Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 6
— Eg hef enga trú á því að bifvéla- virkinn hafi neitt gert við bílinn — stýrið er alveg tandurhreint. — Maðurinn minn hangir alltaf yfir vinn- unni sinni. 6 — Ég er búin að breyta húsgögnunum, svo þú verður að fara niður aftur og upp eldhúsmegin .. . FÁLKINN Um bjórinn. Fálkinn vikublað. Reykjavík. Ég sé að talsverðar umræður hafa orðið í blaðinu um sterkan bjór og sé ekki ástæðu til að þær falli niður fyrr en skoð- anir flestra eru komnar fram Fyrir nokkru síðan kom í Pósthólfinu bréf frá einhverj- um A. S. og vil ég gera þetta bréf að umræðuefni. Ég hef aldrei skilið þá menn, sem sjá ekki þá vá sem er fyrir dyrum ef sterkur bjór yrði leyfður hér á okkar blessaða landi. Þessi A. S. virðist vera einn í þeirra hópi. Ég held að áfengismál okkar íslendinga séu í það miklum ólestri að óþarfi sé að auka við þau. A. S. segist þekkja sterkan bjór vegna ferða sinna til útlanda og rengi ég hann ekki um það. Þá segir hann að iðulega sé til heirna hjá sér sterkur bjór og að sá bjór sé aldrei notaður „öðruvisi en með mat, eða sem svaladrykkur." Og hér komum við að sjálfu efninu. Hvernig yrði það ef börnin færu í ísskápinn og fengu sér sterkan bjór til að svala þorst- anum? Ég spyr. Hvaða afleið- ingu mundi það hafa 1 för með sér? Ég veit ekki betur en fyllibyttur séu að svala „þorst- anum“ þegar þeir drekka sitt brennivín og vissulega má þá segja að það sé aðeins notað sem ,,svaladrykkur“. A. S. virðist ekki vilja viðurkenna þá hættulegu braut sem sterki bjórinn getur leitt menn út á. Hvað um bjórinn sem „afrétt- ara“? Þá minnist A. S. á það að ísland geti aldrei orðið vinsælt ferðamannaland vegna þess að hér fáist ekki sterkur bjór. Hann er einn í þeirra hópi sem skreppur út fyrir landsteinana til að sækja sér rök. Ég veit ekki betur en að við séum sjálf- stæð þjóð og því skyldum við þurfa að sækja alla hluti til annarra? Hnefaleikar voru bannaðir hér og það var þarft verk og gott og ég veit ekki betur en það bann hafi gefizt vel. Því skyldum við ekki eins vera lausir við bjórinn? Og svo að lokurn. Eigum við íslendingar að leyfa hér sterkan bjór og leiða mörg okkar efnilegu ungmenna út á hættulega braut vegna þess að nokkrir erlendir ferðamenn vilja hafa þennan bjór? Persónulega held ég ekki. Eig- um við að selja okkur fyrir nokkra peninga úr vösum er- lendra manna sem hingað koma? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þ. M. Svar: Pósthólfið er opiö öllum þeim sem vilja leggja hér orö í belg um þetta mál. Flugufregnir um The Shandows. Kæra blað. Þar sem ég er einn af hinum mörgu Shadows aðdáendum hér á landi varð ég dálítið undrandi, er ég heyrði að hinir heimsfrægu The Shadows ættu að koma hingað til lands, og þar sem ég hafði ekkert séð um þetta í blöðum varð ég svo- lítið efins um sannleiksgildi þessarar flugufregnar. Nú langar mig til að spyrja þig kæra blað hvort þú getur sagt mér, hvort þetta hefur við einhver rök að styðjast. Ég vonast til að sjá svar í þeim dálkum blaðsins sem kall- ast Pósthólfið. „Shadows“ aðdáandi Svar: Viö könnumst ekkert viö þetta og þeir menn, sem viö höfum snúiö okkur til í leit að upplýsing- um kannast ekkert viö þetta held- ur. Einn þeirra spuröi meira aö segja liverjir þessir Sliadows væru. Þetta viröist því vera einhver flugufregn og þú skalt treysta því varlega sem náunginn kann aö hvísla aö þér á götu úti. Aurslettur. Háttvirti Fálki. Það hlýtur að vera gaman að eignast nýjan bíl, spegilgljá- andi og aka honum um aur- blautar götur þessarar borgar. Að minnsta kosti hefur mér virst svo stundum. Og það hef- ur hvarlað að mér að það hljóti einnig að vera gaman að sletta aur á þá ólánsömu vegfarend- ur, fótgangandi, sem þarna eiga leið um. En öllu gamni fylgir alvara og verið getur að hinir fót- gangandi vegfarendur rísi upp í skipulögðum félagsskap gegn kvölurum sínum. Með þökk. Jóh. P. Svar: Sameinaðir stöndum vér sundr- aöir föllum vér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.