Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 20
BEZTI VINUR MACMILLANS " ★ Hún Ies blöðin vel og vandlega, þrjú á dag að minnsta kosti, allt frá þyngstu stjórnmála- greinum til léttasta skemmtiefnis. ögjarnan hlustar hún á útvarp og sjónvarp horfir hún aldrei á. -2E3Eæ2HE2H sar.-e-ML'!i Hávaxin kona með hreina andlits- drætti, skýr blá augu og þægilegt bros hefur verið áberandi í brezkum stjórn- málum síðustu ellefu árin. Bros hennar er vingjarnlegt, en ef til vill dálítið fjarrænt og frá henni geislar andrúms- loft ómeðvitaðs viljastyrks. Margir verða taugaóstyrkir í návist hennar. Sumir eru blátt áfram hræddir. Hún gæti verið skólastýra strangs ensks heimavistarskóla fyrir ungar stúlkur. Þannig er Lafði Dorothy Macmillan, dóttir níunda hertogans af Devonshire og eiginkona forsætisráðherra Stóra- Bretlands. En hvernig er hún eiginlega, konan að baki oddvita Stóra-Bretlands? Hvers konar lífi lifir hún, þegar hún tekur ekki þátt í samkvæmum og pólitískum fundum? Hún var spurð þessarar spurningar, og' hún gaf þetta svar: — Til að vera alveg ærleg, sagði hún brosandi — ég ver sumrinu í að fara með smástráka á krickettleiki oft tvisvar eða þrisvar í viku. 20 Frú Macmillan, sem er dálítið frá- hrindandi og kuldaleg, er í einkalífi sínu fyrirmyndaramma. Birch Grove er ekki aðeins hvíldarstaður forsætisráð- herrans, heldur einnig hrein paradís fyrir fimmtán barnabörn hans. Það er Lafði Dorothy Macmillan að þakka. Og á því leikur enginn vafi, að barnabörnin eru hænd að henni. Ruggu- hestur og ýmiss konar leikföng eru á sveitasetrinu. í þeim hluta garðsins, er frú Macmillan hefur til afnota, er sund- laug og brettin eru greinilega ekki ætl- uð fullorðnum. Afi hefur yndi af því að sitja og hvíla sig það nálægt, að hann geti heyrt hinar glaðværu raddir barnabarna sinna. Öll efsta hæðin í hinu stóra fjögurra hæða húsi er helguð börnum. Hér dvelja ekki færri en sex þeirra, þegar þau eru í heimsókn. Fjögur þeirra á dóttirin Catherine, sem er gift þingmanninum Julian Amery. Hin tvö hefur yngsta dóttir Macmillans, Sara, sem gift er Andrew Heath ættleitt. Sonurinn Maurice, sem einnig er þingmaður, á einnig fimm börn, en fjölskylda hans býr á jörðinni í eigin húsi. Og dóttirin Carol, sem er móðir fjögurra óþekkra anga, er gift Julian Faber og býr í þorpi rétt hjá. Macmillanhjónin hafa flesta sína nánustu í kringum sig og hin gera þeim tíðar og langar heimsóknir. Þegar hennar eigin þörn voru lítil, saumaði frúin fötin á þau, en enskur barnafataiðnaður er það góður núna, að henni finnst það ekki svara kostnaði. Hennar eigin klæði eru kapítuli út af fyrir sig og þeir, sem koma í óvænta heimsókn hafa af þeim skemmtun nokkra. Hún er yfirleitt í pilsi og blússu og stundum með prjónajakka yfir axl- irnar og þessi klæðnaður er allur skreyttur mold úr blómsturbeðunum, því að garðyrkjan er hin mikla ástríða hennar. Hún hefur ekki áhuga á fötum. En hún veit vel, að hún verður að klæða sig sómasamlega, og hún hefur alltaf haft klæðskera, sem annast klæðaskáp- inn. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.