Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 42
Eimskip 50 ára
Framhald af bls. 40.
sem einkenndi alla stofnun
félagsins, enda fór svo að all-
ar áætlanir stóðust og meira
til. Tekjur fóru langt fram úr
áætlun og gjöld urðu minni
en áætlað hafði verið.
Víkjum svo aftur að fund-
inum i Iðnaðarmannahúsinu,
17. janúar 1914. Sveinn Björns-
son tók fyrstur til máls af
ræðumönnum og skýrði frá
öllum tildrögum að stofnun
félagsins og undirbúingsstörf-
um, sem öll voru kauplaust
unnin. Er ræðu Sveins lauk
voru þrengslin orðin svo mikil
að farið var fram á það við
Ólaf Ólafsson, fríkirkjuprest,
sem var einn fundarmanna, og
safnaðai-fuiltrúa Fríkirkjunnar,
að þeir lánuðu Frikirkjuna til
fundarhaldsins. Var það auð-
sótt mál og sagði séra Ólafur
á þá leið, að hann áliti hvern
þann stað helgaðan, er þetta
mál væri rætt á. Lýsir það
nokkuð, hvern hug menn báru
til málefnisins. Var fundurinn
nú fluttur í Fríkirkjuna og stóð
þar, með matarhléum, til kl. 3
um nóttina, en þá var honum
frestað til fimmtudagsins 22.
janúar, og var bráðabirgða-
stjórninni falið að athuga laga-
frumvarpið til annarrar um-
ræðu.
Er lagafrumvarpið hafði ver-
ið samþykkt fór fram stjórnar-
kjör. Vestur-íslendingar höfðu
gert kröfu til þess að fá tvo
menn í stjórnina, en það reynd-
ist ekki unnt, því samkvæmt
gildandi siglingalögum urðu
allir stjórnendur fyrirtækja
eins og Eimskipafélagsins að
vera búsettir hér á landi. Varð
það að samkomulagi, að Vestur-
íslendingar skyldu tilnefna
fjóra menn er búsetu hefðu
hérlendis, í stjórnina, en fund-
urinn síðan kjósa tvo þeirra,
en bráðabirgðastjórnin hét því
á móti að beita sér fyrir því,
að ákvæðum siglingalaganna
um þetta efni yrði breytt hið
fyrsta. Fyrsta stjórnarkjörið
fór þannig, að fyrir hönd
Vestur-fslendinga voru kosnir
þeir Jón Gunnarsson og Hall-
dór Daníelsson, en hluthafar á
íslandi kusu Svein Björnsson,
Ólaf Johnson, Eggert Claessen,
Garðar Gislason og Jón Björns-
son. Stjórnin skipti síðar
þannig með sér verkum, að
Sveinn Björnsson var formað-
ur, Halldór Daníelsson vara-
formaður, Ólafur Johnson rit-
ari, Garðar Gíslason vararitarí,
Eggert Claessen gjaldkeri og
Jón Gunnarsson og Jón Björns-
son meðstjórnendur. Fram-
kvæmdastjóri var frá upphafi
Emil Nielsen, sem áður er
nefndur.
Mörg verkefni biðu hinnar
nýju stjórnar og þá fyrst og
fremst að láta byggja tvö skip,
en það hafði stofnfundurinn
ákveðið. Mæddi það ekki hvað
sízt á framkvæmdastjóranum,
Emil Nielsen, sem reyndist frá-
bærlega vel í starfi sínu. Þess
má geta, að ýmsir voru mót-
fallnir því að ráða danskan
mann sem framkvæmdastjóra
félagsins, en mótmælaraddirn-
ar þögnuðu fljótt, því Nielsen
reyndist ekki einungis hinn
bezti maður í starfi, heldur hélt
hann ávallt fram rétti íslend-
inga af miklum skörungsskap,
einnig gegn sínum eigin lönd-
um, og varð fljótt „íslenzkari“
en ýmsir landar okkar voru á
þeim tíma. Hann gegndi fram-
kvæmdastjórastarfinu til 1.
júní 1930, er Guðmundur Vil-
hjálmsson tók við því starfi og
gegndi því um 32 ára skeið,
unz núverandi framkvæmda-
stjóri, Óttar Möller tók við.
Fyrsta skip félagsins hljóp
af stokkunum 23. janúar 1915.
Hlaut það nafnið GULLFOSS,
og lagði af stað heim til íslands
1. apríl sama ár. Skipið tók
fyrst land við Vestmannaeyjar
og var tekið á móti því með
viðhöfn, en til Reykjavíkur
kom skipið 16. apríl. Var þar
tekið á móti því með mikilli
viðhöfn og glumdu fagnaðaróp
við í sífellu. Gullfoss var 1414
brúttólestir að stærð og hafði
farþegarými fyrir 74 manns.
Annað skip félagsins, Goðafoss,
kom hingað til landsins 29.
júní sama ár. Það tók fyrst
land á Reyðarfirði. Goðafoss
var 1374 brúttótonn að stærð
og hafði farþegarúm fyrir 56
farþega. Alls staðar var skip-
um þessum tekið með viðhöfn,
fyrirmenn fluttu ræður og
skáld ortu dýr kvæði.
Brátt kom í ljós, að félagið
hafði fengið þessi skip sín á
happastund, því skömmu eftir
að félagið hafði eignast þau,
lokuðust siglingaleiðir til Ev-
rópu af völdum heimsófriðar-
ins. Félagið hóf siglingar til
Ameríku, enda var ekki í annað
hús að venda um vörukaup.
Þannig tókst að ná nauðsynja-
vörum til landsins öll stríðs-
árin og er vandséð hvernig
farið hefði fyrir íslenzku þjóð-
inni, ef hún hefði ekki þá bor-
42
FALKINN