Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Page 4

Fálkinn - 24.07.1963, Page 4
Fyrir nokkru brutust tveir fangar út úr Broadmoor i'angelsinu í Fnglandi. Þeir höfðu verið dœmdir til dauða og var annar 17 ára en hinn 35 ára. En flóttinn heppnaðist ekki algjörlega, þeim tókst aðeins að flýja upp á þakið. Og þar dvöldust þeir í 31 klukkustund. En um leið og lögregluþjónar reyndu að komast upp til þeirra, brutu þeir flísar úr þakinu og hentu niður. En loks tókst fanga- vörðunum að fá móður þess 17 ára að koma og biðja hann um að koma niður. Hann taldi svo fclaga sinn á að koma niður. En þá höfðu þeir félagar eyðilagt þakflísar fyrir nær hálfa milljón króna. Sálfræ&in Meðal þeirra uppeldisfræðinga, sem höfðu sótt um styrk við uppeldismálastofnunina, var kynbomba nokkur. Hún hafði staðizt inntökuprófið með miklum ágætum, — en kennarar stofnunarinn- ar voru ragir við að veita henni styrkinn. Þeir gerðu nefnilega ráð fyrir, að slík þokkadis yrði fljótlega föstnuð, og þá færu þeir peningar, sem ríkið hafði eytt í hana til einskis. Hún var kölluð fyrir forstöðumanninn, sem ætlaði að grennslast um hvað hún hygðist fyrir. — Vissuiega stóðuzt þér prófið með miklum ágætum, sagði hann. En hvað ætlið þér að gera, þegar þér eruð búin hjá okkur? — Ja, svaraði þokkadísin og blikkaði forstöðumanninn, — eiginlega ætlaði ég heim, en .... íþróttamyndin Fjórða lota í hnefaleikakeppninni stóð yfir og enn var ekkert bragð að bardaganum og kapparnir létu bara smá pústra dynja. En þegar kapparnir byrjuðu að dansa svona í kringum hvorn annan í fimmtu lotu, var áhorfendum nóg boðið. Þeir æptu og skræktu. Á aftasta bekk heyrðist kallað: — Hver andskotinn er að ykkur. Haldið þið, að þið séuð á afvopnunarráðstefnu. limferftin Það stóð maður á gangstéttarbrúninni og beið þess að eitthvað lát yrði á umferðinni, svo að hann gæti komizt yíir götuna. En áður en hann hætti sér yfir sá hann mann á gangstéttinni hinum megin. — Heyrðu, hvernig komstu þarna yfir? kallaði hann. Og hinn kallaði á móti: — Það var svo sem enginn vandi. Ég er nefnilega fæddur hérna megin. Joe Louis var heimsmeistari í hnefaleik. Hann var eitt sinn beðinn um að koma á ritstjórnarskrifstofur bandaríska vikublaðs- ins Life, en það ætlaði að birta myndaseríu af honum. — Jæja, verð ég fallegur á myndunum ykkar? spurði Louis. — Auðvitað, sagði einn af ljósmyndurum blaðsins. En hvaða myndir viljið þér helzt. — Þær, sem ég stend uppi á, svaraði hnefa- leikakóngurinn. ★ í veiztlu, sem haldin var í Hollivúdd, sneri hvassyrt leikkona sér að Rosalind Russel og sagði: — Mig hryliir við tilhugsuninni um að vera 45 ára. — Hvers vegna? spurði Rosalind Russell. Hafið þér slæmt minni? ★ Eigið þér erfitt með svefn. Ef svo er þá skuluð þið lesa ráðleggingar þessa fræga fólks. Rithöfundurinn Sophie Kerr segir: Ég dreg bara andann mjög ört, tuttugu sinnum, en í tuttugasta og fyrsta skiptið held ég andanum eins lengi og ég get niðri í mér. Ef ég sofna ekki, endurtek' ég. En venjulega er ég sofnuð áður en ég reyni þetta í þriðja skipti. Leikkonan Grace Allen segir: Ég raula með sjálfri mér gamlar vísur. Það er dálítið erfitt að muna vísurnar við söngva, sem maður hefur ekki sungið í háa herrans tíð og meðan ég leita í huganum að vísuorðunum, sofna ég venjulega. Orson Welles er ekkert að tvínóna við hlutina: Það þýðir ekkert annað en að ímynda sér að klukkan sé fimm á svalköldum morgni, og vekjaraklukkan hafi verið að hringja til þess að rífa mann upp úr rúminu. Cecil B. de Miile segir og ættu tónlistar- unnendur að fara að dæmi hans: Ég set mína uppáhaldssinfóníu á fóninn, og þegar platan er búin, er ég venjulega sofnaður. ★ Jules Romains er franskur rithöfundur og kunnur mjög. Hann hefur aldrei verið neitt hrifinn af hinu fagra kyni. í útvarpsumræð- um, sem haldnar voru fyrir nokkrum árum, sagði hann svo frá mismuninum á karli og konu: — Hafið þér tekið eftir því, góðir áheyr- endur, ef talað er um karlmann, sem situr og hugsar, þá segir maður að hann hugsi um eitthvað, en ef um konu er að ræða, þá segir maður, að hún hugsi um einhvern. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.