Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 38
Ljmskip 50 ára F amh al bls. 19 t arið áður hafði sá atburður g jizt, að þrjú stærstu skipa- félög Danmerkur voru samein- uð í eitt. Nefndist hið nýja félag Sameinaða gufuskipa- félagið og gekk það inn i samn- inga Koch & Henderson í árs- byrjun 1867, enda var Koch & Henderson eitt þeirra félaga, sem stofnuðu Sameinaða gufu- skipafélagið. Sameinaða gufu- skipafélagið sá svo að rhestu leyti um samgöngur við ísland um áratuga skeið, og enn þann dag í dag heldur það uppi áætl- unarferðum til íslands. Þótt mikil samgöngubót yrði, þegar Koch & Henderson og síðan Sameinaða gufuskipa- félagið tóku við flutningum hingað til lands, fór því fjarri, að landsmenn væru ánægðir með samgöngur á sjó. Einkum varð mönnum ljós nauðsyn þess, að fastar strandferðir kæmust á, eftir að gwfuskipa- ferðir hingað hófust. Bárust alþingi ófáar bænaskrár víðs vegar að af landinu um það, að gufuskipaferðum yrði komið á við strendur landsins sem allra fyrst. Lítið varð þó úr framkvæmdum; hið eina, sem alþingi gat gert, var að senda bænaskrár til konungs um þetta efni, en árangur þeirra varð harla lítill. Er nýja stjórn- arskráin tók gildi, árið 1874, var það eitt af verkum fyrsta fjárlagaþingsins, árið 1875, að taka strandferðamálin til ræki- legrar yfirvegunar. Ekki treyst- ust íslendingar þá til að kaupa strandferðaskip, enda álitu þeir Dönum bera skylda til að kosta strandferðirnar, en samþykktu þó að veita 15.000 króna styrk til strandferða. Danir töldu sér ekki bera skyldu til að sjá um þessar ferðir, en þó fór svo, að þeir létu að nokkru undan kröfum íslendinga, árið 1876. Skal nú farið fljótt yfir sögu um sínn. Sameinaða gufuskipa- félagið var næstum einrátt með siglingar hingað, til ársins 1905, en þá kom Thore-félagið svo- kallaða til sögunnar. Stofnandi þess og aðaleigandi var íslenzk- ur maður, Þórarinn E. Tulinius, stórkaupmaður í Kaupmanna- h'ifn. Thore-félagið bauðst til £ð annast ferðir hingað til i nds, svo og strandferðir. Bnuð félagið bæði fleiri ferðir milli landa og við strendur Lndsins en Sameinaða gufu- s’úpafélagið, en fór fram á nokkru hærri styrk, en Sam- e'naða fór fram á í nýju til- Þoði. Fór svo, að tilboði Sam- 38 FÁLKINN einaða var tekið, en sá varð árangur tilboðs Thore-félagsins, að nú fengust miklu fleiri og hagkvæmari ferðir en áður. Árið 1907 var samningurinn við Sameinaða gufuskipa- félagið enn framlengdur. Árið 1909 lá enn fyrir tilboð frá Thore-félaginu, sem var nú tekið. Annaðist Thore-félagið strandferðirnar, en um milli- landasiglingarnar voru gerðir samningar við bæði félögin, Thore-félagið og Sameinaða gufuskipafélagið, Samkeppnin veitti báðum félögunum nauð- synlegt aðhald í farmgjöldum, ferðirnar urðu örari og strand- siglingunum fjölgaði einnig mjög. Þótt með þessu fengist enn mikil bót í samgöngumálunum, fannst flestum þó enn ýmsu áfátt í þeim málum. Ýmsir stór- huga framámenn íslendinga tóku nú að hugsa um, hvort íslendingar sjálfir gætu ekki á eigin spýtur bætt ástandið nokkuð.Má þar til nefna Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinsson, alþingismann, Björn Kristjáns- son og fleiri. Fundu þeir víða jábræður sína í málinu, en verulegur skriður komst þó ekki á málið, fyrr en 1912. Það ár ritaði Thore-félagið stjórnarráðinu bréf, þar sem það fór fram á að verða leyst frá skuldbindingum sínum við- víkjandi siglingarnar til lands- ins, þar eð þær séu reknar með svo miklum halla, að félagið muni verða gjaldþrota, ef það verði ekki leyst frá skuld- bindingum sínum. Einnig bauðst félagið til þess að selja íslenzka ríkinu strandferðabát- ana „Austra“ og „Vestra“ fyr- ir gott verð, til þess að losna við samninginn. Svo fór, að Thore-félagið var leyst frá skuldbindingum sínum, en ekki varð úr því, að skipin væru keypt. f umræðum á þingi skýrðu þeir Bjarni frá Vogi og Jón Ólafsson ritstjóri frá því, að þeir vissu til þess að kaup- menn í Reykjavík hefðu verið að kanna möguleikana á því að stofna íslenzkt gufuskipa- félag til þess að halda uppi samgöngum við England, en þeir hafi skorizt úr leik, sem vandabundnastir voru Samein- aða. Benti Bjarni m. a. á þá lausn, að stofna innlent skipa- félag þar sem stjórnin væri hluthafi. Seint á þessu sama þingi bar strandíerðanefndin sameigifnlega fram frumvarp, sem gekk í þá átt, að stjórn- inni vpRT-j heimilt að kaupa allt að einum fjórða hlutabréfa í