Fálkinn - 17.02.1964, Page 30
\
UTLA
SAGAIM
EFTIR
WILIV
BREIIMHOLST
HííY»W"/7r^
‘ i»
h’im&
AFTURNJÖLSNARMLEIKUR
Sé gert ráð fyrir að bíllinn
manns dveljist ekki alla ævi
í bílskúrnum heldur aki maður
honum stöku sinnum, þrátt
fyrir þrengslin á strætum og
vegum, viðri hann í stuttri öku-
ferð á sunnudegi, þá verður
ökumaðurinn að horfast í augu
við þá staðreynd að ósköpin
geti dunið yfir hvenær sem er
og í 99 tilfellum af hinum
frægu 100 einmitt þegar þeirra
er sízt von.
Þau dundu yfir okkur næst
liðinn sunnudag á undurfagurri
leið norður á bóginn. BANG!
heyrðist skyndilega, og Marí-
anna rak upp skræk meðan ég
lét ekkert á mig fá og steig fast
á bremsuna æðrulaus.
— Hitti hann þig? surði
Maríanna og náði varla andan-
um.
— Hitti? sagði ég og dró
andann djúpt að mér.
— Já, var þetta ekki veiði-
maður sem skaut voðaskoti?
— Það var afturhjólið sem
sprakk.
Ég fór út og leit á það. Það
var ákaflega flatt og vindlaust.
— Hvað nú? spurði Marí-
anna, ekki geturðu skipt um.
— Auðvitað get ég það,
svaraði ég og gjóaði augunum
til hliðar lítið eitt taugaóstyrk-
ur, en því skyldi ég gera það?
Það er einmitt í svona tilfell-
um sem maður getur hrósað
happi yfir því að vera meðlim-
ur í Félagi Bifreiðaeigenda.
— Skipta þeir um dekk í
Félagi Bifreiðaeigenda? spurði
Maríanna örvilnuð.
Ég kinkaði kolli og settist í
aftursætið.
— Já, sagði ég við þurfum
ekki annað en bíða róleg eftir
því að hjálparbíll aki framhjá.
Svo skipta þeir um dekk. Og
það kostar ekki eyri úr því
maður hefur greitt árgjaldið
sitt. Og það hef ég greitt skil-
víslega í 17 ár án þess nokkru
sinni að hafa notfært mér rétt-
inn til að láta þá skipta um
afturdekk. Vegaþjónustan gerir
ekki annað en aka um allan
liðlangan daginn og aðstoða bíl-
stjóra sem þarfnast þess. Og nú
þarfnast ég þess.
Við biðum hálftíma. Vega-
þjónustan lét ekki sjá sig.
— Þetta er einkennilegt,
sagði ég og leit á klukkuna.
Kannski hafa þeir ekki heyrt
hvellinn, sagði Maríanna.
Þessi athugasemd fannst mér
of barnaleg til þess að hún
væri svaraverð.
— Kannski er þetta ómögu-
legur staður sem við höfum
valið okkur, hélt hún áfram,
ég á við... þetta er mjór af-
leggjari, ekki satt? Kannski
fara þeir bara eftir þjóðvegun-
um.
Ég leit á kortið til að athuga
hvað væri langt að næsta þjóð-
vegi. Fjórir kílómetrar.
— Vilt þú, eða ég? spurði
ég þegar við höfðum beðið hálf-
tíma í viðbót.
— Hvað þá?
— Labba út á þjóðveginn og
ná í hjálarbílinn.
Ég sá það greinilega á svipn-
um á Maríönnu að hún hafði
þegar tekið ákvörðun um hvort
okkar ætti að fara. Svo ég steig
orðalaust út úr bílnum og lagði
af stað. Ég hlaut að hafa litið
vitlaust á kortið. Þegar ég loks
*******
var kominn út á þjóðveginn var
ég að niðurlotum kominn og
fannst ég hafa gengið a. m. k.
40 kílómetra. Eða kannski 400;
Ég lét fallast niður á vegar-
brúnina. Ég beið einn klukku-
tíma. Enginn hjálparbíll. Ég
varð hálf sljór af sólskininu og
rann í brjóst dálítinn tíma.
Þegar ég opnaði augun sá ég
gult mótorhjól bruna framhjá.
Vegaþjónustan!
— Hæ! hrópaði ég af öllum
lífs og sálarkröftum, hæ!
Bíddu!
En það var um seinan. Hann
heyrði ekkert. Nú átti hann
eftir að fara sýsluna á enda
áður en hann kæmi aftur. Það
tæki minnst þrjár klukkustund-
ir. Ekki nennti ég að bíða eftir
því. Svo ég lallaði af stað á
völtum fótum aftur í áttina að
bílnum mínum Eftir hálftíma
gang mætti ég stóreflis vöru-
bíl. Ég veifaði hendinni og
stöðvaði hann.
— Viljið þér græða hundrað-
kall á því að skipta um eitt
dekk?
— Nei, svaraði bílstjórinn,
ég hef öðrum hnöppum að
hneppa. Ég gerði ekki annað í
dag ef ég ætti að sinna öllu
svoleiðis kvabbi.
Og þar með fór hann. Nú
var farið að skyggja þegar ég
loksins komst aftur að bílnum.
Mig rak í rogastanz. Það var
búið að skipta um dekk!
— Það kom vörubíll með
skepnur á pallinum, útskýrði
Maríanna sigri hrósandi, bíl-
stjórinn sagði það væri óhæfa
að falleg stúlka eins og ég
skyldi sitja hér með sprungið
dekk í stað þess að aka um
veröldina og freista gæfunnar
og svo skipti hann um dekk
30 FÁLKINN