Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 24
KVENÞJOÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari. GrœHmettiréttir Berið grænmeti á borð að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku, án kjöts eða fisks, þann stutta tíma, sem úr nógu er að velja. Munið að grænmetið á að vera nýsoðið og hæfilega soðið. Sjóði grænmeti of lengi missir það bezta bragðið, fallegasta útlitið, auk þess sem verðmæti vítamínsins fara til spillis. Sjóð- ið það frekar of lítið en of mikið. Bezt er það gufusoðið. Með grænmetinu, sem geta verið 2 eða fleiri tegundir eftir því sem til er, er gott að bera smjör eða ein- hverja sósu, sem búin er til úr grænmetissoðinu og mjólk, t. d. ostasósu, sveppasósu, steinselju- sósu eða sítrónusósu. Fallegt og gott er að skreyta fatið með grænum salatsblöð- um, tómatbátum, agúrkusneið- um og klipptri steinselju. Hvítkál í móti. 10—12 stór hvítkálsblöð. 4 tómatar Salt, pipar 4 msk. brauðmylsna 4 msk. rifinn ostur 2 msk. bráðið smjör. Hvítkálsblöðin soðin í létt- söltuðu vatni, þar til þau eru allt að því meyr. Eldfast mót smurt með smjöri, hvítkáls- blöð tómatsneiðar, brauðmylsna og ostur sett í lög í mótið, salti og pipar stráð yfir, brædda smjörinu jafnað ofan á. Lok sett á mótið og það sett inn í ofn við vægan hita um % klukkustund. Smá hrukkur í kringum augun, þurfa ekki að bera vott um háan aldur. Þær geta komið á unga aldri hjá þeim, sem hafa þann vana að píra. Orsökin getur líka verið sjóndepra eða nærsýni og svo dvöl í of mikilli birtu. Þar sem hörundið í kringum augun er mjög fíngert, þarf að gæta varfærni, þegar krem er borið í kringum augun. Notið aðeins fingurgómana og það svo léttilega sem spilað væri á hljóðfæri. Það nægir til að örva blóðrásina og koma kreminu inn í hörundið. 1. Rennið einum eða tveim fingrum léttilega yfir augn- lokið, byrjið við nefrót út að gagnauga. 2. Spilið léttilega með 2—3 fingrum innundir augað í áttina að nefinu. 3. Að lokum er barið léttilega í hring við gagnaugun. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.