Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 18
LITLA SAGAN EFTIR WSLLY ; BREINHOLST Yfirleitt fer ég ekki í skatthol Marh önnu og yfirleitt er ég ekki 'forvitinn. Þegar ég dró þessar maghóniskúffur út var'ég bara að leita að eldspýtustokk, endá þótt ég vissi vel, að þar var engan að finna. En er maður hefur árangurs- laust leitað um allt húsið, verður mað- ur að lokum svo örvinglaður, að maður fer að leita þar sem litlar eða jafnvel engar líkur eru á, að maður finni það, sem hann leitar að. f einni af skúffunum lágu nokkur uppköst áf bréfum til flutningafyrirtækis Adamssons brseðra, skrifuð með blýanti. Marianna skrifaði alltaf uppköst að bréfum með blýanti áður en hún fékk lánaða ritvélina mína og hreinskrifaði. Hvað skyldi hún hafa skrifað Adamsón1 bræðrunum? Þáð var rúmlega hálft ár síðan við. fluttúm. Eor: vitni mín 'var vöknuð. Ég.rdró bréfirí fram og las það fyrstá, Það hljóðaði svo: „Adarrison bræður! Þegar þér fluttuð fyrir okkur á sín- um tíma rétt fyrir stríðið húsmuni okk- ár frá Jótlandi til Kaupmannahafnar, brotnaði ekki nokkur skapaður hlutur a leiðinni, ekki einu sinni kínverski, dýrmæti, gólfvasinn okkar, sem þér munið eftir að mér var sérlega annt um, því að harín er erfðagripur. Vegna þess fólum við ykkur flutninginn, þegar við hún kemur aftur til sjálfrar sín í kofa biðils síns, serp hefur rotað hana og dregið þangað. „Halló, gamla mín!“ hrópaði herra Cassidy. Hann kastaði frá sér bögglun- um og lyfti henni upp með sterkum örmum sínum. „Ég fékk miða á Barnum og Bailey’s sýninguna. Og ef þú villt leysa bandið á einum af þessum bögglum, býst ég við, að þú finnir þessa silkiblússu, sem ... Ó, gott kvöld, frú Fink, ég sá þig ekki í fyrstu. Hvernig líður Mart, karlin- um?“ „Honum líður ágætlega, þakka þér fyrir, herra Cassidy,“ sagði frú Fink. „Ég verð að fara upp núna. Mart kem- 18 FÁLKINN ur bráðlega heim til kvöldverðar. Ég skal komá með sniðið, sem þig vantar á morgun, Mame.“ Frú Fink fór upp i íbúðina sína og skældi ofurlitið. Það voru meiningar- lausar skælur þær skælur, sem einungis konur þékkja, skælur án nokkurrar sér- stakrar ástæðu, algjörlega fáránlegar skælur. Hvers vegna hafði Mart aldrei lamið hana? Hann var eins stór og sterkur og Jack Cassidy. Var honum alveg sama um hana? Hann þrætti aldr- ei, hann kom heim og reikaði um þög- ull, fýldur og iðjulaus. Hann var góð fyrirvinna, en hann skeytti ekkert um það, sem gaf lífinu lit. Draumaskútu frú Fink skorti byr. fluttum fyrir 5—6 rríáríuðum og í þetta skipti var það aðeins á milli bæjárhluta og sökum þess er það óskiljanlegt, að þér hafið ekki gert vinnu yðar almenni- lega. Horfið hefur kassi með 12 krús- um af niðursoðnum jarðaberjum. Þar sem þær voru ekki tryggðar, þá er ég mjög óánægð með þjónustu ykkar fyrir- tækis. Með kveðju, Marianna Breinholst. P.S. Á krúsunum stendur víst Rips- ber, en það eru jarðaber. Ég átti ekki jarðarberjarkrúsir. Bréf nr. 2 var dagsett þrem dögum seinna. Það hljóðaði þannig: „Adamson bræður! Ég heí móttekið'bréf yðar,' en ég verð að segja strax, að það. eru ekki pening- arnir, sem skipta máli og engar bætur geta komið í staðinn, því að jarðarber- in eru soðin niður heima og peningar geta ekki komið í staðinn fyrir þau. Þau jarðarber, sem fást í búðunum eru bara í sultu og þau er ekki hægt að nota í graut um veturinn, þegar maður vill gjarnan hafa eithvað sumarlegt á borð- um. Sultujarðarberin eru auk þess alltof sæt, og það ættuð þér að vita, því að þetta er áreiðanlega ekki fyrsta skipti, sem þér hafið flutt kassa með heima- niðursoðnum jarðarberjum, þó að það mætti Vel halda. Það sem ég vildi bara segja, er, að fyrst þið gátuð gætt drasls- ins á loftinu svona vel, þá hljótið þið að hafa passað upp á jarðarberin mín. Þau eru mér mjög verðmæt, enda tíndi .ég þau sjálf og þvoði og sauð niður. Ég veit ekki hversu vel þér treýstið mönn- um yðar, en ég man eftír litlum og feit- um manni á svartri hálfermá lopapeysu. Hann bar flygilinn inn ásamt hinum og aðx-a þunga hluti. Ef þér spyrjið mig um hann, þá fannst mér hann satt að segja skuggalegur mjög og ekki skal það undra mig, þótt hann hafi stungið jarð- arberjakrúsunum til hliðar til að gæða sér á berjunum mínum. Getið þér ekki spurt hann og látið mig vita hvort þetta var hann? Ef það var hann, þá vil ég Framh. á bls. 29. mammmnammmmmmmmmmm—Bamm Skipstjórinn hennar gerði ekki annað en ganga frá matborðinu að hengirúm- inu. Ef hann aðeins vildi stýra röggsam- lega eða stappa fætinum í lyftingunni við og við. Og hún, sem hafði hugsað sér að sigla svo skemmtilega og heim- sækja Unaðseyjar. En nú fannst henni, sem hún væri dauðþreyttur hnefaleik- ari, sem langaði til að gefast upp eftir allar þessar fjörlausu lotur við and- stæðing sinn, án þess að hafa hlotið nokkra skrámu. Hún næstum hataði Mame augnablik. Mame með högg sín og marbletti og sínar græðandi gjafir og kossa, með alla sína stormasömu sjóferð með hinum her- Framh. á bls. 29,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.