Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 40
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIDJAIM H.F.
Skúlagötu 57. — Simi 23200.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Spítalastíg 10
Sími 11640.
Prentun á bókum
blöðum '
tímaritum.
Alls konar eyðublaðaprentun
Vandað efnl
ávallt fyrirliggjandl.
Gúmstimplar afgreiddir
með litlum fyrirvara.
Leitið fyrst til okkar.
Félagsprentsmiöjan h.f.
Spítalastíg 10 -*• Sími 11640.
Jálkimi tfhjyur út
KapelSan
Framhald af bls. 39.
öllu og messustakk, 4 altarís-
klæði og þrjá dúka, kaleik 1
og þrenn corporalía, kertistik-
ur 3, smeltakross, glóðarker og
eldbera, 9 merkur vax, sloppa 2
og 2 kantarkápur, klukkur og
tjöld umhverfis kirkju, 3 merk-
ur í bókum, mundlaug, róðu-
krossa 3, sacarium mundlaug,
tréskrín með reliquiis, hálft
sjötta hundrað fjöru. Hún á og
stól og lektara. Þangað liggja
undir 2 bæir til tíundar, og er
bænhús að Raufarbergi og tak-
ast af 6 aurar. Þar skal vera
prestur og djákn.“
Af máldaganum sézt greini-
lega, að kirkjan á Lómagnúpi
er prýðilega vel efnuð, þrátt -
fyrir það, að sóknin er lítil
aðeins „2 bæir til tíundar."
Hvað veldur? Af Vilchins mál-
daga frá árinu 1397 sézt, að
kirkjan hefur enn efnast nokk-
uð að lausafé, en ekki gripum
svo neinu nemi, enda eðlilegt,
því að á árabilinu 1340—1397,
var landið nær aðflutningslaust,
og ekki sízt í hafnlausum hér-
uðum.
Það er ekki tilviljunin ein-
tóm, að tvær kirkjur í sömu
sveit, Lómagnúpskirkja og að
Kálfafelli, eru báðar helgaðar
hinum heilaga Nikúlási, vernd-
ara ferðamanna á sjó og vötn-
um. Eru hér ekki að verki hin
hagrænu sjónarmið miðalda-
kirkjunnar? Ég tel það hiklaust.
Hvergi var kjörnari staður til
helgunar Nikulásar, en einmitt
í Fljótshverfi. Fyrir austan
sveitina er hinn ógnþrungni
Skeiðarársandur, hættulegur
yfirferðar. Ferðamenn er yfir
sandinn fóru hlutu því að heita
á hinn heilaga Nikulás og færa
kirkjunum mikil offur. Jafn-
framt urðu kirkjurnar afdrep í
vondum veðrum, þegar. þeir
komu hraktir af sandinum eða
biðu eftir að komast yfir hann.
Sérstaklega var þessi helgun
hagkvæm fyrir Núpsstaðar-
kirkju, er stóð rétt við sandinn,
og þaðan er kjörið útsýni til
Núpsvatna og leiða fyrstu á-
fangana austur. Einnig hafa
Núpsstaðabændur verið á öll-
um öldum allra manna kunn-
ugastir sandinum og kjörnir til
leiðsagnar. Hinn heilagi Nikul-
ás varð því til mikils auðs á
Núpsstað og minning hans lifir
í sérstakri rækt, er Núpsstaða-
bændur hafa sýnt kirkju hans,
eins og betur verður sagt.
Vestur Skaftfellingar urðu
snemma hrifnir af hinni al-
þjóðlegu kirkjustefnu, er mót-
uð var af vísum mönnum suð-
ur í heimi. Þeir byggðu upp
áhrifamikil menntasetur, er
höfðu mikil áhrif í íslenzku
þjóðlífi. Þar var stofnsett eitt
fyrsta kristsbú í landinu. Öll
rök hniga til þess, að sagnir
um helgi og heilagleik Nikulás-
ar erkibiskups, hafi snemma
borizt til íslands. Eins og kunn-
ugt er, voru íslendingar miklir
siglingamenn á þjóðveldisöld.
