Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 32
lívítvíii kælt . . . i'; amíiaJd af bls. 11. stjóranum til mikillar hrellingar. „Hit- inn er yfir tuttugu og fimm stig á Celsí- us,“ segir einn, sem er að bóna bílinn sinn fyrir utan girðinguna og Alberta frá Toronó segir að flugvélin hljóti að hafa farið í öfuga átt: „Þetta getur ekki verið ísland,“ segir hún. En þetta er meira en Sóði þolir, og nú gýs hann fallegu gosi. Ferðafélaginn með kvik- myndavélina er mjög ánægður. Hann náði góðri mynd, heldur hann, og svo er enn haldið af stað, og nú að Gull- fossi. Eitt það merkilegasta á þeirri leið finnst þeim úr suðrinu, þegar bíllinn fer yfir brúna á Tungufljóti. Þeim er sögð sagan af Sigríði í Brattholti, þegar bærinn nálgast, og innan skamms sést úðinn yfir Gullfossi. Hér nær hrifning fólksins að sunnan hámarki. Gullfoss skartar sínu fegursta: Anna-María frá París segir: „Ég hef séð marga af fræg- ustu fossum heims, en Gullfoss slær allt út, sem ég hef ennbá s^ð. Líka Niagara fossana IMIAEEIRA Framhald af bls. 23. á auðum hvítum vegg yfir einföldu fleti, sem hvorki var í koddi né lak til að hylja hina fornfálegu dýnu. Látlaust ómálað borð og svipaður stóll voru einu húsgögnin. Augnablik hélt ég, að her- bergið væri autt, og ég leit til hins pinulitla glugga. En þá tók ég eftir hon- um. Hann stóð bak við okkur í eina dimma horni herbergisins, nálægt dyr- unum. Hann snéri sér í hornið og lík- ami hans klæddur tötralegum buxum og grófgerðri hvítri skyrtu, rann ein- hvern veginn saman við gluggana. Móðir hans gekk að honum og snerti hann. Hún náði rétt upp á axlir hans og virtist hættulega lítil og veikluleg við hliðina á óhreyfanlegum, þrek- vöxnum líkama sonar hennar. Hún sagði: „Frúin vill tala við þig, Samson. Hana langar að tala við þig. Samson, snúðu þér við. Þessa góðu frú langar til að sjá framan í þig.“ Rödd hennar var þýð og sefandi, eins og hún væri að hugga urrandi hund. Maðurinn hreyfði sig ekki. Hann stóð svo kyrr með axlir upp og höfuðið álútt, að ég hélt hann væri að búa sig undir stökk. „Samson, snúðu þér við og talaðu við hina góðu frú. Hún er komin alla leið frá stóra húsinu til að hitta þig.“ Ekkert skeði. Ég var næstum uppgef- in. Hún talaði með þessari skæru ein- hljóma rödd sinni og í henni var alltaf ámátlegt ýlfur. Maðurinn hreyfði sig ekki. Ég sneri mér við til að fara út, er Anna greip í handlegg minn þétt- ingsfast. „Lofaðu mér að tala við hann,“ skip- aði hún gömlu konunni. Hún ýtti henni blíðlega frá og ávarpaði hið breiða bak. „Frú Phaedra er komin til að hitta þig, ungi maður. í gær gerðir þú frú Phaedru hrædda og henni varð illt. Nú verður þú að útskýra það. Snúðu þér við.“ Maðurinn sneri sér ekki enn við, en dálítill skjálfti fór um hið breiða bak. „Snúðu þér við, segi ég.“ Rödd hennar var skýr og skipandi. Hann sneri sér hægt við. Hann sneri að mér og ég féll í stafi yfir, hve full- komlega reglulegir andlitsdrættir hans voru. Hann var myndarlegur eins og gömul grísk stytta, en andlit hans var líflausara en úthogginn marmari. Hár hans var sítt og óhreint, en ég gat greint fínlega samsetningu þess, þar sem það hékk um barnslega slétt ennið. Aðeins þegar ég hefði athugað andlitsdrætti hans vandlega og hafði náð mér eftir áhrifin, sem lífleysi þess hafði, tók ég eftir, að handleggir hans vofu bundnir fastir í spennitrevju. Ég undraðist, hvers vegna þetta sýndist ekki eins auðmýkjandi eins og ég hafði alltaf gert mér 1 hugarlund að slíkur klæðnaður væri. Með handleggi og hendur í hvarfi líktist hann jafnvel enn frekar gamalli skyttu. „Samson?“ reyndi ég dauflega. „Samson — hvers vegna komstu einn í herbergi mitt?“ En ég vissi, að ég fengi ekki svar. Þessi maður var ekki frekar fær um að svara en Sfinxinn í Egypta- landi. Hann horfði niður fyrir sig og bærðisj; ekki. Móðir hans steig fram, en Anna stöðvaði hana. ,,Samson,“ sagði hún, „svaraðu frú Paedru.“ Við biðum, þar eð hinar þungbúnu augabrýr bærð- ust aðeins. „Samson! Hver sendi þig til lierbergis frú Paedru?“ Hann leit upp. Augu hans voru hérumbil litlaus og örsmáir augasteinarnir, sem voru eins og nálar, störðu á mig af þungum krafti, svo að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mig langaði að hlaupa burt. „Komdu, Anna,“ sagði ég. „Þetta er tilgangslaust. Vesalings náunginn er kolbrjálaður. Við skulum fara. Ég sneri mér við og fór út úr herberginu. Einmitt er ég kom að útidyrunum, heyrði ég rödd hans. Það var mjög ólíkt skröltinu og öskrinu, sem ég hafði heyrt í herbergi mínu. alveg eins og hið óhagganlega og kuldalega útlit hans líktist ekkert hinum dökkleita líkama sem hafi staulazt út úr skápnum mín- um. En þetta var hann rg alveg eins ómennskur, um það var ekki að villast. „Vonda drottningin verður að deyia'.** sagði hann greinilega, líkt og bjöllu- hljómur og álíka málmkennt. Ég stóð grafkyrr. Þetta var svo stórkostlegt, svo leikrænt og tilgangslaust, að það eyddi töfrunum. Létt í lund, næstum hlægj- andi, fór ég aftur inn í litla bakherberg- ið. Anna starði ákaft á andlit kempunn- ar og móðir hans stóð dálítið til baka og aulalegt. afsakandi bros var á hinni tannlausu ásjónu hennar. „Er þetta allt, sem hann hefur að segja? Kannske þú hættir þessum leik núna og komir heim með mér,“ sagði ég og kenndi Önnu um hugmyndina að heimsókninni af með- vituðu óréttlæti. Hún virti mig ekki svars. „Hvers vegna, Samson? Hver sagði þér það?“ spurði hún, og að þessu hló ég virkilega, hátt og næstum glaðlega. „Hún hlær!“ sagði vitfirringurinn fullur fyrirlitningar, rödd lians var enn kuldalega málmkennd og ég hætti að hlæja. NOUGAT VANILLU SÚKKULAÐI ÁVAXTA NOUGAT VANILLU SÚKKULADI VANILLU SÚKKULAÐI ÁVAXTA NOUGAT VANILLU SÚKKULADI NOUOAT 32 r'ÁLKJNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.