Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Side 36

Fálkinn - 19.06.1963, Side 36
8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðataeki (Transistor). FILMUR OG VÉLAH Freyjugötu 15 Sími 20235 Shodh CDŒ3\ =41!)—i CcmsJbLL 5 maivia er KJORINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGk RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR, AFLMIKILL OG ÓDYRAR I TÉHHNESHA BIFREIÐAUMBOÐI0 V0NAR5THÆTI 12, SÍMI 37««I j ■'/'////''/" '4' |Fö| QD 00 DP Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIU H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. Agi, skipulagiiíng . . . Framhald af bls. 17. stendur maður frammi í forstofu útat- aður i börnum á meðan náfölur maður í skósíðum rykfrakka eys yfir mann framsöguerindi um Síon! Mér finnst þetta asnalegt. Mér finnst þetta óviðkunnanlegt. Ég kann ekki við mig í grjónagraut upp að hnjám. Þó tekur út yfir þegar Amalía frænka birt- ist í dyrunum. Hún hefur eins og fyrri daginn allt á hornum sér. Hún vill fá að vita hvað steikarpannan sé að gera úti á tröppum („Það kviknaði í ’henni, Amalía“), hún vill fá að vita hvað eld- húsborðið sé að gera úti á tröppum („Það kviknaði í því út frá steikarpönn- unni, Arnalía") og hún vill fá að vita hvað eldhúsdúkurinn sé að gera úti á tröppum („Það kviknaði í honum út frá eldhúsborðinu, Amalía“). Síðast en ekki sízt vill hún fá að vita hvers vegna ég sé með lúkuna und- ir svuntunni. En þá fer að síga í suma. Það eru takmök fyrir því hvað sumir láta suma komast upp með. Sumir þekkja líka sínar frænkur. Sumir vita mætavel, að ef sumir fá að gægjast und- ir svuntuna sumra, þá verður sumum ekki vært í landinu fyrir glósum sumra. Svo er mál með vexti, að í gaer er ég að hreinsa hakkavélina. Ég eins og smeygi vinstri hendinni inn um opið. Og síðan í gær hef ég verið eini mað- urinn í Kópavogi með hakkavél á hend- inni. Að loknum . . . Framhald af bls. 21. maður sagði þá karli, að það væri þessi Gunnar, sem menntaði sýslumennina. Þetta hreif og gamli maðurinn kaus. Öðru sinni var frambjóðandi á ferða- lagi um kjördæmi sitt. Hann kom víða við og tók bændur tali. Líkaði maður- inn vel, enda var hann hinn alúðleg- asti í viðmóti og manna alþýðlegastur. Samt fór svo að hann kolféll. Skömmu síðar var hann á ferð um kjördæmið og kom þá á bæ nokkurn, hvar merkis- bóndi bjó og mikill flokksmaður. Fram- bjóðandinn innti bónda hverju fall hans sætti, því að sér hefði virzt, að hann ætti hér allmikið fylgi. Bóndi svaraði: —Það er nú svo í þessu kjördæmi, góðurinn, að hér kjósa flestir af göml- um vana, en ekki eftir því hvernig þeim líkar við frambjóðandann. Kosningaloforð eru sjaldan haldin. Komið hefur það þó fyrir. Þingmaður að vestan lofaði bændum á þremur bæj- um í afdalasveit, að hann skyldi sjá svo um, að brú yrði smíðuð á illfært fljót, sem skildi þá frá byggðinni. Hann stóð við orð sín og sumarið á eftir var komin á ána ný og glæsileg brú. Fyrir veturnætur voru svo bændurnir þrír í dalnum fluttir af jörðum sínum og sveitin komin 1 eyði. 36 FÁLKINN Alþingi er virðulegasta samkunda landsins. Þeir, sem þar sitja eru allir með tölu einhuga um að gera allt, sem í þeirra valdi stendur fyrir þjóð sína og flokkinn. Við skulum því tala virðu- lega um þessa góðu menn, sem vega hvern annan í góðsemi og gamni, því að flestir hafa þeir til að bera meiri kýmnigáfu en allur þorri manna. Ann- ars þyldu þeir ekki skopmyndir þær, sem stöðugt birtast í blöðum landsins. Kosningum til Alþingis er lokið. Menn úr öllum flokkum börðust af grimmd fyrir málefnum sínum. í þeim hildarleik er engum hlíft. Hver maður fær sinn skammt, hvort sem er í skömmum eða lofi. Væntanlegir kjós- endur vitna um þann veg, sem þeir ætla að ganga í kosningunum. Sá veg- ur er venjulega afar þröngur. íslenzkir kjósendur eru sjaldan víðsýnir. Á kjör- dag hefst orrustan fyrir alvöru. Þá eru smalarnir aðalliðsmennirnir og reka þeir af krafti í kosningaréttina. Orrustunni lýkur um miðnætti. Þá setjast hinir víg- reifu liðsmenn að sumbli, enda er þetta orrusta, sem er ekki nokkrum bardaga lík. Þegar úrslitin eru kunn, hafa allir flokkar borið sigur af hólmi. Svarlir og hvílir . . . Framhald af bL. 9. unum hræðileg. En reynið t. d. að hugsa ykkur, að til íslands væru komnir 360 þúsund svertingjar, og flestir þeirra hefðu aldrei búið í öðrum húsakynnum en leirkofum og annar lífs-„standard“ væri eftir því. Það hafa komið menn frá Norðurlöndunum til S-Afríku, tekið þar kvikmyndir og skrifað bækur um ástandið þar. Flestir hafa dvalið skamman tíma, og hafa vægast sagt lítið vit á því, sem þeir hafa verið að tala um. Ég veit að þeim, sem aldrei hafa kynnzt þessu finnst þetta voðalegt. En vandamálið er miklu flóknara en nokkur getur gert sér í hugarlund.“ „Ég veit að það er erfitt fyrir sænska konu, að sætta sig við það að vera sett í fangelsi fyrir það eitt að hafa haft mök við svartan mann. En sjálfur yrði ég settur í fangelsi í S-Afríku ef ég sæist leiða svarta stúlku á götunni. Giftingar hvítra og svartra eru bann- aðar, og ef hvítur maður verður ást- fanginn af þeldökkri stúlku, verða þau að fara úr landi til að gifta sig, eða fá að njótast. Mér er ekki leyfilegt að fara inn á kvikmyndahús þeldökkra eða veitingahús þeirra. Öll náin samskipti eru stranglega bönnuð, og getur kostað harða refsingu ef útaf er brugðið.“ „Öllum íbúum landsins er skipt í flokka. Það eru hvítir menn, svartir menn, kynblendingar og Asíubúar og fleiri. Japanir og Kínverjar eru í flokki hvítra. Hver einasti maður verður að bera á sér vegabréf með mynd. Þar er nafn hans skráð, og jafnframt af hvaða flokki hann er. Á mínum stend- ur W fyrir WHITE, (þ. e. hvítur).“ „Þá er það eitt, sem gerir þetta mun Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.