Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 20
HAMLET
FRUMSÝNDUR
Á annan í jólum frumsýndi ÞjóSleikhúsið hið mikla leikrit
Shakespeares, Hamlet, í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Ems og venja er á frumsýningum var þar samankomið margt
fynrmanna úr þjóðlífmu, og hér fór saman aðal-frumsýning
ársins og frumsýning á þekktasta leikhúsverki allra tíma.
Ljósmyndari Fálkans, Runólfur Elentínusson, brá sér á frum-
sýnmguna og tók þar myndir af gestum og birtast hér nokkr-
ar þeirra, af þekktu fólki og einnig ungu fólki, sem minna er
áberandi í þjóðlífinu enn sem komið er.
Steingrímur Hermannsson,
framkæmdastj. Rannsóknar-
ráðs ríkisins og kona hans,
frú Edda Guðmundsdóttir,
njóta veitinga Þjóðleikhúss-
kjallarans í hléinu.
í hléinu fá margir leikhúsgestanna sér hressingu í hinum
vistlegu salarkynnum Þjóðleikhússkjallarans. Hér sjáum við
m. a. borgarstjórann í Reykjavík, Geir Hallgrímsson.
h!
'
20 FÁLKINN