Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 29
hörðum augunum, og hún féll máttvana niður á stól. Óljósir kippir fóru um horaðan, stirðan líkamann, og allt varð hljótt. Bak við hana voru dyrnar oþnaðar hljóðlega, og Helga gekk inn í 'sljOfuna. Hár, fölur ungur maður fylgdi henni fast eftir. Hann virtist vera óstyrkur og æstur, en í andlitinu voru drættir, sem báru vott um ákveðni og einbeittni. „Já, þá hef ég fundið Eirík, mamma Hulda, og við erum sammála urii að við .. .“ Helga þagnaði skyndilega og starði á samfallna veruna í stólnum við glugg- ann. Hún greip fast í handlegg unga mannsins, en augu hennar fylltust tár- um. „Veslings, veslings mamma Hulda,“ hvíslaði hún hrærð, „hún hafði samt sem áður á réttu að standa í spádómi sínum . ..“ llarnileikur Framhald af bls. 18v skáa, ruddalega og elskandi stýrimanni sínum. Hr. Fink kom heim kl. 7. Hann var gegnsýrður heimilisánægjunni. Utan við hið notalega heimili sitt vildi hann ekki vera. Hann vái: maðarínn, sem hafði náð strætisvagninum, slangan, sem hafði gleypt bráð sína, tréð, sem lá þar, sem það hafði fallið. „Er kvöldmaturinn góður, Mart?“ spurði frú Fink, sem hafði vandað sig við að útbúa hann. Kæri Astró. Ég er fæddur 1943. Eftir að hafa lokið landsprófi fór ég að vinna við verzlunarstörf og geri enn. Nú er ég jafnvel að hugsa um að leggja í atvinnu- rekstur. Hvað segja stjörnurnar um það? og hvað um fjármálin og ástar- málin og hvernig verður heilsan? Vin- samlegast sleppið fæðingardegi, mán- uði, stund og stað. Mér þætti vænt um ef þetta gæti komið í júlíhefti Fálkans. D. G. Svar til G. G. Þú fæddist þegar hið rísandi merki var Ljón, Máninn var rétt yfir eystri sjóndeildarhring og Höfuð Drekans. Hlutirnir munu því koma til þín mest fyrir persónulega viðleitni þína og vinnu. Þú munt eiga auðvelt með að segja öðrum fyrir verkum og sjá þær aðferðir út, sem bezt henta hverjum aðstæðum. Enda kemur fram í bréfi þínu að þú ert nú þegar stórhuga og hyggur á framkvæmdir þótt ungur sért að árum. Hygg ég að þú munir verða vandanum vaxinn. Sól síjörriukórts þíns gengur einmitt í ár yfir Plútó, sem er tákn um þáttaskil í lífinu, þegar haldið er inn á nýjar brautir. Á fæðingarstund þinni var Sólin í merki Tvíburanna, þannig að þú hefur talsverða tilhneig- ingu til að hafa of mörg járn í eldin- um. Hins vegar gefur þessi afstaða þér meiri hæfni til að skilja hlutina fljótt „M-m-m-jamm,“ rumdi hr. Fink. Eftir kvöldmatinn tók hann ,dagblöð- in og byrjaði að lésa. Hann sat á sokka- leistunum. Rístu upp endurborinn, Dante, og syngdu fyrir mig viðeigandi útskúfunarsöng yfir manninum, sem situr í húsi sínu á sokkaleistunum! Systur í þolinmæðinni, þið, sem borið hafa hlekki skyldunnar, hvort sem þeir hafa verið úr silki, ull eða bómull, eig- um við ekki að hefja nýjan söng?!! Daginn eftir var 1. maí. Störfum hr. Cassidy og hr. Fink lauk snemma. Hinn stolti verkalýður ætlaði í kröfugöngu og skemmta sér á annan hátt. Frú Fink fór snemma niður til frú Cassidy með sniðin. Mame var í nýju silkiblússunni. Jafnvel frá sjúka aug- anu stafaði tilhlökkunarljóma frídags- ins. Iðrun Jacks bar mikinn ávöxt, og þau höfðu á prjónunum skemmtilega áætlun um daginn framundan, þar á meðal skógarferð með nesti og bjór. Frú Fink var gripin vaxandi gremju og afbrýðisemi, þegar hún fór aftur upp í íbúð sína. Ó, hamingjusama Mame með marblettina sína og hina skjótu huggun, sem fylgdi. En átti Mame að hafa einokun á hamingjunni? Mart var vissulega jafnmikill karlmaður og Jack Cassidy. Átti eiginkona hans alltaf að . fara á mis við barsmíðar og kjass? Frú Fink fékk skyndilega ljómandi hug- mynd. Hún ætlaði að sýna Mame, að til væru