Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Page 11

Fálkinn - 17.02.1964, Page 11
haf, vötn og ár. Eftir kenningum og lífsskoðunum Ásatrúar, voru viss goð ráðandi hverjum um sig. Til þess að hafa þau hliðholl, var eina ráðið að heita þeim fórnum. Oft voru goðin lítt viðlátin til liðveizlu. En í raun bar meira á því, að heitin bæru árangur, sérstaklega í sjóferðum, því enginn var til frásagnar, þegar illa fór. Eftir að kristin trú var orðin ráðandi á íslandi, komu brátt til sögunnar ný hjálpargögn við óræð náttúruöfl. Það voru svonefndir dýrlingar. Eftir hugmyndum miðaldaguðfræðinnar, voru það menn, er höfðu unnið svo mikil góðverk í dvöl sinni á jörðinni, að þeir eignuðust sjóð af þeim á himnum, og gátu síðar meir miðlað úr honum meðal synd- ugra manna og endurnýjað og ávaxtað góðverk sín með því að aðstoða fólk í nauð með smáaðstoð. Svo varð brátt e.4 slíkir menn urðu til þarfa nokkurra á íslandi. Það er athyglisvert, hvar hinar 'fyrstu kirkjur og kirkjur yfirleitt vor r staðsettar á Suðurlandi.. Þegar litið er yfir það, er auðséð, að tvennt hefur þar aðallega ráðið. Fyrst og fremst voru kirkjur byggðar á höfðingja- setrum, það er á bæjum goðorðsmanna og goða. En jafnframt var þeir.i valinn staðúr nærri eða í námunda við torfærur, aðallega ár, illar yfir- ferðar. Stundum fór þetta tvennt saman. Tilgangurinn með staðsetningu kirkna nærri torfærum, var tvíþættur, hvortveggja þjónaði frumstæðum þörfum ferðamanna. Þegar ekki var fært yfir torfæruna eða komið var frá henni eftir vos og þrautir, leituðu ferðamenn gjarnan skjóls í kirkj- um, og guldu kirkjunni fyrir smágjald. Allar íslenzkar kirkjur voru helgaðar ákveðnum dýrlingi eða aðila í æðstaráði guðdómsins. Helgunin var aðallega gerð til þess, að viðkomandi kirkja fengi áheit frá nauð- stöddum, hvort heldur var í syndaflækju eða í öðrum háska. í tvísýnu var oft lagt í ár og vötn. Ferðamenn voru því fúsir að gjalda offur til kirkna eða dýrlinga þeirra, og ekki sízt, þegar kirkjan var helguð dýr- lingi, sem var kjörinn til handleiðslu á erfiðri leið. Hagfræði miðalda- kirkjunnar var markviss í auðgunarferðum, enda varð árangurinn mikill. Sá dýrlingur, er kjörinn var öðrum fremur verndari ferðamanna á sjó og vötnum, var hinn heilagi Nikulás. Þegar athuguð er dýrlinga helgun íslenzkra kii’kna, kemur í ljós, að hann er fimmti í röðinni. Fremri honum eru aðeins: María guðsmóðir, Pétur postuli, Ólafur konungur helgi og Þorlákur biskup helgi. Það er því auðséð, að íslendingar hafa haft heilagan Nikulás í miklu afhaldi, og er líklegt, að það sé af þeim sökum, að þeir fundu í honum sams konar dulúð og hinum fornu goðum og vættum. 2. Hvergi á íslandi er jafnsamstæð flækja stórfljóta á leið um héruð og á Suðurlandsundirlendinu. Á árdögum þjóðarinnar í landinu, voru að vísu árnar minni en þær urðu á seinni öldum, sérstaklega eftir 1600. En þrátt fyrir það, voru þær miklar torfærur, hættulegar og erfiðar yfir- ferðar nær því á hvaða árstíma er var. Ferðamenn þurftu því öðru frem- ur að hafa aðstoð hins óræða, vernd og fulltingi dulins kraftar. Hinn hsilagi Nikulás var þar öðrum fremur kjörinn, er átti gildan sjóð til miðlunar við ráð hins æðsta á himnum. Hann varð líka vinsæll og máttug- ur dýrlingur kirkna á Suðurlandi, og dýrlingur voldugustu og ríkustu kirkjunnar. Odda á Rangárvöllum. Skelfing og hætta í ferðum og á leið yfir stórár, mögnuð nær því á hverjum árstíma af gangi veðurs, var ekki síður til staðar víðar en í Rangárþingi. Skaftárþing er á öllum öldum einkennt fyrst og fremst af erfiðléikum ánna. Flaumósa jökulvötn renna þar um sanda stutta leið til sjávar hafandi oftast óvissan farveg, annan í dag en var fyrir skömmu. Þessi náttúrufyrirbrigði hafa örugglega af hinum fyrstu mönn- um verið talin goðmögnuð. Þau voru þeim áður ókunn og skelfileg í ógn sinni og veldi. Áður fyrr náði Sunnlendingafjórðungur aðeins austur að Jökulsá á Sólheimasandi. Skaftárþing var þá vestasta þing Austfirðingafjórðungs. Það er nær skorið i sundur um miðbikið af vötnum og söndum. Austas i bærinn í vesturhlutanum er Núpsstaður, er til forna hét Lómagnúpuv. Þar er fagurt bæjarstæði, auðkennt af hrikaleik hins stórbrotna land -,- lags. Til eru sagnir um, að bærinn hafi áður staðið undir Lómagnúp, ei aðallega ályktað af frásögn Njálu. En til þess tel ég litlar líkur, r 5 bærinn hafi verið annars staðar en hann er nú. Lómagnúpur er í tign og veldi stórbrotið og hrikalegt fjall. Hamrr- veggur hans rís þilbeinn upp af láglendinu, og er sá hæsti á föstu lanc’i hévlendis. Aðeins til jafns við hann eru hrikabjörg úr sjó. Goðmögnuð kynngi hinna fyrstu manna einkenna Lómagnúp frá fyrstu sögu. Ris- mikil og fögur er frásögn Njálu af draumi Flosa. Hann var staddur á Lómagnúpi og maður kom í geitheðni úr Lómagnúp og kallaði & menn hans með nafni, brennumenn, og voru þeir síðar kjörnir til hefnda fyrir brennusakirnar. En að lokinni stefnu gekk Járngrímur inn í fjallið, en Flosa „bauð ótta“. Sögn þessi er dulmögnuð töfrum arfsagnarinnar. Enda var höfundur Njálu rangæskur maður, er lengi dvaldi í námunda Lóma- gnúps.- Þegar var getið, að fagurt er bæjarstæði á Núpsstað. Upp af bænuri rísa hamrar, fagrir og hrikalegir, bjóðandi ógn af hruni grjóts á láglendi og tún, er stundum fellur allt niður að bæjarhúsum. Björg úr bæjar- hömrum hafa oft verið til skelfingar. En ekki er mér kunnugt um, að slvs hafi orðið af, en átroðsl mikil og erfið fyrir bændur. Tún eru grösug og stór, liggja vel við sumri og sól. Þau eru ræktuð upp af grösug- ur 1 flötum vallgróins lands, er nær allt til sands og hefur örugglega fyrr Framhald á bls. 39. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.