Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 31
Þegar forstjórar . . .
Framhald af bls. 28.
— Ertu ekki orðinn þreytt-
ur i fótunum, Ragnar?
— Nei nei, ég er á Dolcis-
skóm, svarar hann. Þetta er nú
meira puðið. Það var erfitt
fyrsta daginn, en nú er það að
lagast. Ég er að hugsa um að
selja bara starfsfólkinu fyrir-
tækið.
Uppi á lofti er Rut Guð-
mundsdóttir við afgreiðslu á
kápum. Hún er systir Ragnars
og eigandi fyrirtækisins með
honum. Það kemur margt
skrítið upp í verkföllum. Til
dæmis segir hún okkur að þess
séu mýmörg dæmi að kaup-
menn hafi yfirborgað starfs-
fólk sitt, greitt því mun meira
kaup en taxtinn segir til. Og
fái kröfur afgreiðslufólksins
fram að ganga, þá mun það fá
lægra kaup en áður. Samkvæmt
taxta.
í Kjörgarði er líf og fjör.
Þar má segja að hver silki-
húfan sé upp af annarri, það
er að segja hver stórforstjór-
inn við annan. Þarna er Bern-
harð Laxdal klæðskerameistari
á þönum kringum kúnnana og
Kristján Friðriksson í Últíma
lætur sig ekki muna um sporin.
Við komum Örlygi Sigurðssyni
í opna skjöldu. Hann er að af-
greiða bleyjubuxur í Storkin-
um og mælir ákaft með vör-
unni. Hann er kvongaður eig-
andanum, frú Unni Eiríksdótt-
ur. Hann verður ofsakátur
þegar hann sér okkur, segir frá
Kæri Astró.
Ég er fædd kl. 10.30 að kvöldi
dags í Vestmannaeyjum. Hef
verið í skóla og unnið í frysti-
húsum á sumrin. Mig langar
til að vita það helzta um ástar-
mál mín og framtíðina. Hvern-
ig er útlit mannsins, sem ég
giftist? Þekki ég hann nú og
hef ég ef til vill verið með hon-
um? Hvenær giftist ég? Hvað
mörg börn eignast ég? Hvar á
ég að búa í framtíðinin? Hvern-
ig verða fjármálin? Á ég ef
til vill eftir að ferðast til út-
landa?
Beztu þakkir fyrirfram.
Bjargey.
Svar til Bjargeyjar.
Geisli sjöunda húss stjörnu-
spár þinnar fellur á fyrstu
gráðu Vatnsberamerkisins. Það
eru því allar líkur til þess að
þú þekkir mannsefni þitt nú
þegar, því yfirleitt þróast ásta-
málin þannig hjá fólki með
þessa afstöðu að langur kunn-
því að hann hafi byrjað hér
sem sendisveinn í gær, en hafi
nú hækkað í tign og er orðinn
innanbúðarmaður hjá konu
sinni. Og hann sér fram á for-
stjórastól ef þessu heldur
áfram.
— Byrjaði ekki Vilhjálmur
Þór sem sendisveinn, segir
hann og skellihlær svo bleyj-
urnar þyrlast upp af borðinu,
og þetta er hann orðinn.
Svo bætir hann við í lægri
tón:
— Annars vona ég að verk-
fallinu fari að ljúka svo ég geti
hætt að vinna.
Kristján í Últíma leikur við
hvern sinn fingur, snarar
krumpuðum jökkum af austan-
fjallsbændum og Reykjavíkur-
gæjum og steypir yfir þá
splunkunýjum Últímafötum.
Þetta eru eins og nýir menn
og ljóma upp þegar þeir líta
í spegilinn. Það er fljótlega
gert út um kaupin.
— Þeir eru komnir til að
taka mynd af forstjórunum sem
allt í einu eru farnir að vinna
ærlegt handtak, gellur við í Ör-
lygi-
— Ég skal bara segja ykkur
það, piltar, að ég hef alltaf
unnið lengstan vinnudag hjá
mínu fyrirtæki, svarar Kristján.
Þó ég sé forstjóri.
Svo býður Kristján upp á
kaffi, þetta eru miklir höfð-
ingjar og hafa gamansögur á
hraðbergi, hreint ekki bangnir
þó tímarnir séu svona erfiðir
og ástandið ljótt.
Niðri í Hafnarstræti er mikil
umferð og ys og þys, beint á
ingsskapur á sér stað áður en
málin komast á það stig að
verða gifting. Það eð geisli sjö-
unda húss fellur í merki Vatns-
berans eru allar líkur til þess
að mannsefni þitt verði fætt
undir því sólmerki eða á tíma-
bilinu frá 21. jan. til 20. febr.
Fólk, sem fætt er undir þess-
um árstíma og þó einkum þeir,
sem fæddir eru fjmstu dagana
í merkinu hafa hvelft enni, allt
að því kartöflunef og línur
andlitsins mjög áberandi boga-
dregnar. Þcir eru mjög félags-
lyndir og hafa unun af tónlist
og vísindalegri hugsun en eru
þó venjulega meira gefnir fyrir
að ræða um lnutina heldur en
lesa sér til um eínið. Líklegasta
giftingarár þitt verður um 22.
aldursár þitt.