eiginmenn, sem væru jafnfærir um að nota hnefana og Jack og ef til vill eins blíðir eftir á. og auðveldar þér að kynna þér hlut- ina eftir bóklegum leiðum. Merki Meyjarinnar á geisla annars húss bendir til að þú farir sparlega með fé, þó án þess að vera nýzkur. Þér stendur á sama þó þú eyðir fé svo fremi að það sé innan skynsamlegra marka, en ávallt muntu gera þitt til þess að þú fáir sem mest fyrir það fé, sem þú leggur fram. Þú leggur að þér til að hafa reglusemi á tekjum og gjöldum og þetta á við bæði varðandi sjálfan þig og fyrir þá, sem þú kannt að starfa fyrir. Þegar merki Vatnsberans er á geisla sjöunda húss eru margar vonir þínar og óskir bundnar við hjónabandið og ástamálin, því giftingunni eru tengdar vonir um að geta starfað meir að félags- málum eða að einhverju starfi, sem hugur þinn hefur lengi staðið til. Samt muntu verða fyrir erfiðleikum við að koma ástasamböndum í kring og einnig að koma málum á það stig að það leiði af sér giftingu. Sterkar líkur eru til þess að þú dragist meira að þeim sem eldri eru heldur en þú, sérstaklega á yngri árum þínum. Þær stúlkur, sem ættu einna bezt við skapgerð þína og önnur tilfinningaatriði eru fæddar und- ir merki Vogarinnar eða á tímabilinu frá 24. september til 23. október, undir merki Vatnsberans eða á tímabilinu frá 21. janúar til 19. febrúar, svo og má Frídagurinn leit út íyrir að ve- mjög tilbreytingarlítill fyrir Fink-hjón in. Frú Fink hafði fyllt þvottapottinn í eldhúsinu með tveggja vikna safni af þvotti, og hafði hann kraumað yfir nótt- ina. Hr. Finji sat á sokkaleistunum og las blöðin. Þannig virtist frídagurinn ætla að líða. Öfundin ólgaði hið innra með frú Fink, og jafnframt varð ósvífin ákvöi'ð- un stöðugt áleitnari. Fyrst maður henn- ar sló hana ekki og sýndi þannig karl- mennsku sína, forréttindi og áhuga á hjúskaparmálum, skyldi verða ýtt undir hann að gera skyldu sína. Hr. Fink kveikti í pípu sinni og klór- aði sér makindalega á öklanum með sokkaklæddri tá. Hann hvíldi í hjóna- bandinu eins og mörbiti í sláturkepp. Hið lágkúrulega sæluástand hans var að sitja í makindum og ferðast um heim- inn á prenti, á meðan eiginkonan sull- aði í sápuvatninu, og hann heyrði hinn þægilega hávaða, er hádegisverðardisk- arnir voru bornir fram og kvöldverðar- réttirnir inn. Margar hugmyndir voru fjarri honum, en fjarlægust allra var sú að berja konu sína. Frú Fink skrúfaði frá heita vatninu og stakk þvottabrettinu niður í sápu- vatnið. Frá íbúðinni niðri barst hinn glaði hlátur frú Cassidy. Hann hljómaði eins og háð, eins og hún væri að trana sinni eigin hamingju framan í hina iðnu eiginkonu uppi. Nú var stundin runnin upp fyrir frú Fink. Skyndilega Framh. á næstu síðu. segja að vel ætti við þig að giftast stúlkum fæddum undir merki Ljónsins eða á tímabilinu frá 24. júlí til 23. ágúst. Ég álít að þú þurfir yfirleitt ekki að gera þér áhyggjur út af heilsufarinu, því að það mun endast þér lengur held- ur en þér finnst skynsamlegt að álykta eins og horfir. Saturn og Sól í ellefta húsi benda til þess að þú eignist fremur þér eldri vini og a ðþeir séu oft í valdastöðum. Þeir kunna að valda þér erfiðleikum á stundum sérstaklega sakir skyldu- rækni þinnar við þá. Þá muntu eiga i nokkrum erfiðleik- um þegar þú ert 22 ára og kannt að þurfa að gera breytingar á högum þín- um, sem reynast mun þér haldbetri, þegar á reynir. Því miður reyndist ekki kleyft að birta svarið í júlíheftunum því margir bíða eftir svari og venjulega er búið að prenta ein þrjú upplög af Fálkanum fyrirfram, en vonandi kemur það ekki að sök þó svarið hafi dregizt á langinn. ★ FALKINN 2B

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.