Fálkinn - 17.02.1964, Side 17
— Mér kemur í hug Sígurður ívarsson. Hann var flug-
skarpur og vel menntaður, orti mikið í Spegilinn á sínum
tíma. En honum þótti sopinn góður og fór ekki í launkofa
jneð það. Oft var honum fjár vant eins og gefur að skilja og
íeitaði þá til ýmissa kunningja sinna. Ég var eitt sinn á ferð
i Reykjavík og var á gangi eftir Austurstræti. Um þessar
mundir bruggaði ég soldið — það var ósköp lítið, bara soldið
— soldið. Jæja, vinur minn ég er þarna á gangi og þá heyri
ég fyrir aftan mig að Sigurður víkur sér að Lárusi Jóhannes-
syni sem nú er hæstaréttardómari og biður hann að lána sér
50 krónur. Lárus svarar honum: „Þarna gengur hann Hjálmar
á Hofi og þú skalt fá 50 krónurnar og nýjan hatt ef þú getur
smellt á hann vísu þannig að hann geti ekki svarað.“
Þegar ég heyri þetta greikka ég heldur sporið og skýst inn
á sjoppu bakdyramegin, bjóst ekki við að Sigurður fyndi mig.
Þetta reyndist þá vera vínsala og ég fæ mér hálfa flösku og
fer fram í veitingasalinn og sezt þar og panta öl. En Sigurður
hafði séð við mér og kemur nú inn á eftir mér, sezt við
borðið hjá mér. Ég býð honum upp á öl. Þá smellir Sigurður
á mig vísunni:
Hjálmar greiðir hispurslaust
úr hverjum vanda.
Bruggað hefur ljóð og landa
lagtækur til munns og handa.
Mér varð algerlega orðfall og er þetta í eina skiptið sem
ég hef ekki getað svarað fyrir mig. En ekki þótti mér það
lakara, því vel gat ég unnt Sigurði nýja hattsins og 50 krón-
anna. Að vísu svaraði ég löngu síðar að gamni mínu með
þessari stöku:
Léttist Sigga ljósa brún
þá skenkt er skálin.
Þó löngum syrti lífs í álinn
leikur á nótum Braga sálin.
Eins og áður er getið fluttist Hjálmar búferlum suður f
Kjalarneshrepp og setti saman bú að Hofi, landnámsjörðinni.
Við spurðum hann hvort ekki hefði margt breytzt á þeim tíma
er hann hefur búið þar.
-— Jú, þá voru hér 30 býli á nesinu og allt morandi af
fólki. Hér var útræði og þess voru dæmi að bændur úr Kjós-
inni kæmu hingað til róðra. Héðan var stutt á miðin, margt
á heimili, sjaldan færra en 20 manns og hrokkelsaveiði mikil.
Nú er ejcki bein að fá úr sjó.
— Og hvað veldur því?
— Dragnótin, svarar Hjálmar að bragði.
— Ertu viss um það?
— Já, það hef ég rannsakað sjálfur, svarar Hjálmar, þetta
voru þeir líka að segja fyrst þegar ég fór að amast við drag-
nótinni. Þeir sögðu: „Hvað ert þú að segja þetta, Hjálmar,
þú þekkir þetta ekkert og veizt ekkert um þetta.“ Svo ?
gerðl mér ferð suður síðastliðlð sumar og hitti að máli Guðmu: d
vin minn á Hrafnkelsstöðum. Hann kyssti mlg allan og fagnaii
vel. Og hann útvegaði mér „skiprúm" á dragnótabát. Ég fór í
einn róður og annað eins morðvopn og dragnótina hef ég ek d
séð. Það koma kannski 2—3 pokar í hali og af því er ekkl hirð-
andi nema rúmur poki. Hitt er allt smáseyði. Þeir segjast bjar.-a
þessu öllu með því að hafa riðilinn nógu stóran en gæta hins-
vegar ekki að því að sandkolinn leggst flatur fyrir og lokar a'-
gerlega fyrir. Seyðin komast ekki út. Já, svona er stjómin.
Þetta er hrein vitleysa. Það þætti saga til næsta bæjar f v ð
bændur færum að gefa rollunum lyf sem steindrepa í þein
fóstrið!
— Ertu hættur að róa?
— Ég hef trilluna ennþá og ræ oft. Áður fyrr var aflinn
svo mikill að heimilisfólkið torgaði honum ekki og varð ég
þá að selja það sem umfram var. Nú fór ég um allt í fyrra,
þekki hér öll mið, fór út fyrir Akranesskaga og út á Svlð
og varð ekki var við marhnút, hvað þá meira.
— Og áttu margt fé?
— Nei, nei, ég er hættur búskap og hef ekki nema 100
rollur að dunda við í ellinni. Hef þær hér í húsi. En sonur
minn Hörður er tekinn við búinu.
— Og þú yrkir enn?
— Það er nú orðið lítið. Ég á orðið í eina ljóðabók og hcf
hana tiltæka, enginn veit sitt skapdægur. Hún á að bera heitið
Rökkurstundir. Ég býst varla við að margt drífi á dagana úr
því sem komið er. Þó er aldrei að vita hvað fyrir mann getur
komið. Eins og ég sagði ykkur áðan veit ég harla fátt um
fyrstu æviárin mín, ég var þá á flandri hjá ókunnugu fólki.
Það kom því hálfilla við mig þegar ég var á ferð fyrir norðan
fyrir fáeinum árum að oddvitinn í Sveitastaðahreppi kom að
að máli við mig. Kvað hann erindi sitt það að rukka mig um
sveitarskuld — sjötíu ára gamla. Ég hafði aldrei heyrt á
þetta minnst. En eftir þessu að dæma hef ég verið á hreppn-
um í heilt ár, skuldin var 100 krónur og hafði verið færð
frá ári til árs. Ég sagði oddvitanum að þessa skuld skyldi
ég borga honum þegar hann sýndi mér hana í frumgerð.
Það gat hann náttúrlega ekki, annaðhvort er bókin týnd eða
komin í safn en skuldin hafði þó ekki verið afskrifuð heldur
látin standa öll þessi ár. Já, þetta kom dálítið illa við mig.
Degi var tekið að halla er við kvöddum hið aldna skáld
á Hofi, son hans Hörð og Aðalbjörgu tengdadóttur hans Jóns-
dóttur frá Norðfirði og þökkuðum þeim góðan beina. Hjálmar
stóð einn á hlaðinu er við kvöddum, nokkrum dögum áður
hafði hann misst lífsförunaut sinn . ..
En fjórar ljóðabækur og 40 afkomendur munu enn um
sinn halda nafni hans á lofti. ,