Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Side 7

Fálkinn - 18.09.1963, Side 7
Um knattspyrnu. Nú er íslandsmótinu í knatt- spyrnu lokið sem betur fer. Ég segi sem betur fer því þá fer maður sennilega að hafa frið fyrir þessu fótboltakjaftæði sem einkennir blöðin á sumrin. Það er að mínu áliti alveg óþol- andi. Og hvað geta þessir menn svo sem í þessari íþrótt á heims- mælikvarða. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Nei, það væri réttast að banna þetta. Ég fer aldrei á kappleiki og hef ekki ætlað mér að gerá. Ég tel þá menn hamingjusama sem aldrei koma nálægt þessari vitleysu. N. M. Svar: Knattspyrnan er um þessar mxindir vinsœlasta íþróttin liér- lendis og þeir eru ekki fáir sem leggja þaö á sig aO fara nokkurra klukkutíma akstur ef þeir vita um skemmtilegan leik. Og ef viö eig- um aO vera álveg lireinskilnir þá er þetta feglulega skemmtileg l- þrótt. Því er þaö okkar ráö aö þú s kellir þér eittlivert kuöldiö á völlinn þegar skapiö og veöriö er gott. ÞaÖ mundl ekki koma okkur aö óvart þótt þú skemmtir þér vel. Þú spyrö í þínu bréfi hvaö þessir menn sem leggja stund á þessa iþrótt geti svo sem. ÞaÖ má vel vera aö þeir séu ekki þeir beztu í heiminum en viö drögum þaö elcki í efa aö þeir eru betri en þú og þá er nokkuö sagt. Þaö er held- ur ekki nauösynlegt aö vera bezt- ur heldur hitt aö hafa ánægju af leiknum. Þá er tilganginum náö. Hins vegar gerum viö ráö fyrir aö þú yröir stoltur af þínum drengjum ef þú fréttir einn dag- inn aö þeir væru orönir heims- meistarar. Og svo er þaö aö lokum síöasta setningin i þínu bréfi. Okk- ur viröist þú ekkert sérlega liam- ingjusamur þótt þú komir ekki nálœgt knattspyrnu. Þú hefur kannski aldrei hugleitt þaö í fullri alvöru aö þú yröir liamingjusam- ur maöur ef þú kæmir nálægt knattspyrnu. ÍJtvarp í bíó. Það getur varla talizt stór atburður þótt maður eina kvöldstund skreppi í bíó en það er margt sem getur borið fyrir augu og eyru þótt ekki sé nema ein bíóferð. Ég fór um daginn í Tónabíó að sjá myndina Einn, tveir og þrír. Þeita er ein su sKemmmeg- asta mynd, sem ég hef séð hin seinni ár og á hinn ís- lenzki texti þar stóran hlut að máli. Ef texti væri ekki með myndinni þá er hætt við að maður hefði misst af mörg- um brandaranum. Vil ég þakka Tónabíói alveg sérstak- lega fyrir að hafa sett texta með þessari mýnd. En það var nú ekki aðalatriðið með þessu bréfi að þakka bíóinu heldur hitt að segja frá atviki sem kom fyrir meðan á sýning- unni stóð. Þetta var fimm sýning á sunnudegi og fyrir norðan voru þeir að ljúka við íslandsmótið í knattspyrnu. Einn sýningargestur, sem nærri mér var staddur í saln- um hafði tekið með sér út- varpstæki og hlustaði á lýs- ingu á leiknum meðan á sýn- ingunni stóð. Nú er ég síður en svo á móti knattspyrnu og geri þá játningu hér að ég fer iðulega á völlinn og skemmti mér oft vel þar. En hitt vil ég leyfa mér að draga í efa að saman fari lýsing á knattspyrnukappleik og kvik- myndasýning. Ef menn hafa svona mikinn áhuga á að hlusta á lýsinguna þá eiga þeir að gera slíkt heima hjá sér en ekki að neyða lýsing- unni upp á aðra í bíó. Sýningargestur. Tjaldstæði á Akureyri. Háttvirta blað. Ég sendi ykkur fáeinar lín- ur sem ég vænti að þið birtið við fyrstu hentugleika í Póst- hólfinu. Ég las í einhverju blaðanna fyrir skömmu bréf frá ein- hverjum sem kallar sig Ferða- lang og það varð þess vald- andi að ég skrifa þetta bréf. Ég vil áður en lengra er hald- ið taka það fram að mér hef- ur alla tíð líkað sérlega vel við Akureyringa og því bet- ur sem ég hef kynnzt þeim nánar. Auk þess er Akureyri snyrtilegastur bær á fslandi og gætu önnur bæjarfélög tek- ið sér þá til fyrirmyndar um marga hluti. Þessi Ferðalangur gerir að umræðu tjaldstæði sem ferða- mönnum á Akureyri er ætlað til umráða. Hann telur það snjalla hugmynd að koma upp þessu tjaldstæði og þarf ekki að eyða orðum að því. Staðsetningu þess telur hann nokkuð góða. Þetta atriði stað setning stæðisins hefur verið nokkuð gagnrýnd. Sumir telja þetta of nærri bænum og hafa þeir nokkuð til síns máls. Þá leiur nann að stæoiö hati lett mikilli nauð af Akureyring- um. Má það vel vera en mér er ókunnugt um að svo sé. Þá kemur Ferðalangur að Því, sem hann kallar slæman galla á þessu stæði og það eru drykkjulæti um nætur. Segir hann þau oft mikil og standi lengi nætur og mun þetta í nokkrum tilfellum vera rétt. Hann tekur þó skýrt fram að Akureyringar eigi ekki hlut að máli og þar er ég honum ósammála. Ég gisti þarna tvær nætur um eina helgi í sumar og báðar þessar nætur var talsvert um drykkjulæti. Ég hygg þó að ekki hafi ein- göngu verið ferðamenn sem stóðu að þessum látum heldur og innfæddir líka. Eins og all- ir vita hafa Akureyringar sér- stakan talanda og þennan tal- anda mátti oft heyra meðan lætin stóðu yfir. Það væri líka ólíkt Akureyringum að vilja eKKÍ taka þátt i sma gieösKap því þeir eru selskapsmenn miklir. Til þess að koma í veg fyrir ólæti þarf eins og bréfritari bendir á að hafa gæzlu á staðnum. Það er líka til önnur leið og hún er sú að hafa tvenn stæði. Annað ætlað fólki sem vill taka líf- inu með ró og hitt fyrir fólk, sem ekki læðist í háttinn. Bönn og eftirlit eru ekki alltaf heppileg þó eitthvert eftirlit sé alltaf nauðsynlegt. Um það höfum við svo fjölmörg dæmi. Svo þakka ég birtinguna, það er að segja ef bréfið birt- ist. Ferðamaður. Svar til Kalla: Eftir bréfi þínu ,aö dæma mundum viö vilja álíta aö bezt væri fyrir þig aö koma hvergi nærri þessu máli. Þaö er enginn kenndur þar sem hann ekki kem- ur. Lykitlinn nö sparnaði við upphitun á ibúð yðar er Rafgeisla- hitun. Hafið samband við okkur og við segjum yður hver mánaðareyðsla yðar muni verða með RAFGEISLAHITUN H.F. Grensásveg 22 — Sími 18600. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.