Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 32
IfiAMDAK TUK Þetta virðist vera á þann veg, að þér séuð frekar kviklyndur en ákveðinn, virðist hafa nokkurn áhuga á bókmenntum. Þér virðist vera nokkuð erilsamur maður og notið tímann sjaldan til ónýtis. Þér virðist hafa ferð- ast nokkuð utanlands. En það er eins og þér eigið erfitt með að vera lengi á sama stað vegna hinna öru geðs- sveifla yðar. Þér vírðist nokkuð forvitinn maður en ég gæti trúað að það tilheyrði frekar starfi yðar. Þér framkvæmið oft hlutina um leið og þeir koma í huga yðar en hugsið ekki um það verulega fyrr en eftir á. Það virðast vera tvö verkefni sem liggja fyrir yður nú á næstunni, yður munganga svona rétt sæmilega mc-ð það fyrra en betur með síðara verkefnið. Þér virðist umgangast nokkuð lávaxna frekar full- orðna konu og ég gæti trúað að hún kæmi yður bráð- lega á óvart. 9/~J** Ég gæti trúað að þér ættuð eftir að búa utanlands um 1—2ja ára skeið og þér farið sennilega fyrir næstu áramót. Þér virðist hneigjast nokkuð til trúmála en ég reikna með að þér hafið of mikinn áhuga á dulrænum efnum. Þó að yður þyki gaman að fylgjast með því efni. Þér virðist finna stundum til þreytu í hægri fætinum, aðallega. Þér virðist nokkuð mæðinn og fáið þá þunga fyrir brjósiið, og eigið til með að fá eins og suðu fyrir eyrun, er gæti stafað af þyngslum í höfðinu. Svo vonast ég til að þér finnið eitthvað af sjálfum yður í þessu bréfi. Með kveðju Ó. D. — Jæja, nú erum við búin að tala nóg um mig. Nú skulum við spjalla um tekjurn- ar yðar. HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU? Hrútsmerhiö (21. marz—20. avríl). Þessi vika mun verða yður með ýmsum hætti ánæg.iuleg og ekki hvað sízt er við kemur um- gengni yðar við vini og vandamenn. Helgin sem í hönd fer verður ein sú ánægiulegasta i langan tíma. Nautsmerkið (21. avríl—21. maí). Svo sem við sögðum um daginn væri það yður fyrir beztu að fara gætiiega um þessar mundir og ráðast ekki í neinar stórframkvæmdir nú sem stendur heldur bíða átekta og s.iá hver.iu fram vindur. Tvíburamerkið (22. mai—21. iúní). Þér ættuð að gera vður dagamun um næstu helgi og vita hvort það mundi ekki bæta skapið. Hætt er við að þér verðið fyrir töluverðri ágengni af f.iölskyldunni en en þér skuluð taka því með ró. Krabbamerkið (22. iúnl—22. iúlí). Svo sem fyrir vika verður þessi m.iög róman- tisk og þér ættuð að lyfta yður upp svo sem frekast er kostur. Þér skuluð þó fara gætilega í þeim efnum sem öðrum þvi allt er bezt með fors.iá. Ljðnsmerkið (23. iúli—23 áaúst). Þér skuluð taka lífinu með ró næstu daga og s.iá hvaða stefnu málin taka. Einkum á þetta við um allt er lýtur að vinnustað. Laugardagurinn getur orðið skemmtilegur. Jómfrúarmerkið (2h. áaúst—23. sevt.). Nú er um að gera að notfæra sér hinar heppi- legu afstöður sem eru um bessar mundir. Óvíst er að vita hvenær þær gefast aftur og þess vegna er um að gera að notfæra sér þær. Vogarskálamerkið (2h. sevt.—23. okt.). Ýmisleg eru þau mál sem þarfnast úrlausnar hjá yður um þessar mundir og þér ættuð að koma þeim í örugga höfn áður en þér ráðist i önnur. Miðvikudagurinn verður skemmtilegur. Svorðdrekamerkið (2h. okt.—22. nóvJ. Þér ættiið að tala minna en framkvæma þess meira. Nú eru líka að ýmsu leyti heppilegar afstöður til slíkra verka og þess vegna er um að gera að notfæra sér bær. Bogamannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Þér ættuð að gera meira af áætlunum og vinna eftir þeim en þér hafið gert til bessa. Þetta mun koma berlega í ljós áður en langt um líður. Undirbúið framtíðina vel. Steinaeitarmerkið (22. des.—20. ianúar). Minnist þess að ráðast ekki í of mikið. Ljúkið við eitt áður en ráðist er í annað og þá mun yður ganga allt betur. Vikulokin kunna að verða með nokkuð sérstökum hætti. Vatnsberamerkið (21. janúar—18. febrúar). Þér eigið sem fyrr að leggja alla áherzlu á iafnvægið sem fyrri daginn og gæta þess vel að sýna stillingu og hógværð. Þriðiudagurinn verður skemmtilegur. Fiskamerkið (19. febrúar—20. marz). 1 þessari viku skuluð þér gefa yður lausan tauminn og gera það sem yður langar til. Verið nú einu sinni þér sjlfur og látið aðra ekki hafa of mikil áhrif á yður. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.