Þeir fóru víða og kynntust
margs konar menningarstraum-
um. Úti í Miklagarði voru þeir
1 Væringjasveitum og gátu sér
góðan orðstír. Um það leyti,
sem skipulag kirkjunnar á ís-
landi var í mestri mótun, var
gengi Væringja í Miklagarði að
hnigna. Þeir sneru heim til
norrænna landa og leið þeirra
flestra lá um borgina Barí á
Ítalíu, þar sem helgi heilags
Nikulásar var mest. Sennilegt
tel ég, að einmitt þar hafi ís-
lendingar komizt í veruleg
kynni við hinn góða dýrling
og flutt löndum sínum trúna á
miskunn hans og liðveizlu. En
hvað um það. Núpsstaðarkirkja
á fyrst og fremst auð sinn og
gengi að þakka þessum dýr-
lingi, og í kyrrð og friði nutu
bændur og búalið á Núpsstað
ávaxtanna af helgun kirkj-
unnar sinnar.
3.
Að afstöðnum siðaskiptum
tók saga kirkjunnar á Núpsstað
aðrá stefnu. Nágranriaprestárn-
ir, en sérstaklega Skálholts-
stóll, sölsuðu undir sig eignir
hennar. í tíð Brynjólfs biskups
Sveinssonar, var prestur á
Hörgsdal á Síðu séra Magnús
Pétursson. Hann er einhver
frægasti galdraprestur á Suður-
landi. Hann hafði til brúks vin-
áttu beggja, Krists og Satans.
Báðir dugðu presti vel, enda
kunni hann vel að gera á milli
til hvers hvor um sig var hent-
ugri. Prestur var harður í horn
að taka og lét hvergi hlut sinn.
Brynjólfur biskup fann að því
við hann, að hann hefði lagt
undir sig kúgildi Núpsstaðar-
kirkju, fjögur eða fimm að
tölu. Prestur viðurkenndi, að
kúgildin væru 'í umsjá hans.
En ekki er hægt að sjá af heim-
ildum, að biskup næði þessum
kúgildum af presti.
Brynjólfur biskup vísiter-
aði Núpsstaðarkirkju nokkr-
um sinnum í biskupstíð sinni.
Síðasta vísitazía hans er dag-
sett 16. september 1672. Þar
segir: „Það allt er til í vörzl-
um og varðveizlu Einars Jóns-
sonar, sem áður hefur kirkj-
unni fylgjandi skrifað verið.
Fimm kúgilda virði hefur bisk-
upinn meðtekið í Skálholt með
rifinni kirkjunnar klukku til
hennar endurbætingar, þá guð
vildi frið og lukku til gefa..
Utan voveiflegan tilfallandi
skaða mun kirkjan verða að
ábyrgjast þann sem ei er í sjálfs
haldi. Önnur fimm kirkjunnar
kúgildi og hundraðs ketill
standa hjá séra Magnúsi Péturs-
syni eftir hans meðkenningu
hér fyrir framan í bókinni
skrifaðri. Hér á staðnum eru
eftir sex kúgildi, því ekki sýn-
ist jörðin fær um fleiri með
fullum vörzlum, fyrir blæstri,
skriðum og vatnagangi sem ár-
lega aukast og yfirganga. Þó
er játað um vorar tíðir að prest-
urinn hafi hálfar leigur af átta
kúgildum, þó tveimur sé af-
létt fyrir skrifaðra nauðsynja
vegna.“
Af þessu sézt, að landgæðum
Núpsstaðar er stórlega hrakað,
enda nýtur staðurinn og kirkj-
an ekki lengur verndar hins
heilaga Nikulásar. En meiri
ógnir og skelfingar áttu eftir
að dynja yfir staðinn og hérað-
ið.
Eftir 1765 hættir kirkjan á
Núpsstað að vera sóknarkirkja.
En prestar messa þar enn og
má því um skeið líta á hana
sem bænahús. Skálholtsbiskup-
ar beittu sér fyrir því, að hún
var lögð niður sem sóknar-
kirkja, og þeir voru einnig á
móti bænahúsum, og hafa því
lítt ýtt undir presta að messa
þar. En fólkið á Núpsstað og
ef til vill á Rauðabergi, þótti
vænt um kirkjuna sína, sýndi
henni rækt og fékk prestinn
til að messa þar öðru hverju
Síra Jón Steingrímsson eld-
prestur messaði þar og fyrir-
rennarar hans öðru hverju. En
eftir daga hans var ekki mess-
að þar.
Á hvítasunnudag árið 1783
dundu yfir mestu hörmungar
er orðið hafa í sögu þjóðarinn-
Framh. á bls. 42.
ItlaAÍA
DAGIiR
er víðlesnasta blað,
sem gefið er út utan
Reykjavíkur.
BLAÐIÐ DAGUR,
Akureyri.
Áskriftasími 116 7. ]
DAGUR
40 FÁLKINN