Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Page 14

Fálkinn - 29.05.1963, Page 14
Áður fyrr trúðu menn því almennt að helvíti væri í iðrum jarðar og þar var sagt heitt. Þeir sem gerðust brot- legir áttu þar vísa dvöl og mundu verða að dveljast þar um tíma og eilífð í vítis- kvölum. Fordyr þessa staðar var sagt hérlendis, austan fjalls og hét Hekla. Þar spýttist upp glóandi grjót og heil byggðarlög fóru í eyði vegna þeirra hörmunga er fylgdu í kjölfar eldgosa. Og það er kannski ekki nema von þótt menn væru á þeim dögum meira ugg- andi um eilífðarmálin en virðist nú á dögum. Nú er þetta breytt þ. e. a. s. að því er tekur til staðsetningar verri staðar- ins. Þeir sem enn halda trú sinni á þann stað og tilveru hans segja hann ekki lengur þar niðri heldur einhvers staðar annars staðar. En enn er heitt niðri og nú hagnýta menn sér þann hita með margvíslegu móti. Þeir hita upp hús sín með vatni, sóttu langt nið- ur í jörðina, og innan skamms mun þess- ari hitaorku breytt í rafmagn. Og það er víðar en í þessari borg sem heitt vatn hefur verið nýtt með þessum hætti. Víða í kaupstöðum úti um landið eru komnar hitaveitur og héraðsskólarnir eru flestir staðsettir við heitar laugar. Þannig er sá hiti sem áður var notaður til eilífðar útskúfunar notaður til upp- hitunar í híbýlum manna. Nafn sitt hefur þessi borg frá land- námsmönnunum sem komu hér og sáu reyk stíga upp frá jörðinni. Hér er mikill hiti í jörðu og þennan hita erum við smátt og smátt að notfæra okkur í ríkara mæli. En við þurfum mikið heitt vatn og við förum með mikið af fjár- munum í leit að heitu vatni. Fyrir nokkrum árum kom hingað jarðbor til að bora eftir heitu vatni. Síðan hafa menn séð hann daglega í fullum gangi víðsvegar um borgina og árangur þess- arar stefnu er að koma í ljós, því innan

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.