Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 38
PUAEDRA Framhald af bls. 36. Ariadne og hin, ég greip í manninn, sem hafði hniprað sig saman í horninu og verið að bjástra við eldiviðarhlað- ann. ,,Hvar eru allir?“ sagði ég og hristi handlegg hans þangað til kjálki hans lafði af hræðslu. „Hvar eru þau öll?“ Hann gat ekki svarað. Ég yfirgaf hann og hljóp inn í dag- stofuna og hún var auð. Það voru engin merki um það, sem Anna hafði verið að segja mér frá. — plötuspilarinn var lokaður og allar plöturnar höfðu verið lagðar til hliðar. Hvar voru allir? Hvernig gátu þau skilið mig eftir eina á svona stormasamri nótt? Hvernig gat Thanos farið án þess að koma til að hitta mig? Ég hljóp í gegnum öll herbergin og sá ekkert merki um líf þangað til ég kom í barnaherbergi Dimitri litla. Hann var í náttfötum og hár hans var vott og greitt. Hann var að leika sér við mjúkt dýr, sem var með spiladós inni í sér, og barnfóstran var að sýna honum, hvern- ig ætti að vinda hana upp. Þetta var friðsæl og þægileg sjón og augnablik settist ég nálægt barninu og faðmaði hann og kyssti. „Veiztu, hvert allir hafa farið?“ spurði ég barnfóstruna hans. Hún vissi það ekki. „En ég vissi ekki, að þér vor- uð komnar aftur heldur, frú,“ bætti hún við. Kannske vissu þau ekki, að ég var komin aftur — Ariadne ein hlýtur að hafa tekið eftir, þegar ég kom og ekk- ert sagt. Þau myndu leita að mér í Aþenu. Þá datt mér sjómaðurinn í hug, sem hafði farið með mig út í storminn. Ég sagði barnfóstrunni að fara og senda eftir honum. Hún yfirgaf herbergið og ég gekk fram og aftur í hinu vellýsta barnalega herbergi. Dimitri litli þvaðraði ham- ingusamur um atburði dagsins. Ég heyrði ekkert annað en hugsanir mínar, og þær voru ótamdar og ruglingslegar. Ég varð að komast til Thanosar og stöðva brjálæði hans. Ég varð að gera eitthvað til að stöðva þau. Ég varð að hitta Alexis og segja honum að vera ekki fífl. Barnfóstran kom aftur og sagði mér, að einhver hefði verið sendur niður á bryggju til að leita að sjómanninum. Ég óskaði, að ég vissi, hvað hann héti. Lýs- ingin, sem ég hafði gefið, gat átt við hvern, sem var. Ég kyssti Dimitri góða nótt og fór úr barnaherberginu yfir í mitt eigið her- bergi. Anna beið við dyrnar, spennt og hreyfingarlaus. „Þau eru farin,“ sagði ég. „Þau eru öll farin til Aþenu og hann er að rjúka upp með storm. Ég er hrædd.“ „Komdu inn fyrir, Phaedra. Komdu og hvíldu þig svolitla stund. Þú sérð þau í fyrramálið." En hvernig gátu þau farið — hvern- ig gat Thanos fa.rið án þess að koma og hitta mig áður?“ „Þau vissu ekki, að þú varst komin aftur, Phaedra .. . Látum þau fara. Lát- um þau fara og gera sínar miklu áætl- anir. Þú þarfnast hvíldar. Komdu.“ Ég lét hana leiða mig undir hendi og lagðist niður í rúmið mitt og hún lét mig taka inn svefntöflu. Ég lá og beið eftir svefninum. Hugsanir mínar voru á sjónum, dimm- um, dökkum og ólmum, í hellirigningu, hröktum eins og af kvölum. Ég gat séð hópinn: Thanos, Andreas, Ariadne og Ercy — öll upp á búin og spennt, til- búin að eiga ánægjulegt kvöld .. . Alex- is myndi halda í höndina á tilvonandi brúður sinni . . . Ég snökkti upphátt og á því augna- bliki heyrðist bank. Anna stökk upp, hröð eins og geit til að stöðva hinn óboðna og hindra för hans við dyrnar. En ég lyfti höfði mínu, sem var þegar þungt af fölskum svefni, sem kom yfir mig, og ég sá stóra sjómanninn standa í dyrunum, dauft ljósið frá lampa mín- um skein á hann og hann bar í geig- vænlegt myrkur næturinnar. Ég kallaði til hans, þar sem ég gat ekki hreyft mig, og hann steig áfram, handleggir hans dingluðu klunnalega og andlit hans var alvarlegt. „Hver fór með þau?“ spurði ég. „Hvað heitið þér?“ „Ég heiti Alexander Papadapoulous,“ Framhald í næsta blaði. strý afhverju flýtir þú þ«r svona 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.