Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 13
sögum sagt, hve mjög Joe auð- veldaði foreldrum okkar upp- eldi hinnar stóru fjölskyldu, því að hann sá um, að við fær- um ekki á mis við það, sem þau kenndu honum, og það var ekki útþynnt í meðförum hans, heldur styrkt,“ sagði John F. Kennedy síðar. Joe var líkur föður þeirra, örlátur, nærgæt- inn og hugulsamur, en urn leið kappsfullur, ráðríkur og skap- bráður. Jack minntist jafnan bernsku- daga sinna sem hamingjudaga, sem skugga bar ekki á. Þótt á heimili þeirra hafi aldrei van- hagað um neitt og barnfóstrur og vinnustúlkur ávallt verið við hendina, verður ekki sagt, að börnunum hafi verið skýlt fyrir umheiminum. Þegar Joe Kennedy dvaldist heima, fylgdu honum bréf og símskeyti og upp var komið tifandi fjarrit- ara, sem úr féllu pappírræmur með verðskráningum kauphall- arinnar. Hann lagði ríka á- í hugarlund, þegar ég kem heim.“ íþróttir stundaði hann kappsamlega, en bar ekki af. Sundmaður var hann þó góður. í bréfi segist hann geta synt fimmtíu stikur á þrjátíu sek- úndum. Á skóla þennan gekk Jack aðeins einn vetur. Á Choate, kunnan mennta- skóla í einkaeign, í Walling- ford í Connecticut var hann sendur næsta ár. Joe var þar fyrir. Skóli þessi, jafnt í bygg- ingum sem í siðvenjum, bar öll svipmerki Nýja Englands. Um- hverfis skólann voru víðáttu- miklar flatir og gangstígar með háum trjám á báðar hendur. í svefnskála sínum hafði Jack herbergi næst við íbúð umsjón- armannsins, sem jafnframt var einn íþróttaþjálfara skólans. Umsjónarmaðurinn hélt uppi aga með þvi móti að elta uppi með róðrarspaða þá, sem af sér brutu. Mörgum árum síðar kom Jack í heimsókn sem ,,af- reksmaður ársins úr hópi gam- umvöndunum, en fyrir góðan námsárangur var honum ríku- lega umbunað, eitt sinn með báti og gjöf, öðru sinni með hesti og þriðja sinni með ferð til Englands. Á sumrin dvöldust þeir bræð- ur með fjölskyldunni í Hyannis Port. Eftirlætisíþrótt þeirra var sem fyrr siglingar. Faðir þeirra hafði lagt ríkt á við þá að lifa heilbrigðu lífi. Hann hét þcim, sem síðar yngri börnum sínum, sitt hvorri þúsund dollara ávís- uninni, ef þeir hvorki reyktu né neyttu áfengra drykkja inn- an 21 árs aldurs. Hann hefur sagt svo frá: „Á tuttugasta og fyrsta afmælisdegi þeirra skrif- aði ég tvær ávísánir....Tvö barnanna skiluðu ávísunum aft- ur.“ Annað þeirra var Jack. Hann háfði dreypt á bjór i há- skólanum sinum. Áhug'amál Jacks á þessum árum virðast hafa verið svipuð áhugamálum allflestra jafnaldra hans. Þann- ig skrifaði yngsta systir hans, MILLI STRIOA herzlu á tvennt, að börnin vissu, hvað fram færi í heim- inum og að þau kynnu að standa sig í samkeppni. Hann ræddi við fjölskyldu sína um stjórnmál og fleira, sem ofar- lega var á baugi.“ En ég held ekki, að ég hafi ýtt drengjun- um mínum í eina átt fremur en aðra,“ hefur hann sagt. En eftir honum hefur líka verið haft: „Eg hef aldrei rætt um peninga við konu mína og fjölskyldu og mun aldrei gera.“ Innan fjölskyldunnar voru skipulagð- ar keppnir í íþróttum og leikj- um. Engum var hlíft. Telpurn- ar táruðust stundum, er þær töpuðu fyrir bræðrum sínum. Gestum á Kennedy-heimilinu þótti oft meira en nóg um að- ganginn í leikjunum. Sam- heldni Kennedy-fjölskyldunnar var einnig rómuð. Þrettán ára gamall var Jack sendur á heimavistarskóla, Canterbury School í New Mil- ford í Connecticut. Skóli þessi var eini kaþólski skólinn, sem hann gekk nokkru sinni á. „Við höfum bænastund á morgnana og á kvöldin,“ skrifaði hann móður sinni, „og ég verð orðinn býsna trúaður, að ég geri mér alla nemnda skólans". Þá sagði hann glaðklakkalega við um- sjónarmanninn; „Aldrei tókst þér að ná mér með spaðanum þeim arna, ekki satt.“ Faðir þeirra hafði sent þá bræður í skóla þennan til þess að þeir vendust að umgangast mótmæl- endur á vettvangi þeirra. Aldrei urðu þeir þess varir, að þeir gyltu kaþólskrar trúar sinnar. Á þessum árum var kominn fram í fari Jacks eiginleiki, sem einkenndi hann alla jafna: Hann hafði nær óbrigðult minni á bréfaskipti, samræður og sögulegar staðreyndir, þótt ekki væri umtalsvert minni hans á aðra hluti. Námsmaður var hann enn i meðallagi. Hann var lélegur í latínu, litlu betri í frönsku, en allgóð- ur í ensku og sögu, Faðir hans fylgdist ítarlega með náms- árangri hans. „Langa reynslu hef ég af því að meta og vega menn og veit ég fullvel, að þú ert vel gerður og getur náð langt. Væri það nú ekki fávís- legt, ef þú þróaðir ekki með þér allt það, sem guð hefur gefið þér . . . . “ sagði faðir hans í bréfi til hans. Fyrir lélegan námsárangur varð hann að sæta Jean, í bréfi til föður þeirra: „Jack var ákaflega óþekkur strákur, meðan hann var heima. Hann kyssti Betty Young undir mistilteininum í stóra anddyrinu." Jack var brautskráður frá Choate átján ára gamall, í röð- inni sá sextugasti og fjórði í hópi hundrað og tólf. Að banda- rískri siðvenju kusu hins vegar bekkjarbræður hans hann þann þeirra, sem líklegastur væri til þess að komast langt. Jack var þá hár, grannur, langleitur pilt- ur, fremur feiminn, hlédrægur og hægur. Joe var aðsópsmeiri en Jack. Hann hafði tekið hærra brottfararpróf en Jack og einnig getið sér orð sem íþrótta- maður. Hann hlaut bikar frá skólanum sem viðurkenningu þess, að hann hafði verið í senn dugmesti og leiknasti knatt- spyrnumaður skólans. Þau verð- laun þótti Jack bera af öllum öðrum. Þegar Joe Kennedy hvarf frá Hollywood, sýndist sitt hverj- um um hann. Ýmist var hann sagður hafa skilið við fyrirtæki styrkt eða í rústum. Að kaup- hallarviðskintum gaf hann sig Framhald á bls. 28

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.