Fálkinn - 17.02.1964, Page 38
VARIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI"
Loks varð Ottó ferðafær á nýjan leik, og sólbjartan morgun
reið hann uppáhaldshestinum sinum, Baldri, út um hlið Arnar-
kastala. Danni reið við hlið hans. Þeir staðnæmdust fyrst við
Tindakastala, sem var hálfa dagleið frá Arnarkastala. _ Þar
bjuggu frændur Ottós. Danni heimtaði, að þeir færu sér rólega
og liðið var á dag, er þeir komu á ákvörðunarstað. Tveir ungir
menn, sem voru áberandi líkir, komu hlaupandi út til að heilsa
þeim. Það voru Hrói og Álfur, synir Valtýs Tindaíávarðar. „Ottó
i Arnarkastala!“ hrópuðu þeir glaðlega. „Hverju eigum við það
að þakka, að þú kemur hingað? Ertu að bjóða okkur á burt-
reiðar? Eða ertu á veiðum? Vertu alla vega velkominn að
Tindum!" Ottó tók hlýlega í útréttar hendur þeirra og sagðl
þeim, að hann væri í alvarlegum erindagerðum. „Hættu!“
hrópaði Hrói. „Ekki meira um það. Við megum ekki ræða
alvarleg mál fyrr en eftir kvöldmat. Annars missum við alveg
matarlystina!“
„Faðir okkar hefur ekki verið hraustur upp á siðkastið," sagði
Álfur, sem virtist hugsa nokkru alvarlegar en tvíburabróðir
hans. „Hann hvílist seinni part dagsins svo þú getur hvort eð
er ekki rætt við hann fyrr en í kvöld." „Sjáðu nýja hestinn
minn, Ottó,“ sagði Hrói. Svo fór að Ottó eyddi síðdeginum með
hinum iífsglöðu frændum sinum, sem voru uppfullir af prakk-
arastrikum. Eftlr konunglega kvöldmáltíð settist hann framan
við arininn, ásamt Valtý. Tvíburarnir, sem ekki voru fyrir það
að ræða alvarleg viðfangsefni fóru brott og skildu Ottó og
föður sinn eftir. Valtýr hlustaði þögull á sögu Ottós. „Já, já,
mjög athyglisvert...“ sagði hann, þegar Ottó hafði lokið máli
sínu. Kvalagrettur komu á andlit hans. „Þessi gigtarskolli...
Fyrirgefðu Ottó, við skulum ræða þetta nánar í fyrramálið."
Hann reis á fætur og gekk út, en Ottó sat vonsvikinn eftir.
En lávarður Tindakastala kom ekki morguninn eftir. „Vertu
ekki svona óþolinmóður," sagði Álfur. „Þú hefur nægan tíma tU
að ræða við hann eftir kvöldmatinn." Hrói kom að í sömu
svifum með boga og örvar Hann benti á skotskífu í horni
hallargarðsins og kaliaði: „Við skulum sjá, hversu hittinn þú
ert í dag, Ottó.“ Ottó tók bogann. míðaeði i skyndi og skaut.
Or hans lenti til hliðar í skotskifunni. Hann miðaði betur næst
og hitti beint í miðju. „Hvað um að fara á veiðar smástund?"
spurði Álfur. Hrói rauk þegar til og náði í fleiri stráka, og
innan skamms stefndi hersingin til skógar. „Hvi ekki að
skemmta sér eitthvað?" hugsaði Ottó. „Ég get hvort eð er ekki
talað við Valtý fyrr en i kvöld." Þeir sneru aftur undir kvöld,
þreyttir en ánægðir. Og allt kvöldið beið Ottó eftir Valtý lávarði,
en árangurslaust..,
FÁLKINN