íslenzku skipafélagi, samkvæmt nánar settum skilyrðum. Þetta frumvarp dagaði uppi á þingi, og var því bersýnilegt, að frum- kvæðið að íslenzku skipafélagi myndi -ekki þaðan koma. Þegar Thore-félagið var úr sögunni sat Sameinaða gufu- skipafélagið eitt að ferðum til landsins og við strendur þess. Fór enda svo, að ferðum fækk- aði og fargjöld og farmgjöld hækkuðu mikið. Olli þetta að vonum mikilli óánægju, en fleira kom einnig til svo sem það, að áhafnir skipanna voru útlendar og sýndu landsmönn- um oft lítinn skilning en oft hroka og ósanngirni, félagið átti varnarþing í öðru landi og var því erfitt fyrir íslendinga að ná rétti sínum gagnvart því og ferðunum var stjórnað frá Kaupmannahöfn, af mönn- um, sem höfðu litla þekkingu oft á tíðum á þörfum íslend- inga og lítinn vilja til úrbóta. Þessi óánægja varð eðlilega til þess að hugmyndin um stofnun íslenzks gufuskipa- félags fékk byr undir báða vængi. Um haustið 1912 sigldi Sveinn Björnsson, þá yfirdóms- lögmaður í Reykjavík, síðar fyrsti forseti íslenzka lýðveld- isins, til útlanda með „Sterl- ing“ einu af skipum Thore- félagsins. Sveinn var sonur Björns Jónssonar ráðherra, sem var mikill áhugamaður um það, að íslendingar tækju sigling- arnar í sínar hendur og hafði barizt fyrir ýmsum umbótatil- lögum í samgöngumálum. Björn gerði m. a. samning þann við Thore-félagið árið 1909, sem áður er getið. Sveinn hafði því fylgst vel með þróun mála og fyllti þann hóp manna, sem töldu íslendingum nauðsynlegt að taka flutninga til og frá landinu í eigin hendur. Skipstjóri á Sterling í þessari ferð hét Emil Nielsen. Hann var aðalskipstjóri Thore-félags- ins og þaulkunnugur sigling- um hingað til lands og hafði haft milligöngu fyrir hönd félags síns, er reynt var að selja „Austra“ og „Vestra“ hingað til lands. Hann hafði fengið trú á því, að íslending- ar sjálfir gætu eitthvað að- hafzt til þess að ráða bót á þessum málum, en var vel ljóst, að þar yrðu mörg Ijón á veginum. Fyrst og fremst samkeppnin við hið volduga Sameinaða gufuskipafélag og svo margháttaðir aðrir örðug- leikar, sem höfðu komið Thore- félaginu á kné. Sveinn Björns- son og hann ræddn mm-cit á útleiðinni og meða1 anmi-c bar stofnun íslenzks gufuskipafé- lags á góma. Fór svo, að Sveinn spurði Emil Nielsen, hvort hann yrði fáanlegur til þess að taka að sér stjórn ís- lenzks gufuskipafélags, éf stofn- að yrði. Var Nielsen því ekki fráhverfur, en kvaðst ekki geta gefið bindandi svör að svo stöddu. Er Sveinn kom heim aftur, upp úr miðjum október, tók hann þegar að ræða við ýmsa málsmetandi menn um stofn- un skipafélags. Fyrst ræddi hann við þá Björn Kristjáns- son, bankastjóra Landsbank- ans og stórkaupmennina Lud- wig Kaaber og Garðar Gísla- son, en Björn sneri sér jafn- framt til Thors Jensen. Allir tóku þessir menn vel í málið og voru sammála um það, að mikils væri um vert að fá menn eins og Emil Nielsen til að stjórna slíku fyrirtæki. Þeir fimmmenningarnir voru sam- mála um það, að vinna í kyrr- þey að málinu, en þegar hinn 22. desember sama árs er mál- ið komið á þann rekspöl, að farið er að skrásetja fundar- gerðir. En nú voru fleiri farnir að hafa áhuga á málinu. Hinn 8. nóvember, 1912 er haldinn fundur í Stúdentafélagi Reykja- víkur til þess að ræða sam- göngumálin. Formaður félags- ins var þá Halldór Jónasson, cand phil frá Eiðum Allir helztu kaupsýslumenn bæjar- ins voru boðaðir til fundarins, en málshefjandi var Benedikt Sveinsson, ritstjóri. Margir tóku til máls og voru allir á einu máli um það, að nauðsyn- legt væri að samgöngur á sjó, til landsins og við það, kæm- ust í hendur íslendinga. Ekki leið á löngu unz Stúdentafélag- ið hélt annan fund um málið, eða 16. janúar, 1913. Þá var Bjarni frá Vogi frummælandi og síðar á þessum sama fundi skýrði Thor Jensen frá því, fyr- ir hönd þeirra fimmmenning- anna, að verið væri að vinna að stofnun íslenzks gufuskipa- félags. Tóku fundarmenn þeSs- ari frétt með miklum fögnuði. Þótt Stúdentafélagið hefði enga forgöngu um stofnun hins nýja skipafélags, eins og þegar hefur verið frá greint, má þó hiklaust telja, að fundir þeir, er getið hefur verið, hafi verið mikil lyftistöng og hvatning þeim mönnum, er voru að vinna að stofnun félagsins, svo og þeim mönnum, er síðar komu til með að leggja fram fé og krafta til að stofna hið nýja félag. Þeir fimmmenr.unir héldu Framh. á bls. 40,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.