Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 35
KVENÞJOÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir húsmæðrakennari. . Hárið á að bursta daglega svo að það verði fallegt og silkimjúkt Þar eð hárið fær næringu sína frá blóðinu, hefur það mikla þýðingu að örfa daglega blóðrásina í hárssverðinum, svo blóðið geti runnið óhindrað að hársrótunum. Kröftug bursting á hárinu kvölds ög morguns. er því nauðsynleg. Hárið á að bursta í allar áttir. Beygið höfuðið niður, svo blóðið geti runnið betur fram. Kröftug bursting dreifir líka hinni eðlilegu hárfitu jafnt um hárið og gefur því failegan gljáa. Jafnframt burstast úr hárinu ryk og það helzt því lengur hreint og lifandi. Kröftug bursting á hárinu, allt þar til það hitnar, gerir okkur hægara um vik að greiða það eins og okkur fellur bezt og fer bezt. En það er skilyrði að burstarnir séu vel hreinsaðir. Þá á að skola 1—2 í viku úr volgu salmiaks- vatni og skolast á eftir úr köldu ediksvatni. Eyrnahlífar 4 stk. Hlý í vetrarkuldum Efni: 25 cm af 120 cm breiðu skinnlíki. 25 cm af 90 cm breiðu fóðri. Stíft í skyggnið. 2% cm breiðan hnapp. Sníðið húfuna eftir mynsturteikningunni, gert er ráð fynr % cm í saumfar. Þekið hnappinn með efni. Sníðið á ská lengju 12Vz cm langa og 2V2 cm breiða, saumið hana saman, búið til lykkju. Saumið eyrnahlífarnar saman á röngunni, festið lykkj- unni með í þá, sem á að vera hægra megin. Snyrtið sauminn, snúið þeim við. „ Merkið fyrir miðju kollsins. að framan verðu og að aftan (Það Framhald á bls. 39. 35 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.