Fálkinn - 04.09.1963, Side 6
Götuviðgerðir.
Kaeri Fálki.
Veizt þú hvers vegna sama
gatan er rifin upp þrisvar eða
fjórum sinnum með loftbor-
um og látum til þess að gera
við vatnsleiðslur, skolpleiðsl-
ur eða malbikið sjálft? Það
er búið að gera þetta þrisvar
í sumar við þá götu, sem ég
bý við. Og ég hef stundum
varla sofið dúr. Þú verður
náttúrlega hissa, þegar ég
segi, að ég hafi ekki sofið dúr,
en svo er mál með vexti, að
ég er á næturvakt aðra hvora
viku, og verð því að sofa á
daginn.
Nonni.
Svar:
ÞaO getur alltaf komiO fyrir
aO leiOslur í götu bili svo oft
og ejckert viö þvi aö segja þótt
gert sé viö á daginn. ílvernig
eiga verkamennirnir aö vita aö
þú sofir á daginn, en ekki á
nýttiinni eins og venjuiegt fólk.
Um kvikmyndir,
Góði Fálki minn.
Þú ert alltaf að kynna kvik-
myndir og því ættirðu að geta
sagt mér það sem ég spyr þig
um. Á sumrin er ég venju-
lega að vinna í bænum og á
kvöldin veit ég ekki hvað ég
á af mér að gera. Það verður
því oftast úrræðið að skreppa
í bíó. En ég hef rekið mig á,
að það eru mikið lélegri
myndir sýndar á sumrin en
á veturna. Hvernig stendur á
þessu.
Palli.
Svar:
Og œtli þaö sé ekki alveg sitt
á livaö. Þaö fer eftir þvl livaöa
myndir eru á markaöinum er-
lendis.
Ryk.
Segið mér vitið þið
um nokkuð rykbindiefni eða
leið til þess að losna við ryk
í herberginu hjá sér. Ég hef
reynt allar leiðir, opnað
glugga og allt hvað er, en
rykið hrúgast upp hjá mér.
Hvað á ég að gera?
Piparsveinn.
Svar:
Náöu þér í konu, eöa ef þú
nennir því ekki, taktu þá klút
og þurrkaöu af húsmununum og
ryksugaöu teppiö og stólana.
Hvert liggur vegurinn?
Kæri Fálki.
Það hefur oftlega verið um
það skrifað að vegir á íslandi
væru illa merktir og án efa á
mikið eftir að skrifa um þetta
efni þar til vegamerkingar
verða komnar í sæmilegt
horf. Og það eru tvenns konar
vegavísar sem gefa til kynna
alla afvegi frá aðalvegi og
þess háttar. Og í öðru lagi
ökumerki sem gefa til kynna
ástand vegarins svo sem
FOREIGN TRADE COMPANY
centrozap
POLAI\D
KATOWICE, LIGOAIA 7
P.O. BOX 825
mnn»iir uied:
— gas- og logskurðartækjum.
i'hjtuv uít:
— háþrýsti kolvetnisgas-rafala
— stilli-loka fyrri súrefnis, kolvetnis og aðrar gas-
tegundir.
— fjöltækni logsuðutæki til að skera og sjóða hvers-
konar ir.álma.
beygjur, brýr eða annað fram-
undan.
í sumarleyfi mínu fór ég
austur á land óg rriér farinst
öllum yegamerkingum þar
ábótavant sérstaklega öku-
merkjum. Nú getur það varla
talizt nema heiðarleg krafa
þeirra sem vegina aka að
þeir viti svona með nokkurri
vissu hvað þeir eru að fara
og hvort þeir eru á réttri leið.
Þetta er mál sem þarf úr-
lausnar nú þegar.
Ökumaður.
Svar:
Vissulega má þaö til sanns-
vegar færa aö þaö sé rétt hjá
bréfritara aö vegamerkingum sé
í mörgu ábótavant hjá okkur.
En minnast má í þessu sambandi
sem oftar aö Rómaborg var ekki
byggö á einum degi. Þetta á
sjálfsagt eftir aö lagast þegar
aöstœöur leyfa.
Leiðinlegir menn í strætó.
Háttvirta blað.
Það eru margir hlutir sem
setja má út á samborgarann
bæði stórir og smáir. Ég ætla
mér ekki að skrifa langt bréf
að þessu sinni eða taka til
meðferðar sambýli manna al-
mennt heldur drepa lítillega
á eitt atriði í þessu sambandi.
Mér hefur alltaf fundizt það
fólk leiðinlegt, sem stöðugt er
flissandi í strætisvögnum. Ég
á hér ekki við krakka skamm-
irnar heldur fullorðið fólk,
sem er að stinga saman nefj-
um og hlæja. Þetta er að
mínu áliti megnasta ókurteisi
og getur undir vissum kring-
umstæðum verið mjög óþægi-
leg að ekki sé meira sagt. Ég
minnist í þessu sambandi at-
viks sem nýlega átti sér stað
í Hafnarfjarðarvagninum. —
Þetta var að kvöldlagi og ég
var að fara suðureftir á kvik-
myndasýningu. Við hlið mér
í aftasta sætinu sátu tveir
ungir menn sem alla leiðina
tautuðu og bentu að farþeg-
unum um leið og þeir hlógu
eins og hálfvitar.
Einn sem fer iðulega
með strætisvagni.
Svar:
Vissulega er þetta hin grófasta
ókurtéisi og heimska. En þaö er
algjörlega ástœöulaust aö láta
þetta á sig fá þvi aö þaö er ekki
endilega öruggt aö þaö sé veriö
aö lilœja aö þér. Láttu ókurteisi
annarra veröa þér leiöarljós
þinnar kurteisi gegnum lífiö.
Þaö eru ennfremur miklar líkur
fyrir því aö þessir tveir í Hafnar-
fjaröarvagninum liafi veriö illa
uppaldir.
6
FALKINN