Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 32
HANS PETERSEN HF Sími 2-03-13 Bankastræti 4. Ilániid á leiAinni — Framhald af bls. 9. farnir að nálgast Eyjar, þá fengum við þoku og lentum í töluverðum villum. Við sigldum fram og aftur í tvo daga, en þegar birti til sáum við, að skipið var skammt undan Snæfellsnesi. Stöf- uðu þessar villur af því að kompásinn okkar var ekki réttur, það munaði að mig minnir 2—3 strikum. Eftir það gekk allt að óskum til Vestmannaeyja. — Stundum vorum við mánuð á leið- inni til Skotlands. En ég man sérstak- lega eftir því einu sinni, — þá fórum við ballestarlausir út, en komum við í Færeyjum til að taka hana. Við stönz- uðum þar í viku, og ég kom aldrei í land. í þeirri ferð fengum við soddan andbyr, að við urðum að krydsa alla leiðina til að komast eitthvað áfram. — Eg fór nokkrar ferðir með Heklunni, en hún fórst um haustið 1912 með manni og mús. — Varztu á fleiri skútum? — Þetta er nú eiginlega í eina skipt- ið, sem ég var eitthvað á sjó. Ég gat varla talið hitt, þótt við hrepptum svo- lítinn mótbyr. Ég var fenginn til þess að flytja Portlandið, sem lá hérna inn á vogum í múrning, vestur á Dýrafjörð. Þeir Poppé bræður á Þingeyri höfðu keypt það. Við fengum lítinn byr vestur undir jökul, og þar fengum við slamp- anda, svo við lögðum til drifs. Urðum að leggja þrisvar til drifs, — svo mikið var veðrið — áður en við komumst upp undir Látrabjarg. Fengum við svo sæmilegan byr þaðan og hann nægði okkur inn á Dýrafjörð. Við vorum viku á leiðinni vestur, og er við komum þangað urðum við að bíða í þrjár vikur eftir fari heim. Guðvaldur tekur sér málhvíld um stund — Þetta varð nú síðasta sjóferðin mín, eftir þetta fór ég í land og vann á eyrinni og á sumrum fór ég í kaupa- vinnu. 1914 bað Jónatan heitinn Þor- steinsson mig um að aka fyrir sig bíl og gæti ég þá þegar byrjað að æfa mig á honum. Vann ég hjá honum um hríð, ýmist við akstur á sumrin, en á verk- stæðinu á vetrum. Frá honum fór ég til Gunnars Gunnarssonar kaupmanns í Hafnarstræti og ók fyrir hann,unz ég tók fegins hendi að fara að aka fyrir bæinn eftir mjólk austur í Ölfus. — Og var það ekki erfitt? — Læt ég það vera. Við sóttum mjólkina á tvo staði, Sandhól og Öxna- læk, en bíllinn var bara fimm manna venjulegur Ford, svo að stundum var nokkuð mikið lagt á hann. Annars seigl- aðist hann áfram, þó stundum væri maður að gaufast þetta 3—4 tíma. Það þótti góður akstur þá, ef ekið var á 2 tímum austur að Selfossi. — Annars hef ég nú verið bæjarstarfsmaður í 40 ár, fyrst í þessu og svo í slökkviliðinu. — Þú manst þá margan brunann hér í bænum? — Ojá, ég man nú til dæmis eftir því, þegar það brunnu 11 hús í mið- bænum 1915, en það var nú fyrir mína tíð í slökkviliðinu. Þú spyrð um stór- bruna. Ég ætti svo sem að muna það, þegar verkstæðið hans Jónatans heitins Þorsteinssonar brann. Það var stórt timburhús og stóð inn á Laugavegi 31. Þá var ekkert vatn á Laugaveginum, svo að við urðum að tengja slöngurnar við hana á Hverfi^götunni. Þar brann allt, sem brunnið gat. — Kom það fyrir, að vatn var ekki í hönum þegar til átti að taka? — Stundum kom það fyrir. Ég man eftir þegar Skólavörðustígur 45 brann, þá var ekki vatn í hönum nærri og þá fyrst fengum við vatn, þegar lokað hafði verið fyrir æðar í næstu hverfum. Það var stundum erfitt að vera slökkvi- liðsmaður á þeim árum, en eftir að herinn fór þá fékk slökkviliðið nýrri og betri tæki. Ég held ég hafi staðið lengst við dæluna í 10 tíma. Það var þegar Hótel ísland brann. En erfiðasta aðstaðan, held ég að hafi verið þegar timburbyggingin ofan á Hafnarhúsinu brann, þá höfðum við ekki nema einn stiga, sem náði svo langt upp. — Er langt síðan þú hættir í slökkvi- liðinu? — Fjögur ár. Nú dunda ég mér bara við askasmíðina og stend stundum við skurðarborðið frá morgni til kvölds. Svetom. • Framh. al bls. 31. hann í öðrum tón. — Ég skil, að það getur verið erfitt fyrir yður, að útvega svona mikla fjárupphæð, sérstaklega ef þér getið ekki snúið yður til mannsins eftir hjálp. Ég er alltaf hræddur við, hverju hinar heimsku smástelpur geta fundið upp á. Við segjum sextiu guine- ur í allt. Eruð þér þá ánægðar? Höfuð mitt varð skyndilega kalt og skýrt. Ég sagði: — Þér gætuð nú lagt það á yður að athuga, hvort ég sé raunverulega ófrísk, áður en þér heimtið sextíu guineur af mér fyrir aðgerð. sem ef til vill er ekki einu sinni nauðsynleg. Þér gætuð ef til vill einnig stanzað og spurt, hvort ég vilji losna við barnið. Ég kreisti stólbakið með báðum hönd- um. Ég fann, hvernig kné og handlegg- ir byrjuðu að skjálfa. — En ég geri ráð fyrir, þegar allt þetta fé er annars vegar skipti annað ekki máli. Gremjan sauð í mér. Ég starði sigrl hrósandj á lækninn. Ég gleymdi minni 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.