Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Síða 19

Fálkinn - 04.09.1963, Síða 19
Það er stórkostlegt. .. það er of stórkostlegt. Viðurkenndir starfsmenn sænska útvarpsins ... efahyggjumenn, sátu í síðustu viku sem frosnir fyrir framan útvarpið á litlum sveitabæ á bökkum stöðuvatns fyrir sunnan Stokk- hólm. Þeir hlustuðu skelfdir á drauga- raddir dáinna í því sem nefnt hefur verið „Fjórða víddin“. Stundum eru greinileg, hljóð, sem ekki er útvarpað þetta greinileg hljóð . . . stundum ó- frá neinni jarðneskri stöð. — Ég er skelfdur, sagði verkfræðing- urinn Kjell Stensson — hér er ekki um venjulegar truflanir að ræða. Þekking okkar á útvarpi gefur enga skýringu á fyrirbærinu. — í fjögur ár hefur hinn rússneski óperusöngvari og málari feng- izt við raddirnar að handan. Hann fær alls staðar bezta orð sem sannsögull maður . .. Tilkynningar komu á blönd- uðu hrognamáli — og aðeins þegar segulband er tengt við. Chessman hefur verið meðal þeirra, sem hafa kynnt sig. Hann sagði á ensku: — Nú er ég raunverulega dáinn. Ég flýg, ég flýg! Annars segja hinir látnu ekki margt þýðingarmikið. Það kemur fram, að þeir geta séð jarðbúa eins og í gegnum stjörnukíki. Það lítur út fyrir að radd- ir þeirra og hljóð séu þau sömu og okk- ar. Margar raddir koma í útvarpinu: „Við erum ekki dauðir ...“ Friedrich Jurgenson á nú áttatíu seg- ulbönd með röddum. Enginn getur gef- ið á þessu skýringu, nema Jurgenson hafi samið við útvarpsþuli á fjarlæg- ustu hornum heim ... Og þá er spurn- ingin, hvernig þeir gætu sent persónu- legar tilkynningar til Júrgenson á svo áberandi hrognamáli. — Á því er enginn vafi. Það eru þeir látnu, sem hér tala, segir hinn sænski listamaður. Enginn getur mótmælt hon- um. Friedrich Jurgensen, sem buiö heiur á ótal stöðum víða um heim og talar átta tungumál reiprennandi. Hann full- yrðir að hann geti „fengið“ raddir framliðinna úr geinm’f— Vantrúað fólk og sérfræðingar í út- varpsvirkjun hafa tekið sér stöðu í garðinum suður af Stokkhólmi. Allir viðstaddir heyrðu draugaraddirnar, en enginn gat gefið neina tæknilega skýringu á fyrir- brigðinu. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.