Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 6
RAFGEISLAHITUN Grensásveg 22 Sími 18600 Haffð sawband við okkur og leitfð tilboða RAFGEISLAHITUN Grensásveg 22 Simi 18600 Söknuður. Ágæti Fálki. Þegar ég skrifa þetta bréf, hef ég ekki séð blað í tvær vikur. Mér líður ágætlega þrátt fyrir það og ég geri ráð fyrir, að svo sé einnig með ykkur. En ég sakna þeirra óskaplega, þó ekki sé nema fyrir myndasögurnar, en að þeim hafði ég’mest gaman af. Vissulega þótti mér gott að geta litið í Fálkann, þegar dapara stundir sóttu mig heim. Á blöðum hans fann ég margt nýtilegt og gagnlegt, enda þótt ég fyndi ekki fréttir. Dagbiöðin flytja beztu frétt- irnar og vegna þess þá er illt að vera án þeirra. Kær kveðja, V. Erlendar og innlenda fréttir. Reiðruðu herrar. í blaðaleysinu var ekki annað að gera fyrir mann en að hlusta á útvarpið. Einkum hlustaði ég á fréttirnar. Þær eru alveg dómadags lélegar. Erlendu fréttirnar eru flestar slitnaðar út úr samhengi og mjög stutt um hvern atburð, en innlendu fréttirnar tekur varla að tala um. Þær eru ákaflega ófullnægjandi og standa innlendu fréttum dag- blaðanna langt að baki. Orða- lag er líka alltaf það sama, leiðinda rulla, og oft tilgerðar- legt mál, stundum rangt. Fréttir þær, sem útvarpið flyt- ur úr sveitum landsins eru algert hneyksli, ef svo má að orði komast og eru oft furðu- iega langorðar um sjálfsagða hluti. Það ætti að vera sómi útvarpsins að hafa sem beztar fréttir. Forvitinn. Svar: Fréttaþjónusta Ríkisútvarps- ins stendur sjálfsagt til bóta ekki sízt vegna þess aö nú hafa fréttamenn fengiö liærra kaup. Framhaldssagan. -----Ég er ein af þeim, sem fylgist með framhalds- sögunum í Fálkanum, og er ég spennt að vita um örlög Christel, hjúkrunarkonunnar. Sú saga hefur verið mjög spennandi og skemmtileg, næstum því eins góð og Ör- lagadómur og Gabriela, en þær sköruðu fram framhalds- sögum allra annarra blaða. Annars vil ég nota tækifærið til að þakka ykkur fyrir Nikka og úrklippusafnið. Húsmóðir. Svar: Þaö fer nú aö síga á seinni hlutann í , framhaldsaþgunum okkar, en jafnframt byrjar ný og mjög skemmtileg saga, sem heitir Gluggi aö götunni. Gerist hún l London og er mjög óvenju- leg, einkum fyrir okkur fslend- inga. Nikki. Kæri Fálki. ú' Ég er 9 ára gamall og mig langar svo níikið að vita hver teiknar Nikka Nös. P.S. Af hverju heitir hund- urinn í sögunni Presley? Nonni. Svar: Teiknarinn heitir Fred Lass- well. En hvers vegna heitir þú Nonni? Að heilsa. Kæri Fálki. Ég er voðalega vond út í einn strák. Ég þekki hann vel og við höfum verið mikið saman, bæði á böllum og í partíum. Við hittumst oft á götu, en þá heilsar hann mér aldrei. Um daginn fór ég að skamma hann út af þessu og þá sagði hann, að kvenfólkið ætti að heilsa fyrst, það væru gömul forréttindi þeirra. En ef þær heilsuðu ekki fyrst, þá kæmi það út eins og þær vildu eki þekkja viðkomandi karlmann. Er þetta rétt? Hvernig er réttritunin? Dúna. Svar: Þetta er alveg rétt lijá honum. Þessi regla er ein af gömlum forréttindum kvenfólksins, en eins og kunnugt er þá hafa þœr mörg hlunnindi framyfir karla. Reglan er sú, aö ef kona lieilsar ekki karlmanni af fyrrabragöi, þá kostar þaö sem liún vilji ekki þekkja manninn. Réttritunin er alveg hroöaleg, þú veröur aö taka þig stórum á í stafsetn- ingu. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.