Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Síða 35

Fálkinn - 29.05.1963, Síða 35
□TTD DG BRLJÐUR SÆKDNUNGSINS Jafnskjótt og Ottó og Danni höfðu afhent græðijurtimar, fóru þeir til herbergja sinna. Fáum mínútum eftir að þeir komu þangað var þeim tilkynnt að þeir ættu að koma til málsverðar. Þeir snæddu vel, enda voru þeir svangir. En greifinn varð algjörlega að fara eftir mataræði þvi, sem Danni hafði fyrir- skipað. Hann leit því heldur óhýru auga til Ottós, sem hámaði í sig lostætið. „Ég dáist mjög að því, hvernig þér drápuð björninn, Ottó lávarður,“ sagði Eðvald smeðjulega. En Ottó var með fullan munninn og svaraði engu. Eðvald fór nú að segja frá því hve skógarnir í kringum kastalann væru auðugir af dýrum og spurði Ottó hvort hann væri mikill veiðiáhuga- maður. Ottó sagði svo vera. Þá stakk Eðvald upp á því, að þeir færu á veiðar á morgun. Það létti þegar yfir svip greifans, er Eðvald stak'k upp á veiði- ferð. En Ottó hugsaði um það, að þá yrði þörf fyrir alla her- mennina til þess að berja utan runnana. „Skál fyrir góðri veiði á morgun,“ sagði Ottó og lyfti krúsinni sinni. „Fyrir síðustu veiðiferð þinni ,“ hugsaði Eðvald um leið og hann skál- aði. En greifinn sat í þungum þönkum. Hann hugsaði um hvort hann ætti ekki að láta Danna, þ. e. a. s. Dr. Valentínus fara á veiðar líka, því að satt að segja var honum orðið í nöp við hann sökum þess að læknirinn lét hann lifa í meinlæti. „Það er bezt að læknirinn okkar fari með,“ sagði greifinn illgirnis- lega. ,,Þá getur hann sýnt hæfileika sina til að drepa." Ottó hafði gert ráð fyrir því að Danni yrði eftir í kastalanum, svo að hann sagði íbygginn: „En ef Kareh skyldi versna? Er þá ekki betra að læknir sé við hendina?" Greifinn gat ekki annað en samsinnt þessu. Um kvöldið útskýrði Ottó ráðagerð sína um flótta. Jafnskjótt og veiðiflokkurinn væri kominn yfir vindubrúna, áttu þau Karen og Danni dulbúin sem hermenn að fara á eftir eins og þar væru á ferð hermenn, sem seinir hefðu orðið fyrir og ættu að fylgja veiðiflokknum. Jafnskjótt og veiðiflokkurinn væri kominn inn i skóginn, þá ættu þau að ríða eins hratt og þau gætu í aðra átt. Þeir mundu aftur hittast og væri kennimerkið ugluvæl. Næsta morgun fór veiðiflok'kurinn mjög snemma aí stað. Eðvald fór fyrir þessu fríða föruneyti. „Á ekki að bíða eftir greifanum?" spurði Ottó fylgdarmann sinn. „Greifinn fer ekki á veiðar núna?“ sagði fylgdarmaður hans ísmeygilega. Þessum möguleika hafði Ottó ekki gert ráð fyrir. Nú gat hann ekki snúið til baka og varað Danna við. Skyldi Danni ráða við þennan vanda? FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.