Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Qupperneq 31

Fálkinn - 14.08.1963, Qupperneq 31
— Já, en Sam, strax og þú hefur sigrað Bason, getur þú fengið að berj- ast við Python. — Geturðu séð hurðina, sagði Sam og opnaði hana. — Og komdu þér svo út. Ég skal svei mér þá finna götuhorn við tækifæri, þar sem ég get gert upp við Python. Ég fellst ekki á skilyrði þin. Svartur fór — og hvernig átti Sam nú að afla fjár í hring handa Sonju. Hann fékk lánað hjá Kandinsky og nokkrum mínútum síðar stóð hann fyr- ir framan sýningarglugga gullsmiðs. Inni í kjólaverzlun frú Rítu, þar sem Sonja vann, sat Jói undir búðarborð- inu og safnaði tuskupjötlum, saman. Hann ætlaði að nota þær til að klæða með bás nashyrningsins litla. Þegar Sam kom inn í búðina rétti hann hönd sína fram og gaf Sonju hringinn, sem hann var ný búinn að kaupa. — Það er nashyrningurinn minn, sem hefur sent hann, sagði Jói. Sonja stóð með hringinn og var alltof ringluð til að geta sagt nokkuð. — Sonja, sagði Sam svo, — ég er mjög glaður, að geta lýst því yfir, að við erum nú trúlofuð, en . . en sjálft brúðkaupið verður að bíða enn um stund. Sonja varð vonsvikin og beizk og skyndilega rétti hún Sam hringinn aftur. — Bíða, sagði sagði hún. — Á ég að halda áfram að bíða. Ég hef beðið í fjögur ár, Sam. Hún snerist á hæl, sneri baki í Sam og hóf vinnu sína á ný. Sam fór á eftir henni. — Gott, sagði hann. — Við skulum fara til borgardóm- ara, Sonja, og láta gefa okkur saman í hvelli. Sonja var hnakkakert. — Ef ég gift- ist. sagði hún, vil ég giftast almenni- lega .. . ekki svona í flýti... og af því að þér finnst þú neyddur til þess. Allt í lagi, hrópaði Sam — Þú skalt fá almennilegt brúðkaup, Sonja. Lofaðu mér þá að fara í þessa keppni. Láttu mig þá hálsbrjóta mig. Hann skundaði út úr búðinni. Jói safnaði tuskupjötlunum saman og spurði undrandi: Hvers vegna talið þið svona mikið um að Sam eigi að berjast. Sam getur ekki tapað. Við höfum jú nashyrninginn minn. Gerðu út af við hann! Hrópin komu frá áhorfendum og var beint til Bully Bason, sem hafði tekið Sam í „hálft Nelsonsbragð.“ Svarti-ísak fylgdist áhyggjufullur með keppninni og gegnum opinn glugga reyndi Jói, sem stóð fyrir utan, að fylgjast með einstökum atburðum keppninnar, en hann var einnig dálítið áhyggjufullur. Hann var með kiðling- inn — nú beygði hann sig niður og lyfti honum upp til að hann gæti séð, hvað fór fram. — Sérðu, það lítur út fyrir að Sam sé að tapa? Rödd Jóa skalf. — Þú verður að gera eitthvað, nas- hyrningur! Sam hafði æft sig vel, en ekki með tilliti til fjölbragðaglimu. Nú bjargaði kiukkan honum og hann 'gekk örmagna í hornið sitt. Þegar klukkan hringdi til næstu lotu, strauk Jói ástúðlega hið vanskapaða horn kiðlingsins. Rödd hans var lág, en mjög innileg, þegar hann sagði við kiðlinginn. — Það er núna — það er núna, sem þú átt að sjá um, að Sam vinni. .. Nú varð það að gerast. Sam réðst eins og hann væri óður á Bully Bason, greip utan um hann og þrýsti hand- leggjunum að síðum hans um leið og hann minnti hann á að Bason ÆTTI að tapa. Já, en nú hefur fólkið að minnsta kosti enn einu sinni séð, að ég er glímu- maður, hvíslaði Bason að Sam. Og svo .. Nú datt Bason á dýnunni nálægt sínu eigin horni með Sam ofan á sér. Bardaginn var um garð genginn. — Dómarinn lyfti handlegg Sam upp til merkis um að hann hefði sigrað. Jói faðmaði nashyrninginn sinn. Áhorfendur hrópuðu húrra. Svarti- ísak klifraði upp í hringinn og hyllti Sam sem nýjan glímukappa — og hann hrópaði út i sal: Þessi glæsilegi ungi glímumaður hef- ur þegar skorað á hólm einn af meist- urum okkar: Python Macklin! Keppnin mun fara fram hér í hringnum eftir hálfan mánuð á venjulegum tíma! Jói gerði það, sem hann gat, til að hjálpa Bason að æfa Sam — en þegar þeir hlupu í æfingarbúningum gegnum East End, gat hann ekki almennilega Framh. á næstu síðu. Ferðamenn! Góður matur Mikill matur » * Odýr matur Cafeteria (matstofa) K.E.A. Akureyri FALKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.