Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 23
eitthvað til að róa hann með. Ég hef það á tilfinningunni, að hann hafi haft ástæðu — kannski brjálæðiskennda éstæðu, en vil fá að vita það.“ Til mikillar undrunar sagði Anna: „Já, brjálæðingar hafa venjulega ástæðu. Stundum eru þeir sendir án þess að vita það.“ „Uss Hvílíkt kjaftæði! Skepnan ráf- aði um, enginn sendi hana.“ Thanos varð reiður hvenær sem hann 'heyrði eitthvað, sem var lítillega mark- að hinu óþekkta. „Ég hugsa, að Anna hafi á réttu að standa. Ég vil vita meira um þennan mann, hvers vegna hann er brjálaður og síðan hvenær og hvers vegna hann valdi herbergið mitt. Segðu föður hans að ég ætli að heimsækja þau áður en hann er sendur burt.“ Með þessum orðum stóð ég á fætur, vitandi það, að hvenær sem ég virtist virkilega ákveðin, myndi Thanos hika við að knýja vilja sinn fram. Hann svar- aði ekki. Þegar ég var að því komin að fara, kallaði hann á eftir mér: „Þu ættir að klæða þig. Við fáum gesti til miðdegisverðar. Ég stanzaði. Ég þorði ekki að sýna neina óbeit á því að fagna síðasta sigri hans, en það skelfdi mig að eyða löngu kvöldi með öfundsjúkum, ókunnugum mönnum og fela vesæld mína undir grímu ánægju og glaðværðar. Án þess að snúa mér, kinkaði ég kolli til sam- þykkis og sneri aftur til herbergis míns. Ég get ekki munað margt um það kvöld né um dagana, sem á eftir fóru. Tjald andlegs aðskilnaðar breiddist yfir sál mína þennan dag og það lyftist að- eins við fá tækifæri, þegar ég þurfti að taka á öllu mínu. Einn slíkur atburður var heimsókn mín til húss brjálæðings- ins. Þrátt fyrir innilegar bænir Than- osar og aðvaranir og með þögulu sam- þykki Önnu og samfylgd hennar, fór ég til hins litla hvítþvegna húss, sem var í hlíð hæðarinnar, hið flata þak þess var þakið plöntum og blómum og dyrn- ar málaðar bláar. Andrúmsloft sakleya- isins stakk í stúf við hryllinginn, sem var innan dyra bak við lás og slá. Ég var enn nokkra metra í burtu, þegar dyx-n- ar opnuðust og mjög öldruð kona — eða svo virtist hún vera — kom til mín, reikandi og óttaslegin. Eins og samkvæmt umtali steig Anna fram og gamla konan ávarpaði hana og gaut augunum til mín og ég gat rétt greint rödd hennar. „Hann meiddi ekki frúna, var það? Hann stal ekki neinu? Braut hann eða reif eitthvað? Gerið það, gerið það, segið herra Thanosi að refsa okkur ekki vegna hans.“ „Nei, hann meiddi ekki frúna né stal hann, braut eða reif neitt. Þér vei’ður ekki refsað.“ Ég hafði aldrei heyrt Önnu svo mynduga og örugga. Hinn þurri stormur hvarf úr röddinni og í stað hans kom gjallandi hljómur, eins og í presti. Ég hafði það á tilfinning- unni, að þetta hefði allt verið æft mín vegna og að þetta fólk þekkti Önnu sem valda- og áhrifamikla konu. „Get ég séð son yðar?“ spurði ég og gekk til hinna tveggja svartklæddu kvenna. „Er hann rólegur núna?“ „Já, frú, ó, já! Hann er rólegur eins og nýfætt lamb. Hann brýnir ekki einu sinni raustina. Það er bara þegar veðrið breytist eða .tungl er í fyllingu....... Ég veit ekki, hvað kom yfir hann, frú, í sannleika veit ég það ekki. Þar sem veður var ágætt og tunglið fai’ið, datt okkur ekki í hug að læsa hann inni, frú. Hann er aldrei virkilega ofstopafullur, frú, en hann hræðir fólk svo með hljóð- unum, sem hann gefur frá sér............“ „Það er allt í lagi,“ sagði ég, „verið ekki hræddar. Ég vil bara sjá hann og tala við hann. Getur hann talað, þegar hann er rólegur?“ „Jæja, frú, stundum gerir hann það, stundum talar hann beinlínis af viti. En það geta liðið vikur og mánuðir án þess að hann segi eitt orð, hann situr bara kyrr, frú, eins og veikt barn.“ Hún byrjaði að vísa okkur veginn, en ég gat séð að hún var hikandi og leit aftur á okkur til að sjá, hvort við kæmum virkilega á eftir. Hún lagaði sjalið sitt og rétti úr blússunni eins og hún væri að undirbúa sig undir áríðandi blaðaviðtal. Hún leit spyrjandi á Önnu og aftur sá ég hinn rólega valdsmanns- svip Önnu, er hún benti henni að halda áfram. Litli kofinn var eins hreinn og til- gerðarlaus að innan sem utan. Kalt, hreint steingólf var í honum og húsgögn- in voru skrúbbuð og bónuð svo að þau gljáðu fagurlega. Það gljáði á ódýra prentaða dýrlingamynd í horni, lýsta upp af einu kei’ti. Hei’bergið lyktaði lítillega af steiktum fiski en einnig af furuviði og vaxi og í eina langa mín- útu tók ég á móti ilmi og útgeislan staðarins með einkennilegri þrá, sem ég gat ekki sett í samband við neitt. Svo fórum við inn í herbergið. Það var eins autt og munkaklefi. Stór kross hékk grimmilega áberandi Framh. á bls. 38. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.