hann hafði bjargað og farið með heim í kof- ann sinn. Stúlkunni, sem hann hafði kallað lítinn furðufugl. Hún ætlaði að sjá svo um, að hún hitti hann aftur. En aldrei skyldi hann fá að vita, að hún væri stúlkan, sem hann hafði bjargað .... ljóti andar- unginn. Mundi hún nú loks fá að lesa aðdáun og ástríðu úr augum karlmanns? Mundi hann grátbæna um að fá að hitta hana aftur? Hún bylti sér óróleg í rúminu. Það var nærri óbærilegt að þurfa að bíða til morguns. Hún ætlaði að kveikja á náttlampanum .... en það kviknaði ekki í honum. Robert Greene hafði tek- ið hann úr sambandi. Sterkt ljós var hættulegt fyrir augu hennar, hafði hann sagt. Hún hugsaði um þá vináttu, sem smátt og smátt hafði myndast á milli þeirra þennan tíma. Þau voru orðin dús, og enda þótt hann væri fámáll, fór ekki hjá því, að hún yrði vör við ákafa hans. Hann hafði verið henni mikill styrkur, meðan á þessu stóð. Hvað mundi hann fá fyrir ómak sitt? Hvers mundi hann krefjast sem endur- gjalds? Skyndilega þoldi hún ekki lengur þessa nagandi óvissu. Enginn gat kom- ið í veg fyrir, að hún fjarlægði umbúð- irnar sjálf. Hún ætlaði ekki að bíða til morguns. Hún sté hljóðlaust fram úr rúminu og gekk út úr svefnherberginu. Hún fór niður stigann og inn í stofuna, fálm- aði eftir slökkvaranum. Hún fékk of- birtu í augun af hinu skæra ljósi. Þeg- ar augun höfðu vanizt ljósinu, gekk hún að speglinum, sem hékk á veggnum. Henni varð hverft við, þegar hún sá andlit sitt reifað sjúkraumbúðum, svo að naumlega sást í augun. Hún fékk ákafan hjartslátt. Átti hún að voga sér að taka umbúðirnar af? Hvað mundi hún sjá? Ef til vill hafði Robert Greene svikið hana. Ef til vill höfðu allar þjáningarnar verið til eins- kis. Ef Ijótt og áberandi ör væri nú komið í staðinn fyrir fæðingarblettinn? Hún varð hrædd. Hún stundi þungan og tók loks að leysa öryggisnælurnar hægt og hægt. Hún tók umbúðirnar af smátt og smátt, unz andlitið kom í ljós. Umbúðirnar féllu á gólfið og hún lokaði augunum. Þegar hún opnaði þau mundi hún sjá andlit sitt í speglinum. En hún þorði ekki að opna þau. Ekki fyrr en kuldaleg rödd heyrðist bak við hana: —- Líttu nú framan í þig, telpa mín! Hún opnaði augun, starði á sína eigin spegilmynd og aá ókunnuga manneskju! Hún gat ekki skilið þetta. Einhver stóð á bak við hana. En það var bara frú Verney, sem nú kom nær henni. — Jæja, hvað finnst þér, sagði hún hörkulega. Meg barðist við grátinn. Robert Greene hafið sagt satt. Hinar fimu hendur hans höfðu gert kraftaverk! Stúlkan í speglinum var lagleg, mjög lagleg. Ofurlítil ör voru einu merki að- gerðarinnar. En þau var auðvelt að þekja með farða. — Ég .... ég trúi þessu ekki, hvísl- aði hún. — Þetta er ekki ég. Hann hef- ur gert mig fallega...... — Þú munt síðar óska þess, að þú hefðir aldrei samþykkt að láta hann gera þetta, sagði frú Verney og tók XÝ, SPEIMIMAIMPI FRAMHALPSSAGA - 3. HLLTI 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.