Fálkinn - 17.02.1964, Page 4
Eyðieyjan hefur verið skopteiknurunum mikill og góður
efniviður í inyndabrandara og virðist þetta efni nær ótæm-
andi. Venjulega útsetningin er eitthvað í kringum ástina
og heíur það birst á ótcljandi vegu. Þá hefur það einnig
sézt að eyjarskegginn hefur orðið sér úti um „utanborðs-
mótor“ og siglt eyjunni í átt að næsta meginlandi. Þá hef-
ur það einnig verið vinsælt að láta skattheimtumanninn
gera eyjabúum heimsókn. En þessi útsetning sem hér fylgir
mun vera algjört einsdæmi. Textinn er á þessa leið: Mark.
Núna er staðan 375350 gegn 372414.
Þrátt fyrir aldurinn heldur Louis gamli Arm-
strong sig við efnið. Nýlega hélt hann upp á
fimmtíu ára afmæli sitt í „show business11. Þegar
hann átti þetta merka afmæli var hann staddur
í Las Vegas og þar fóru hátíðahöldin fram. Þess-
ar þrjár stúlkur léku á sama stað og hann og
báru honum þessa köku. Þær eru talið frá
vinstri: Conni Haines, Jane Russel og Beryl
Davis. Mikið var um það rætt hér fyrir nokkru
að Louis mundi gera okkur heimsókn en það
virðist hafa dregizt eitthvað á langinn. Vonandi
verður þó af þeirri heimsókn.
STAL LÖGREGLUMÖNNUM
4, fXlkinn
Það getur margt furðulegt skeð í Ameríkunni og að
minnsta kosti ef dæma má eftir þessari sögu frá smá-
bænum Oxford í Michigan ríki.
Tveir umferðarlögregluþjónar, Richard Lamphier og
Wendell Hill, voru úti á eftirlitsferð hinn 6. apríl 1963
þegar þeir stöðvuðu bíl, sem ekki hafði sinnt stöðvunar-
skyldu. (Munið þið sjálf alltaf eftir að hlýða þeirri
skyldu). Bílnum ók hinn 24 ára gamli Fred Hannah.
Lögregluþjónarnir báru kennsl á Fred en hann hafði
setið inni í 11 mánuði fyrir ikveikju. Þegar lögreglu-
þjónarnir fóru að athuga málið kom í Ijós að Fred hafði
ekki ökuskírteini og var auk þess undir áhrifum áfengis.
Var hann því þegar í stað fluttur á lögreglustöðina.
Þegar þangað kom var Fred skipað að tæma vasa sína
hvað hann gerði en dró jafnframt fram skammbyssu,
sem hann miðaði á lögregluþjónana. Skipaði hann nú
lögreglumönnunum að afvopnast og hlýddu þeir án
mótmæla. Að þessu búnu gekk hann í bakherbergi nokk-
urt þar í stöðinni og skipaði konu þeirri er hafði tal-
stöðvarvaktina með höndum að fara fram í afgreiðsluna.
Þessu næst skipaði Fred lögregluþjónunum úr ein-
kennisjökkunum og síðan allri hersingunni út í bíl annars
lögregluþjónsins. Þessu næst var haldið í tveggja tíma
ökuferð og að því búnu á gistihús nokkurt. Er þangað
var komið skipaði Fred konunni að binda lögregluþjón-
ana og batt hana síðan sjálfur. Að þessu búnu tók Fred
vasabækur lögreglumannanna og 140 dollara, sem hann
fann í vösum þeirra og hélt á braut.
Eftir um klukkutíma veru í gistiherberginu gátu lög-
regluþjónarnir losað sig úr böndunum og þar með hófst
eltingaleikurinn við Fred. Hann fannst ekki hvernig sem
leitað var. Þremur vikum síðar gaf hann sig sjálfur
fram við lögregluna. Hann sagðist hafa stolið lögreglu-
mönnunum vegna þess að hann hefði óttazt að fá þungan
dóm fyrir að bera á sér skotvopn.
Hinn 6. ágúst sl. fékk Fred 7 til 15 ára fangelsisdóm
fyrir vopnað rán. Ákæran vegna ránsins á lögregluþjón-
unum var felld niður.
Hér fylgja tvær myndir og er önnur þeirra af þeim
sem var stolið en hin af Fred þegar hann gaf sig fram.