Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 26
Xitstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, nismæðrakennari. Það eð augabrýnnar setja sinn svip á andlitið, verður að snyrta þær vandlega. Á flestum vaxa aukahár milli augnaloka óg augabrúna. Þau hár þarf að fjarlægja við og við. Þetta er mjög auðvelt og sársaukalaust, ef húðin er mýkt fyrst með feitu kremi, sem síðan er þurrkað vel af. Dragið svo hárin út með töng í þá átt, sem þau vaxa. áður þarf að teikna útlínur augabrúnanna, með þar til gerðum blýöntum, hafið þær ávalar við nefræt- urnar. Plokkið við nefrótina og við augabrúnina. Munið að bursta augabrúnirnar á hverju kvöldi með feitu kremi, þá er auðveldara að snyrta þær að morgni. EGGJA KAKA 200 g hveiti 120 g smjör örlítið salt 1 eggjarauða 1 msk. kalt vatn 1 tsk. rjómi Majonnes úr 2 eggjarauðum Karry 250 g nýir sveppir Safi úr % sítrónu 6 egg Rækjur, olivur Karsi eða steinselja. Smjörið mulið í hveitið, vætt í með eggjarauðu, vatni og rjóma. Deigið hnoðað sem minnst. Tertu- mót þakið að innan, pikkað vel. Bakað við 200°. þar til það er fallega gulbrúnt. Majonnesið er ýmist hægt að búa til sjálf eða kaupa það. En í hvoru tilfellinu sem er, þarf að krydda hana vel með karry. Stífþeytið 1—2 eggja- hvítur pg blandið saman við þá yerður hún léttari. Harðsjóðið eggin í 10 mínútur og skerið þau í sneiðar. Hreinsið sveppina, þerrið þá vel og skerið þá í sneiðar. Sjóðið þá í nokkrar mínútur í sítrónusafa með ögn af salti. Það kemur það mikill vökvi úr þessu, að annar vökvi er óþarfur, jafnvel smjör. Þegar tertubotninn er kaldur er smurt á hann lagi af majonnes. Raðið minnst fallegustu eggja- sneiðunum óreglulega ofan á, þar á helming af sveppunum, rækj- ur, olivur og karsa eða steinselju. Hulið með afgangnum af majonn- esinu. Raðið þar ofan á eggja- sneiðum í fallegan hring, sveppa- sneiðum, rækju, olívuspírölum og hring af karsa. Nota má aðra fyllingu í svona tertubotn, en þá er ágætt að eiga til. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.