Fálkinn - 01.06.1964, Qupperneq 9
eða 15. ágúst fengum við nokk-
ur boð. Óvissan og biðin reyndi
mjög á taugarnar og ég get
varla sagt að okkur hafi komið
blundur á brá. Snemma
morguns hinn 16. var ég orðin
örmagna og sofnaði, en vakn-
aði aftur um nóttina. Keisar-
inn hafði komið inn í herbergi
mitt og þrátt fyrir hina venju-
legu sjálfstjórn hans gat ég
mér strax til um, að eitthvað
óttalegt hefði komið fyrir.
„Soraya,“ sagði hann. „Nass-
iri og fylgismenn hans hafa
verið handteknir. Við höfum
beðið ósigur. Við verðum að
komast á braut eins fljótt og
unnt er.“
Zahedi sagði okkur síðar
að hann hefði beðið þar til að
kvöldi hins 15. ágúst áður en
hann afhenti forsætisráðherran-
um uppsagnarskjalið. Þetta
kvöld var stjórnarráðsfundur
og Nassirir gat því verið viss
um að hitta Mossadeq. En á
meðan hafði einhver fylgis-
maður okkar svikið okkur og
skýrt stjórninni frá áformum
ókkar og þegar herforinginn
kom til heimilis Mossadeqs
klukkan hálfellefu var hann
samstundis tekinn fastur.
Zahedi var varaður við á síð-
ustu stundu og fór í felur.
Þessi þróun mála kom alger-
lega flatt upp á okkur. Við
höfðum engan farangur tekið
með okkur til Kalardasht. Ég
hafði haft með mér hið nauð-
synlegasta í handtösku og við
klifruðumst í skyndi um borð í
litlu einkavél keisarans, sem
við höfðum flogið í frá strönd-
inni og upp í fjöllin.
Þetta voru æsandi augnablik.
Og allt virtist nú okkur tapað.
Þegar ég lít um öxl undrast
ég mest, hversu róleg og stillt
ég var. Ég held það sé yfirleitt
eðlileg viðbrögð manna, maður
öðlast einhverja óskiljanlega
sáálfstjórn og einbeitir sér að
því að hugsa um, hvað næst
verði að taka til bragðs.
,f„Getum við flogið til íraks í
þessari vél?“ spurði ég Moham-
med Reza.
„Nei, hún er allt of lítil fyrir
svo langt flug,“ svaraði hann.
„Við verðum að fara til Rams-
ar, þar sem Beechkraft vélin
bíður í flugskýlinu."
„Já, ef hún er þar enn,“ sagði
ég.
„Já, ef hún er þar enn,“
sagði keisarinn og yppti öxlum.
Við vissum ekki hvort við
vorum að ganga í einhverja
kænlega lagða gildru, eða hvort
stóra vélin hafði ekki verið
tekin burt og eyðilögð af stuðn-
ingsmönnum Mossadeqs. En til
allrar hamingju var allt í lagi
og við flugum áleiðis til Bagdad
með tveimur flugmönnum og
einkaflugmanni okkar.
Á leiðinni voru karlmennirn-
ir mjög daprir í bragði og
keisarinn sagði:
„Nú er öllu lokið.“
Og þó að ástæður okkar virt-
ust vissulega óglæsilegar þá
fékk ég eitt af hugboðum mín-
um og sagði:
„Hafið engar áhyggjur. Við
verðum komin heim til Teheran
innan viku.“
Mohammed Reza brosti þung-
lyndislega við mér eins og
hann vildi segja:
„Þér trúið þessu ekki einu
sinni sjálfar.“
Mér fannst keisarinn hafa
misst alla von of fljótt, og ég
var sannfærð um að hann var
enn vinsæll hjá þorra þjóðar-
innar.
Um nónbil greindum við
moskur Bagdad í fjarska. Við
báðum flugturninn um lending-
arleyfi, og sú bón olli feikileg-
um glundroða. og hefði ekki
getað verið meiri þótt við hefð-
um komið á fljúgandi teppi.
*
\
stæðan fyrir því var sú
að von var á írakskonungi
innan lítillar stundar, en hann
hafði verið á rannsóknarleið-
angri um land sitt. Flugvallar-
starfsliðinu þótti það vitaskuld
í hæsta máta grunsamlegt að
einmitt þá skyldi óþekkt flug-
vél birtast yfir Bagdadflugvelli.
„Hver eruð þér og hvað viljið
þér?“ spurðu þeir hvað eftir
annað en keisarinn vildi ekki
upplýsa það. Við bárum fyrir
okkur vélarbilun og var okkur
sagt að lenda á yzta horni flug-
vallarins. Jafnskjótt og vélin
var lent kom jeppabíll akandi
með fjölda hermanna. Enginn
þeirra þekkti okkur.
Mohammed Reza reif blað úr
minnisbók sinni, skrifaði fáein
orð og sagði:
„Gerið svo vel og færið kon-
ungi íraks þennan miða.“
Hermennirnir horfðu tor-
tryggnir á okkur og leiddu okk-
ur að litlum kofa, sem var eins
konar biðskýli. Fáeinum mín-
útum síðar fylgdumst við með
komu Feisals konungs. Hann
framkvæmdi herkönnun og ók
síðan á braut, og hafði ekki
hugmynd um að fáeinum metr-
um í burtu voru keisarahjón
írans sem pólitískir flóttamenn.
Nú kom flugvallarstjórinn til
okkar. Hann þekkti okkur sam-
stundis og flýtti sér að hringja
til hallarinnar. Þegar Feisal
konungur heyrði, hvað gerzt
hafði sendi hann utanríkisráð-
herra sinn Khalil Kenna út á
flugvöllinn og okkur var fylgt
á hið konunglega gestaheimili.
