Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 27
langt, Ijóst hár og fíngert lítið
andlit, en hún hafði enga stjórn
á hnakkavöðvunum og því rið-
aði höfuð hennar allan tímann.
Munnur hennar var hálfopinn
og bláu augun störðu meining-
arlaust út í loftið. Á hægra
gagnauga hennar var dökkrautt
langt ör, sem náði alveg upp
í hársvörðinn.
Mér fannst allar aðstæður
hræðilega ömurlegar, og hjarta
mitt var næstum brostið, er ég
sá, hversu ástúðlega Johnny
horfði á litlu stúlkuna.
— Johnny, hvíslaði ég. —
Reyndu að fyrirgefa mér ....
en ég vissi alls ekki að..
Hann virtist alls ekki heyra
til mín. Hann bara þurrkaði
umhyggjusamlega burtu slef-
una, sem hafði runnið úr munni
hennar.
Allt í einu rétti hann úr sér
og gamli hörkusvipurinn var
aftur kominn í augu hans, er
hann leit á mig og sagði:
— Þetta er Melissa.
En þar eð ég horfði á hann
hjálparvana, hélt hann áfram:
Ég dró að mér andann og
ætlaði að bera fram við hann
spurningu, en lét ekki verða af
því. Það átti ekki við að spyrja
hann nánar um stúlkuna meðan
hún sat þarna á milli okkar.
— Hvað ætlaðir þú að fara
að segja? Ég sagði þér væri
óhætt að segja hvað sem væri,
því hún ber ekki skynbragð á
neitt. Hún þekkir ekki einu
sinni hjúkrunarkonuna sína.
— Hefur hún .... hefur hún
alltaf verið svona? spurði ég
með hálfum huga.
— Nei, hún var alveg eðlileg
þar til hún varð tveggja ára.
Þar sem hann gaf ekki nán-
ari skýringu, hélt ég áfram:
— Og þá kom semsagt eitt-
hvað fyrir .... þegar hún var
tveggja ára gömul?
— Já, þú átt kollgátuna og
það var eingöngu mín sök.
— En Johnny þó.
— Já, og svo? Röddin var
þrungin beiskju. Mér rann til
rifja að sjá hann. Hann hélt á-
fram:
— Þú hefur einmitt verið að
skaddaðist á heilanum og það
er engin von til þess að lækna
hana. Nú er hún átta ára göm-
ul og verður hjálparvana og
ósjálfstæð alla ævi. Hún verð-
ur aldrei fær um að klæða sig,
borða sjálf og getur ekki lært
að tala og hún skilur ekkert af
því sem við hana er sagt. ....
— Á hún heima þarna sem
við vorum, spurði ég, er það
einhverskonar dvalarhæli?
— Það er hæli fyrir — fyrir
börn eins og hana, sagði hann,
opnaði bíldyrnar og gekk út.
Hann kom aftur með stóran ís-
köngul og fór að mata Melissu
þegar hann hafði bundið fram-
an á hana vasaklútinn sinn.
Hún smjattaði af ánægju og
ranghvolfdi augunum.
Ég kenndi ósegjanlega í
brjósti um barnið — og John-
ny og þegar við höfðum ekið
henni aftur til hælisins, gat ég
ekki setið á mér að spyrja hann
hvort hún væri dóttir hans.
— Já, svaraði hann beisk-
lega, — Melissa er dóttir mín.
— En .... móðir hennar?
— Vertu góður og segðu
mér allt af létta. Úr því þú ert
á annað borð farinn að segja
mér undan og ofan því.
Þegar hann hafði dregið
djúpt andann eins og hann
hefði tekið mikilvæga ákvörð-
un, sagði hann:
— Jæja, þú skalt fá að heyra
alla söguna. Og eftir andar-
taks hlé hélt hann áfram:
— Við höfðum verið gift i
þrjú ár, lifðum í hamingju-
sömu hjónabandi, a. m. k.
vissi ég ekki betur. Melissa var
nýlega orðin tveggja ára. Ég
hafði ekki haft minnsta grun
um að Kathy hélt framhjá mér,
Ég komst ekki að raun um það
fyrr en eftir að hún dó. Pabbi
hennar hafði gefið henni bíl og
hún var að búa sig undir öku-
próf. Ég vissi ekki um slysið
fyrr en Kathy hringdi og það
eina sem ég skildi var nafnið
á staðnum þar sem slysið hafði
orðið og ég yrði að flýta mér á
vettvang. Auk þess varð ég að
segja lögreglunni að ég hefði
setið við stýrið....Lögreglan
V. hluti
Eftir Margaret Lynn
— Þú getur sagt hvað sem
þú vilt. Hún skilur ekkert
hvort eð er.
— Æ, Johnny, ég........Hann
greip fram í fyrir mér og sagði:
— Ertu þá ánægð? Þú vildir
endilega vita hvar ég hefði
■ verið og ég var sem sagt með
Melissu.
— En ég gat þó ekki vitað
...., byrjaði ég á ný.
Hann starði bara á mig og
virtist þreyttur. Svo hristi
hann höfuðið og sagði;
— Hafðu auga með henni í
bílnum, vertu svo væn. Við
skulum fara á næsta kaffihús
og kaupa handa henni ís.
Henni þykir ís svo fjarska góð-
Ur og þar sem flest annað er
fyrir ofan hennar skilning.....
kvarta undan því að vita ekkert
um mig. Nú veiztu þó ýmislegt
.... en það var ef til vill eins
gott að vita ekki neitt.
— En .... en hvað var það
sem gerðist . .. . ? Ég kinkaði
kolli spyrjandi til Melissu.
Hann hafði einmitt stöðvað
bílinn fyrir framan kaffihús,
en sýndi ekki lit á því að fara
út að kaupa ís. Hann starði á
Melissu, dimmur á svip. Hún
hafði tekið eftir hvíta húnin-
um á gírstönginni og bar sig
að því að reyna að ná taki á
honum.
Johnny tók í höndina á henni
og færði hana að húninum.
— Það skiptir engu máli
lengur hvað ég gerði, sagði
hann og andvarpaði. — Hún
— Móðir hennar er dáin,
svaraði hann af sömu hörk-
unni.
—v—
Það var greinilegt að honum
leið illa. Hnúarnir hvítnuðu af
því hann hélt svo föstu taki um
stýrið og ég lagði aðra höndina
á handlegg hans.
— Segðu mér hvað gerðist.
Segðu mér allt. Það hlýtur að
vera ímyndun og sjálfsásökun
að halda því fram að þetta sé
þér að kenna, hvernig Melissa
er.....
— Jæja, þú heldur það. Þó
sat ég inni í fimm ár.
Það var engu líkara en hjart-
að hætti að slá í brjósti mér og
ég gat ekki stunið upp orði.
Fimm ára fangeisi......
var þó komin ásamt sjúkrabíl
á staðinn þegar mig bar að, en
það var skuggsýnt og auk þess
allt á ringulreið svo enginn tók
maður hennar hafði látið lífið í
árekstri við annan bíl og þeir
voru einmitt að bera konu úr
þeim bíl yfir í sjúkrabílinn.
Hún hafði meðvitund og þegar
hún kom auga á mig, stundi
hún því upp að þarna væri mað-
ui’inn sem hefði ekið bílnum.
— Þetta væri honum að kenna.
Ég sá hann hlaupast á brott.
.... Síðan missti liún meðvit-
und.
Ég taldi í fyrstu að hún hefði
fengið taugaáfall og vissi ekki
hvað hún var að segja. Eigin-
maður hennar hafði láti lífið í
Framhald á bls. 39.
FÁLKINN 27