Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Page 20

Fálkinn - 29.05.1963, Page 20
Á björtum sumarkvöldum þegar eldri kynslóðin fer í kvik- myndahús eða á skemmtistaði streymir yngsta kynslóðin hundruð- um saman á auðar slóðir og grasskika til að leggja stund á knatt- leiki og án efa er skemmtun hennar einlægari en hinna sem inni * sitja. Þarna ríkir hinn sanni íþróttaandi, þar sem ekki er keppt eftir metum og sigrum heldur skiptir íþróttin sem slík öllu máli. Þarna á lóðunum eða grasflötunum iðka hinir ófélagsbundnu knatt- ( leik og þegar þeir eldast hætta þeir leiknum en þegar vorar og kvöldin lengjast langar þá aftur í leikinn að nýju. Það er sagt að okkur sem lifum á öld tækninnar skorti meiri hreyfingu og þeir séu alltof fáir sem leggi stund á íþróttir sér til ánægju. Hvað vinsælust allra íþrótta er knattspyrnan. Þúsundum saman fara menn ,,á völlinn“ leik eftir leik og halda síðan heim ánægðir eða óánægðir eftir atvikum. Flestir eiga þessir vallar- gestir það sameiginlegt að hafa einhverntíma á lífsleiðinni lagt stund á leikinn að knettinum. Kannski langar þá enn til að leika en aðstaða þeirra til bess er ekki sem bezt. Að vísu geta þeir gengið í íþróttafélögin ef ^eir eru þá ekki þegar í einhverju þeirra en þar ríkir ekki áhugamennska nema í vissum skilningi. Það er því vissu- lega athugandi hvort ekki væri rétt að koma upp svæðum í borg- inni þar sem eldri kynslóðin gæti lagt stund á leikinn að knett- inum án þess að vera að keppa að öðru marki en hreyfa sig eina | kvöldstund. Eitt fagurt kvöld nú fyrir skömmu lögðum við leið okkar á ■ nokkra þá staði þar sem ungir drengir leika sér að knettinum. J Við fórum fyrst á Klambratún. Þar hefur verið sett upp karfa _ fyrir þá sem heldur vilja leggja stund á körfubolta en knattspyrnu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.