Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Side 12

Fálkinn - 04.09.1963, Side 12
miamgnH EíaMa Sjáðu til, ég er gamall í starfinu og ef það er nokkuð, sem ég hef vit á þá er það það, hvort nýliði hafi hæfileika til þess. Mér er nóg að líta á manninn. Það var þess vegna, sem ég vissi, að Mort Samson dugði ekki um leið og ég sá hann — þegar ætlunin var, að hann ynni með okkur að verki. Hvað útlitinu viðkom skorti hann ekki neitt. Hann var hár, velvaxinn ungur maður með slétt dökkt hár, viðkunnanlegur náungi með góða rödd. Hann hafði einnig feng- ið gott uppeldi. Hann var ekki alveg fínn maður — en hér um bil. Samt sem áður vissi ég það strax. — Morty, sagði ég, glæpabrautin á ekki við þig, þú getur rólegur treyst orðum mínum. Þú ert einn af þeim, sem óheppnin eltir. alltaf. Ég hef þíuS á tilfinningunni. Nú hann fór auðvitað ekki eftir því, sem ég sagði, það var alltaf eitthvað sem fór aflaga, og í fimm ár var hann ýmist bak við rimla eða kominn út aftur. Ég vissi, að það myndi ekki líða á löngu, þangað til hann tæki þátt í einhverju alvarlegu og yrði dæmdur í ævilangt fangelsi. Það var hann líka. Ef einhver hefur lent illa í því, þá er það hann og látum það vera aðvörun til sérhvers ungs manns, sem ætlar að feta glæpabrautina. Látið spá fyrir yður í stjörnurnar fyrst eða komið og talið við mig. Sjáið til, Morty hafði valið gistihúsin, en þau eru auðveld viðfangs, einungis ef maður er nógu frekur og er heppinn. Morty var hið fyrra, en ekki það síðara. Hann átti það til að rekast inn um níu- leytið að kvöldi í eitt af dýrari gisti- húsunum. Hann sagði dyraverðinum, að hann vildi tala við þennan og þennan á herbergi númer þetta og þetta, (hann hafði athugað þetta gaumgæfilega áður) og svo hringdi dyravörðurinn upp. Ef ekki var svarað þýddi það opna braut fyrir Morty, ef um hið gagnstæða var að ræða, þá gekk Morty að lyftunni og lét eins og hann væri að fara upp á herbergið. Auðvitað fór hann ekki þang- að og næsta kvöld reyndi hann við annað gistihús. í þessu sérstaka tilfelli hafði Morty sigtað á gistihúsið Galaxy, sem er heil höll með gosbrunnum í garðinum, næst- um eins stórt og það, sem er á Trafagar Square. Nú, en hann gekk inn á bar til að fá sér drykk í mestu makindum, meðan hann beið eftir því, að klukkan yrði níu. Það var ekkert athyglisvert fólk á barnum fyrir utan fallega Ijós- hærða stulku, sem var ein,og sem Morty biikkaði án þess að fá annað í staðinn en kuldalega augnagotu. Það hafði engin áhrif á hann. Hann var að vinna þetta kvöld. Um níuleytið fór hann að afgreiðslu- borðinu og bað dyravörðinn, að til- kynna komu sína til ungfrú Estellu Dalamain á herbergi númer 303. Hann ammana iiiiiiiiiinniiiii—hiiiim hhiih 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.