Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 16

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 16
RAYMO WD RADIOUET er veikt með barnalega hárgreiðslu. Ég ekki ráðið það af þögn hennar, hvort kossar mínir veittu henni ánægju, en hún gat ekki rtiðzt og gat ekki fundið r.eina kurtéisa setningu á frönsku til að ávíta mig. Ég rartaði í kinnar hennar og vænti þess að sætur ávaxtasafi íynni úr þeim eins og úr þrosk- r.ðum perum. Að lokum kyssti ég munn liennar. Hún tók á móti atlot- um minum, þolinmótt fórnar- cýr, með munn og augu lokuð. Eina hreyfingin sem hún gerði til marks um að hún neitaði mér, var að snúa höfðinu, frá vinstri til hægri. Það getur \ erið að mér hafi skjátlazt, en rnér fannst hún svara kossi iiiínum. Ég hélt fastar utan um hana en ég hafði nokkurn i.'ma haldið utan um Mörtu. I/Iótstaðan, sem var í raun og veru engin mótstaða, dirfði mig. Ég var nógu barnalegur r ð halda, að hitt myndi koma á eftir eins og sjaldgæfur hlutur og ég myndi fagna auðveldum Eígri. Ég hef aldrei háttað konu, íremur hafa konur háttað mig. Svo að ég fór klaufalega að því, 16 FALKINN byrjaði á því að taka af hgnni skóna og sokkana. Ég kyssti fætur hennar og fótleggi. En þegar ég reyndi að losa um treyju hennar, barð- ist Svea eins og lítill krakki sem neitar að fara í háttinn og það verður að beita hann valdi. Hún lamdi mig miskunnarlaust. Ég náði fótum hennar, hélt þeim föstum og kyssti þá. Loks kom stund ánægjunnar eins og græðginni lýkur eftir of mikið sæigæti og rjóma. Ég varð að segja henni frá blekkingu minni og að Marta væri á ferða- lagi. Ég lét hana lofa, ef hún skyldi hitta Mörtu, að segja ekki frá þessu atviki. Ég játaði ekki, að ég væri elskhugi Mörtu, en ég gaf það í skyn. Þegar ég var búinn að fá nóg af henni, spurði ég fyrir kurt- eisissakir, hvort við myndum hittast aftur og hún svaraði „á morgun“ af því að hún var hrifin af hinu dulræna. Ég fór ekki aftur heim til Mörtu. Og kannski kom Svea aldrei aftur og hringdi við læstar dyr. Mér var ljóst, hversu ámælisverð framkoma mín myndi sýnast siðferðilega séð. En eflaust höfðu kringum- stæðurnar gert Sveu mér svo kæra. Myndi ég hafa girnzt hana annars staðar en í her- bergi Mörtu? En ég fann ekki til iðrunar. Og það var ekki hugsunin um Mörtu, sem fékk mig til að hætta við hina litlu, sænsku stúlku, heldur tilfinningin um það að ég hefði þegar sogið allan sykurinn úr henni. Nokkrum dögum seinna fékk ég bréf frá Mörtu. Með því fylgdi annað bréf frá leigusala hennar og í því stóð, að hús hans væri ekki hóruhús og ég hefði notað lykilinn, sem hún fól mér vel, með því að koma með kvenmann í íbúðina. Marta bætti við, að nú hefði hún sönn- un fyrir svikum mínum og að hún vildi ekki sjá mig framar. Eflaust myndi hún þjást, en hún vildi heldur þjást en vera gerð að fífli. Ég vissi, að slíkar hótanir voru meinlausar og að lygi, eða ef nauðsynlegt var, sannleikur- inn myndi lægja öldurnar. En mér gramdist, að í slíku bréfi skyldi Marta alls ekki minnast á sjálfsmorð. Mér fannst hún kaldlynd og bréf hennar ekki þess virði, að ég færi að rétt- læta mig. Því að í hennar spor- um hefði ég ekki ætlað að fremja sjálfsmorð, mér hefði fundizt rétt að hóta því. Það var óafmáanlegt merki æsku minnar og hugsanagangs skóla- pilts: Mér fannst ástríð- urnar heimta vissan skammt af lygum. Og nú þegar ég var að læra stafróf ástarinnar, blasti við mér nýr vandi; ég varð að hreinsa mig í augum Mörtu og saka hana um að treysta mér ekki eins vel og leigusala sín- um. Ég benti henni á, hversu auðvelt það hefði verið fyrir Marinklíkuna að skrökva upp þessari sögu. Sannleikurinn væri sá, að Svea hafði komið til að finna hana dag nokkurn, meðan ég var að skrifa henni í herberginu hennar. Ef ég hefði opnað hurðina, var það aðeins af því, að ég hafði séð hana gegnum gluggann og vildi ekki láta hana halda, að Marta taldi hana bera ábyrgð á að- skilnaði þeirra, en ég vissi að fólk vildi stía þeim sundur. Hún hefði eflaust komið með leynd og þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika. Um leið gat ég fullvissað Mörtu um, að tilfinningar Sveu í hennar garð væru ó- breyttar. Og ég endaði á því, að segja Mörtu frá því, hvað það hefði verið ánægjulegt fyr- ir mig, að geta talað við hana í hennar eigin herbergi. Þetta kom mér til að formæla ástinni, sem neyðir okkur til að gera grein fyriir gjörðum okk- ar, þegar ég vildi hvorki minn- ast á það við sjálfan mig eða aðra. En ég sagði við sjálfan mig, að ástin yrði að færa miklar fórnir þar sem sérhver maður leggur frelsi sitt í lófa ástar- innar. Ég vonaði, að ég væri nógu sterkur til að komast af án þess og þyrfti þess vegna aldrei að fórna neinu af þrám mínum. Ég gerði mér ekki ljóst, að það er miklu betra að vera þræll hjartans en þræll skilningar- vitanna. Eins og býflugan auðgar bý- flugnabúið, þannig auðgar elskhuginn ást sina með hinum tilviljunarkenndu girndum strætisins. Ástmær hans nýtur góðs af. Ég hafði enn ekki náð þeim aga, sem gerir hina ótryggu trúa. Ef maður girnist stúlku og færir þetta yfir á konuna, sem hann elskar, mun girnd hans sannfæra þessa konu um, að hún hafi aldrei verið elskuð svo heitt. Ef hún er blekkt, hef ur ekki verið syndgað gegn hinum almenna skilningi á sið- gæði. Það ætti ekki að dæma

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.