Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 23
og það var það, sem háfði gert hann að konungi útgerðarmannanria — sam- bland kænsku og þolinmæði. Hann leit á mig augnablik þegjandi,, sneri sér svo við og fór í sitt harða, hreyfanlega sæti bak við skrifborðið. Kalt Ijósið skein gegnum hvítt hár hans og myndaði geislabaug úr því um blóm- legt, hrukkótt andlit hans. „Nú, þetta skil ég ekki,“ sagði hann að lokum, þegar ég hafði setzt gegnt honum hinum megin við skrifborðið. „Nú, þetta skil ég ekki,“ sagði hann að lokum, þegar ég hafði sezt gegnt honum hinum megin við skrifborðið. „Ertu að reyna að segja mér, að þú viljir að litli drengúrinn þinn, dóttur- sonur minn, verði sviptur arfi sínum?“ í rödd hans var sannur vandræðatónn og enginn vottur þeirrar hörku, sem.ég hafði búizt við. „Nei, pabbi, auðvitað ekki. Ég vil ekki að Dimitri litli verði sviptur neinu, og það verður hann ekki. En éf ég ætti — eftir áð eiga ánnað barn, myndi arf- urinn skiptast enn, myndi hann það ekki?“ Ég setti bænartón í röddina, en það var nokkuð, sem ég myndi aldrei gera fyrir nokkurn riema gamla manninn sjálfan. Hann vissi það. „En sonur þeirrar útlendu er mikiu eldri, mín litla Phaedra,“ sagði hann og rödd hans harðnaði nú. „Hann verður tekinn við öllu, áður en dóttursonur minn hefur svo mikið sem lokið við gagnfræðaskóla. Þú veizt það. Þú veizt einnig, að ég vildi ekki, að þú giftist Thanosi Kyrilis og að ég hef oft varað þig við þessum syni hans — síðast fyrir tveimur mánuðum, þegar nöfnu þinni var hleypt af stokkunum.“ Góður Guð, hugsaði ég, var svona stutt síðan? Aldir virtust hafa liðið síðan þá. — „Og ég hugsa einmitt um þann möguleika, að þú eignist enn eitt eða tvö börn. Hélztu, að ég hefði leyft þér að giftast þessum manni, ef ég tryði ekki, að ég gæti stöðvað hann, þegar sá dagur kemur, í að hafa af þér þinn hlut?“ Nú var rödd hans eins hörð, eins hvöss og ég hafði átt von á. Nú vissi ég, að hann hafði tekið ákvörðun. „Pabbi — ég bið þig.......Skilurðu ekki? Alexis er listamaður, hann vill ekki einu sinni hafa neitt að gera með atvinnurekstur föður síns. í mesta lagi tekur hann þátt í honum að nafninu til, hefur eitthvert gervistarf, sem gefur honum frjálsar hendur að mála. Gerðu það, láttu manninn minn í friði. Gerðu það, láttu mig um að gæta hags sonar míns.“ „Phaedra, þú ert kvenmaður. Þú ert kænn og skynsamur kvenmaður, gædd meira hugrekki og lífi en systir þín hefur nokkru sinni átt. Ég hef jafnvel viðurkennt, að gifting þín var ekkj svo slæmur ráðahagur, þegar allt kom til alls. En þú ert enn þá kvenmaður og lætur stjórnast af tilfinningum. Ég veit Melina Mercouri og Jules Dassin við upptöku myndarinnar um Phaedru. þú dáir hann og elskar hann innilega og neitar að sjá neitt rangt við það, sem hann framkvæmir — en ég get ekki látið þig verja hann á þinn eigin kostnað. Ég hef aðvarað hann, og ég vænti þess að hann verði svo skynsam- ur að sjá, að ég stend við orð mín, þótt það taki mig það, sem eftir er ævinn- ar.....“ Tár flóðu í augum mínum. Ég gat ekki að því gert. Orð hans um ást og aðdáun létu mig skammst mín, af því að ég var að ljúga að honum, þóttist berjast fyrir manninn minn, þegar það var elskhugi minn. Ég vildi ekki valda Thanosi tjóni — það er að segja ekki meira tjóni. Við Alexis höfðum misboð- ið honum eins og hægt er að misbjóða einum manni án þess að karlmennska hans bíði meira tjón en líf hans getur polað. Eg vildi ekki ræna hann skipum sínum í þokkabót. En gamli maðurinn hefði tekið ákvörð- un og nú þegar hann kom til mín, lítill og boginn í blettlausum hvítum fötum og hár hans glitraði silfurgrátt í miðj- um ljósdeplinum, vissi ég, að hann myndi leggja handleggina utan um mig og’ reyna að þefra tárin og sefa reiði mína eins og hann hafði gert ótal sinn- um síðan ég fæddist. En ekkert myndi hagga honum, ekkert á jörðinni. Ég leyfði honum að klappa mér og tala dálitið, áður en ég stóð upp og bjóst til brottferðar. Rétt áður en ég kom að dyrunum sagði ég: „Pabbi — nú einu sinni held ég, að þú hafir á röngu að standa. Nú einu sinni held ég, að þú eigir eftir að iðrast, ákvörðunar þinnar. Mér þykir þetta reglulega leitt.“ Og ég 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.