Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Japanir láta ekki að sér hæða. Þeir kunna að selja sína vöru, það verður ekki af þeim skafið. Nýlega fann baðfataframleiðandi upp á því að sýna framleiðslu sína í járnbrautarlest. Og auðvitað voru það þokkadísir, sem sýndu fatnaðinn. Sagt er að farþegun- um hafi þótt ferðin skömm, enda þótt leiðin hefði verið löng. ÆSKAN. Lögfræðingur nokkur sat niðursokkinn í skjöl sín og heyrði því ekki, þegar dyrnar voru opnaðar hægt og inn gekk feiminn, ungur drengur. Andlit hans var allt vott af tárum. — Hvað var það fyrir þig, ungi maður? — Ertu lögfræðingur? — Já, hvað viltu mér, ungi maður? — Ég vil — — fá skilnað frá pabba og mömmu. FEÐURNIR. Egypskur málari, Ibrahim Madi að nafni, kom á lögreglustöð- ina í þorpi sínu og bað um að vera handtekinn. — Konan min er að fæða áttunda barnið, sagði hann, og ef það verður stúlka, er ég hræddur um að ég berji hana. Konan hans bjargaði lífinu. Hún fæddi þríbura, og það voru allt drengir. Þessar buxur, sem ballerinan er í, kallar leikhúsfólk, sparibuxur. Unga stúlkan á myndinni er annars frá Suður-Afríku og valin til þess að vera dansfélagi hins rússneska, Rudolf Nureyev, en flúði land fyrir nokkru og dansar eins og kunnugt er við Konunglega Ballettinn í Lundúnum. Prima ballerinan heitir annars, Vyvyan Lorrayne. Winston ChurchilL var eitt sinn spurður að því hvaða hæfileika stjórn- málamaður þyrfti að hafa. Churchill svaraði: — Hann verður að sjá fyrir, hvað gerast muni á morgun, næsta mánuð og næsta ár, — og að þeim tíma liðnúm, verð- ur hann að útskýra, hvers vegna það gerðist ekki. ★ Victor Hugo hitti Alexander Dumas á götu. Hugo var öskuvondur. Hann hélt á dagblaði. — Þessi blaðamaður hér heldur því fram, að Vigny hafi fundið upp hið sögulega drama. — En það fífl, hrópaði Dumas, það veit það hver sála, að það var ég. Alfred Hitchcock kom einhverju sinni til Parísar. Toll- þjónninn sem gætti að hvort vegabréf farþeganna, sem komu með flugvél- unum væru í lagi, tók eftir því að í passa Hitchcock var hann titlaður fram- leiðandi. — Hvað er það, sem þér framleiðið? — Gæsahúð, svaraði Hitchcock. ★ Ungur nemandi spurði Sókrates um skoð- un hans á hjónabandinu. —- Þú ættir að kvænast, svaraði Sókrates; ef þú færð góða konu verðurðu hamingju- samur í lífinu, — en ef þú eignast slæma konu, færðu tækifæri til þess að verða heim- spekingur. Eiginkona Sókratesar heyrði þetta svar hans og varð öskuvond. Hún stóð þá einmitt við gluggann og ætlaði að hella út skólp- vatni. En í reiði sinni skvetti hún því á Sókrates. En Sókrates lét það ekki á sig fá og sagði: — Ég vissi það fyrir — eftir þrumuveð- ur kemur ætíð regn. ★ Otto Borchsenius hefur sagt frá því, að Holger Drachmann kvartaði stundum undan hve reikningarnir frá skraddaranum væru háir. En Drachmann var óvenju hár vexti. Þegar Drachmann átti skáldafmæli, sendu klæðskerarnir Carl & Martin Larsen honum svohljóðandi hamingjuósk: — Óskum yður innilega til hamingju. Við vitum bezt, hve stór þér eruð. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.