Þennan sunnudag var hiti
óvenjulega mikill i Bagdad, svo
að við gátum varla dregið and-
ann. Hitinn var 40 gráður í
skugga. Til allrar hamingju var
húsið með kælikerfi, og ég geri
ráð fyrir að við hefðum hnigið
niður örmagna eftir tauga-
spenning síðustu daga, svo
hefði ekki verið.
Klukkan fimm bauð Feisal
okkur til tedrykkju. Eini kjóll-
inn sem ég hafði verið í á leið-
inni. Ég spurði:
„En get ég gengið fyrir
konunginn svona klædd, hatt-
laus og berhent?“
„Auðvitað getið þér það,“
svaraði Kenna. „Hans Hátign
er full ljóst að þér eruð ekki
að koma af týskusýningu.“
IV
JB..HLinn tuttugu og tveggja
ára gamli Feisal fagnaði okkur
hið bezta og bauð okkur að
dvelja í Bágdad eins lengi og
við óskuðum þess. En við vild-
um helzt ekki níðast á gest-
risni hans og auk þess var
hitinn óbærilegur eins og fyrr
segir. Þess vegna tókum við á
leigu enska vél og flugum
áleiðis til Rómar hinn 18. ágúst.
Á meðan hafði flótti okkar
verið aðalfréttir heimsblað-
anna. Þegar við lentum á Ci-
ampino flugvelli voru mættir
fulltrúar ítölsku stjórnarinnar
að taka á móti okkur og auk
þess mörg hundruð blaðamenn
og ljósmyndarar. Hins vegar
leituðum við árangurslaust að
ambassador okkar, Nezam
Nouri, sem hafði tveimur ár-
um áður skipulagt hátíðahöldin
við brúðkaup okkar. Þar sem
hann kaus að sýna Mossadeq
hollustu sína hafði hann valið
þennan sérstaka dag til að fara
i sund við Ostia.
Ekki var nóg með það. Ég
hafði skilið eftir bifreið mína
— sem ég hafði keypt fyrir
eigin fé — í apríl í Rómaborg.
Áður en ég hélt heimleiðis bað
ég Nouri gæta lyklanna fyrir
mig. Nú neitaði hann blákalt að
afhenda mér þá. Sú staðreynd
að ég fékk lyklana þrátt fyrir
það var eingöngu að þakka
hjálpsemi eins sendiráðsstarfs-
mannsins, sem jafnvel þá var
fús að leika þjóf til að þóknast
keisaraynju sinni . . .
Við dvöldum að Hótel Ex-
clesior og fyrsta kvöldið hvild-
umst við eftir flugferðina. Þá
heyrðum við í útvarpinu, að
Fatemi utanríkisráðherrann
hafði ráðist mjög harkalega að
okkur í ræðu sem hann hélt
yfir alþýðu Teheranborgar.
Hann hafði krafist þess að allir
af Phaleviættinni skyldu
hengdir, lýðveldi stofnað og
kommúnistum boðin þátttaka j
ríkisstjórninni.
Eftir ræðu þessa höfðu Tudeh
fylgismenn rænt og ruplað 1
hundruðum verzlana í borg-
inni. Þeir höfðu ruðzt inn í
skóla og ráðuneyti og brennt
óteljandi myndir af keisaran-
um. Þeir höfðu einnig velt um
koll styttu af gamla keisaran-
um og sprengt hana í loft upp.
Þegar ég heyrði þetta allt
missti ég einnig alla von. Keis-
arinn og ég ræddum, hvað við
ættum til bragðs að taka. Hann
sagði:
„Við verðum að vera hagsýn,
Soraya, því að ég verð að játa
að ég er ekki ríkur. Þó vona
ég það nægi til að við gætum
keypt okkur einhvers staðar
búgarð.“
„Hvert vilduð þér helzt
fara?“ suprði ég.
„Ef til vill til Ameríku. Móð-
ir mín og Shams eru komnar
þangað og ég vona, að bræðr-
um mínum takist að koma á
eftir okkur.“
„Þér eigið við að við mund-
um öll búa saman?“
„Já, okkur yrði lífið léttbær-
ara ef við værum öll saman, og
sömuleiðis peningalega.“
*
I
raun og veru voru sogu-
sagnir þær um ævintýraleg
auðæfi Pahleviættarinnar stór-
kistlegar ýkjur. Þeir áttu
nokkrar landareignir, sem þeir
höfðu fengið eftir föður sinn,
en arðurinn af þeim hrökk þó
engan veginn til að hægt væri
að lifa sæmilegu lífi fyrir hann.
Bræður keisarans og systui
fengu einnig nokkra fjárupp
hæð frá honum, sem hann
greiddi þeim af sínu einkafé.
í íran hefur þjóðhöfðingi ekki
annað en laun sín frá ríkinu
Sú upphæð var þá um það bil
250.Q00 pund á ári, en af því fé
varð hann að greiða öll útgjöld
við hirðina og einnig annast
alla ættingja sína Þar af leiddi,
að hann hafði ekki getað lagí
mikið til hliðar.
Margt fólk hélt að við gæt-
um veitt okkur allt, sem hug
urinn girntist, en það var fjarr
öllum sannleika. T. d. höfðum
við aldrei efni á að kaupa dýr-
mæt listaverk. Ég vissi líka, að
keisarann hafði langað í mörg
Framh. á bls. 42.
ö
FALKINN