Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 10
ÞAÐ var langt norður í landi. Vetr- arnóttin lá köld og heiðskír yfir litlu þorpi, sem blikaði dauft í Ijósbrotunum milli snjóbreiðunnar og ótal tindrandi stjarna. Á bak við háfjöllin sendu norð- urljósin breiða, fagurlita ljósgeisla sína upp á himinhvelfinguna í margbreyti- leg»ani myndum. Á stöku stað skein dauft lampaljós út um lágan glugga, en flest húsin voru fyrir löngu myrkvuð og iæst. Helga bauð glaðlega góða nótt og skildi við hóp af ungu fólki og hélt áfram alein út úr þorpinu. Hún hljóp við fót eftir mjóum götuslóðanum, sem lá upp að fjallinu. Hún gat rétt greint litlu húsaþyrpinguna á mótum frum- frumskógarins og sléttunnar. Það var dimmt þarna upp frá, en hún fann allt í einu til eins konar ótta við, að samt sæist þar einhver og biði eftir henni. Það var ekki auðvelt að fela neitt. fyrir mömmu Huldu. Hana hefði áreiðanlega þegar grunað margt, og þá yrði ekki neinu tauti við hana komandi. Ósjálfrát.t hægði Helga förina. Hvað átti hún að segja — hvað ætti hún að gera? Það var hræðilegt, að Eiríkur hafði farið svona skyndilega. Hann hefði átt að senda henni heimilisfang sitt. En 10 hann grunaði auðvitað ekki, hvaða af- leiðingar hin skammvinna ástarsæla þeirra hafði haft í för með sér. Auk þess hafði mamma Huldu sett honum stólinn svo eftirminnilega fyrir dyrnar, að hann hafði víst ekki komið auga á aðra leið en að fara og reyna að gleyma því öllu . . Hún tók gætilega í hux’ðina. Það reið á að læðast hljóðlega inn. Hún hafði varla snert lokuna, er dyrnar voru opnaðar innan frá. Dauðhrædd hörfaði hún eitt skref aftur á bak. „Mamma Hulda! Ert þú á fótum?“ „Já!“ Mögur kerling hörkuleg á svip, með nokkrar gráar hárflyksur bundn- ar í hnút í hnakkanum, starði á hana. „Ég verð að tala við þig. Það er engu lagi líkt, að sautján ára stelpa sé að flækjast úti um þetta leyti nætur.“ „Ég var bara niðri í þorpinu á fimmtudagsdansleiknum eins og allt hitt unga fólkið," svaraði Helga óstyrk. Gamla konan kveikti á eldspýtu og tendraði olíulampann. Dauf birta hans afhjúpaði fátæklega búna stofu, þar sem tvær manneskjur stóðu hvor frammi fyrir annarri. Ung kona, sem engdist sundur og saman fyrir misk- unnarlausu augnaráði gamallar konu. „Helga — komdu hingað!“ Röddin var hörð og skipandi. Unga stúlkan nálgaðist þegjandi borð- ið í miðri stofunni, þar sem Hulda stóð og studdi báðum höndum á borðplöt- una. „Þú ert með barni,“ sagði hún hörku- lega. „Nei!“ Stúlkan leit upp, náföl af hræðslu. „Jú, þú ert — reyndu ekki að telja mér trú um neitt. Hver er . . . hann?“ Helga beit þrjózkulega saman vörun- um. Án þess að mæla orð frá vörum mætti hún rannsakandi augnaráði Huldu. „Það er sjálfsagt þessi aðstoðarkenn- arasláni, sem þú varst með í eftirdragi í allt haust.“ Helga kinkaði þögul kolli. Eins gott að ljúka því öllu af, úr því að það var byrjað. „Og hvað hefur þú hugsað þér að taka til bragðs? Veizt þú, hvert hann fór?“ „Nei. En ég gæti reynt að hafa upp á honum.“ „Þá fyrirhöfn getur þú sparað þér,“ hvæsti sú gamla. „Þegar móðir þín dó, varð ég að lofa henni að forða þér frá FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.