Það eru allar líkur til þess
að þú eignist ein sex til sjö
börn og sveinbörn verða í meiri-
hluta.
Það eru ekki miklar líkur til
móti Steindóri er verzlunin
Gluggar h.f., stór og mikil og
þar er margt um manninn og
helzt eru það konur sem eru
að fá sér efni í gardínur, þurfa
margt að handfjalla, skoða,
spekúlera og bera saman. Við
afgreiðslu í þessari stóru búð
er hins vegar aðeins einn mað-
ur og hann þó ekki af verri
endanum, sjálfur forstjórinn,
Þorvaldur Ari Arason hæsta-
réttarlögmaður með meiru.
Heldur er hann þreytulegur þar
sem hann stendur við eitt borð-
ið og ber fram hvern strang-
an á fætur öðrum fyrir virðu-
lega frú í bænum. Hann lítur
upp þegar við nálgumst og
Runólfur hefur uppi myndavél-
ina.
— Hvað get ég gert fyrir
ykkur annað en að brosa?
Svo brosir hann sínu breið-
asta brosi og sagðist hreint
ekki kunna illa þessu nýja
starfi sínu.
— Það er bara verst hvað
ég er vitlaus í verðinu á þessu,
sagði hann. En ég skal segja
ykkur það, að ég afgreiddi
hvorki meira né minna en 80
afgreiðslur í gær — á 8 tímum!
Og við spyrjum:
— Og hvaða kaup fyndist þér
réttlátt fyrir það?
— Mikið kaup, svarar Þor-
valdur Ari og flýtir sér að af-
greiða næsta viðskiptavin.
Hjá Agli Jacobsen í Austur-
stræti er mikið um að vera
þrátt fyrir verkfallið. Þar
stendur fjallakempan og öræfa-
hetjan Úlfar innan við búðar-
borðið og selur nælonundirföt
þess að þú eigir í miklum bú-
staðaskiptum yfir ævina, held-
ur verður búsett í heimahög-
unum lengst af. Hins vegar
gæti verið að þú eigir eftir að
ferðast eitthvað, en það verða
fremur stutt ferðalög.
Það lítur hins vegar ekki
eins vel út með efnahaginn hjá
þér og peningana, því þrátt
fyrir að þú kunnir að hafa tals-
verðar tekjur eða maki þinn
þá mun þér haldast mjög illa
á fé, sakir ýmiskonar kostnað-
ar, t. d. í sambandi við börnin,
skemmt'anir og aldrei ættirðu
að ieggja út í tvísýnu með fjár-
muni með sxyndigróða fyrir
augum. Þú æ-ttir einnig að gæta
tilfinninga þinna og láta ekki
skyndií hrif, reiði eða hrifningu
leiða þig út í að framkvæma
verknað, sem þú dauðsérð eftir
síðar meir að hafa gert.
Máninn í sjöunda húsi bend-
ir til þess að þér mundi farnast
vel í félagslífinu og þú og aðx'ir
kvenna og annan flngerðan
varning. Hann er glaður og
reifur og segir að þetta sé bara
gaman. Við spuiðum Egil bróð-
ur hans hvernig Úlfar stæði
sig.
— Hann er bara efnilegur.
Exx við gætum samt ti-úað að
Úlfar óskaði sér upp í Öskju
eða Ódáðahraun.
Eitt mál á dagskrá
Framhald af bls. 14.
einhver verði hræddur, Kalli
minn, spaugaði ég.
— Þeir hirði sneið, sem
eiga, anzaði hann í sama tón.
— Jæja, þegið þið þá, ef þið
ætlið að hlusta, sagði Grímur
og hóf frásögn sína:
— í sumar eru liðin elleíu
ár síðan þetta gerðist. Ég var
þá á síldarbát fyrir norðan. Við
höfðum lítið aflað og vorum
því leiðir á lífinu. Og einmitt
þegar við vorum að byrja að
vei’ða varir við síld bilaði vél-
in í dallinum. Við leituðum
hafnar í litlu sjávai-þoi-pi og
þar var vélin athuguð. Hún
reyndist mikið biluð og þurfti
að fá stykki í hana að sunnan.
Þetta var á föstudegi og útséð
um það að ekki yi-ði hægt að
fá stykkið og ljúka viðgei'ðinni
fyrr en eftir miðja næstu viku.
Við höfðum lítið við að vera
skipvei'jarnir, sumir ui'ðu sér
úti um bækur að lesa eða
brennivín, nú ellegar eitthvað
annað, eins og gengur.
Framh. á bls. 37
mundu hafa mikla ánægju af
störfum þínum í þágu þeirra.
Júpíter verður í ellefta húsi
allt næsta ár og bendir það til
þess að þú eigir auðveldara
með að afla þér vina og kunn-
ingja heldur en að öði-u jöfnu.
Ýmsar vonir þínar og óskir
munu einnig rætast undir þess-
um áhrifum.
Satúrn nálgast nú hvirfillínu
þína og verður í níunda og tí-
unda húsi næstu ái’in. Það bend-
ir til þess að þú eigir í nokki'-
um erfiðleikum með að vinna
þig í álit og fá viðui-kenningu
fyrir vel unnin störf. Eldra
fólk kann einnig að valda þér
erfiðleikum.
31
FALKINN