Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Page 33

Fálkinn - 19.06.1963, Page 33
CsiöfrP) Fer vel með hendurnar, ilmar þægilega vox Hafið vcx þvottaefnin ávallt við höndina. vex leysir vandann við uppþvottinn hrcingerninguna og fínþvottinn. vex fer vel með hendurnar og ilmar þægilega. vex þvottaefnin eru bezta húshjálpin. vex fæst í næstu verzlun. HVAÐ GERIST I NÆSTU VIKU? Hrútsmerkið (21. marz—20. aprílJ. Þótt einhver.iir smávægilegir erfiðleikar verði á vegi yðar í þessari viku skuluð þér ekki láta það hafa áhrif á yður. Umfram allt skuluð þér vera glaðir því mjög ánægiulegir tímar eru fram- undan. Föstudagurinn gæti búið yfir einhverj'u skemmtilegu. Nautsmerkiö (21. avríl—21. mail. Ef þér fylgist vel með þvi sem er að gerast í kringum yður ættuð þér að geta séð tækifæri sem færði yður f.iárhagslegan ávinning. En farið að öllu með gát því einhver fl.iótfærni gæti verið yður hættuleg. Tvíburamerkið (22. maí—21. júníJ. Þér ættuð að kappkosta að stilla skapi yðar í hóf og fárast ekki yfir smámununum. Þér ættuð ekki að láta aðra hafa ofmikil áhrif á yður og taka ekki mark á því sem í yður er borið. Það er ekki allt gull sem glóir. Krabbamerkiö (22. júni—22. júlíJ. Enn sem fyrr er yður nauðsynlegt að sýna að- hald I peningamálum. Þér ættuð að taka meiri þátt í félagslífi heldur en þér hafið gert hingað til þvi það mundi henta yður vel. Gamall vinur sem þér hafið ekki lengi séð mun að öllum lík- indum heimsækja yður. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. ágústj. Þessi vika getur haft mjög örlagaríkar afleið- ingar í sambandi við sambúð yðar við ástvin. Það er því mikil nauðsyn fyrir yður að sýna stillingu þótt einhverjir erfiðleikar kunni að steðja að yður i þessari viku. Jómfrúarmerkiö (2Jt. ágúst—23. sept.J. Ef þér verðið svolítið útsjónarsamir i þessari viku gæti yður boðist óvænt og glæsilegt tæki- færi í sambandi við áhugamál yðar. Nákominn ættingi gæti veitt yður mikla hjálp í þessari viku. VogarskálamerkiÖ (2h. sept.—2Jt. okf.J. Vinur yðar einn mun í þessari viku hafa tals- verð afskipti af málum yðar og þessi afskifti verða yður til góðs. Ferðalag um helgina gæti orðið ánægjulegt og mánudagurinn næsti þar á eftir sérstaklega ánægjulegur. SporÖdrekamerkiÖ (2Jf. okt.—22. nóv.J. Varist að gera áætlanir of langt fram i tímann því málin eru oft fijót að breytast. Þér skuluð forðast að vera of gagnrýninn á annarra verk heldur líta í eigin pokahorn og vita hvort þar er eitthvað sem má laga. BogamannsmerkiÖ (23. nóv,-—21. des.J. Þetta ætti að geta orðið ánægjuleg vika fyrir yður þótt ekki verði mikið um stóra viðburði. Þér munuð sennilega kynnast nýrri hlið á einum vini yðar sem mun koma yður nokkuð á óvart. Happatala vikunnar er níu. Steingeitarmerkiö (22. des.—20. janúar). Ef þér getið komið góðri reglu á fjármálin þá ættu næstu vikurnar að geta orðið mjög ánægju- legar. Þótt þér kunnið að lenda í smá deilu við einhvern vin yðar þá er það ekki til að fást um því það lagast fljótlega. Vatnsberamerkiö (21. janúar—19. febrúarJ. Þetta verður skemmtileg vika hjá yður. þér ættuð að gera yður dagamun um helgina og skemmta yður því þá eru heppilegar afstöður til slíkra hluta. Ef einhver leitar ráða hjá yður þá skuluð þér gera yðar bezta til að leysa þau vanda- mál sem hann á við að stríða. FiskamerkiÖ (20. fébrúar—20. marz). Yður hættir stundum til að vera of aðsjáll i fjármálum og það er ekki alltaf heppilegt þótt það sé nauðsynlegt innan vissra takmarka. Á föstudag verður mikið að gera hjá yður og því rétt að taka iífinu með ró yfir helgina ef hægt er. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.