Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Síða 22

Fálkinn - 01.06.1964, Síða 22
Okkur finnst hann ekkert sérlega frýnilegur þessi gamli maður, enda á hann ekki að vera það, , Hann er að stíga gamla særingadansinn og flytja formælingar. Annars eru þetta leikur. Tveir menn keppa mn það, hvor geti talað verr um hinn og formælt hinum meira. Á meðan stíga þeir dans og slá taktinn á skinn, sem strengt er á viðarhring. Nú munu fáir kunna þennan gamla þjóðdans, og eru það nær eingöngu fulltrúar eldri kynslóðarinnar. Hinn 16. apríl síðastliðinn hóf flugvélin Gljáfaxi sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli og tók stefnu til norðvesturs. Innanborðs voru fjórir menn. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason, yfirflugstjóri Flugfélags íslands, flugmaður Jón R. Steindórsson og flugvél- stjóri Oddur A. Pálsson. Fjórði maðurinn tilheyrði ekki áhöfn vélarinnar, enda var auðséð á útbúnaði hans, að hann hugðist festa á filmur það sem fyrir augun bar, því hann var vopnaður kvikmyndatökuvélum í bak og fyrir, ásamt ljósmælingatækjum og öðrum þeim útbúnaði, sem til slíkrar iðju þarf. Þar var kominn Þorgeir Þorgeirsson, ein aðal driffjöðurin í ungu kvikmyndafélagi, Geysismyndum, sem telja má fyrsta vísinn að innlendum kvikmyndaiðnaði. Þorgeir er ungur maður að árum, aðeins rúmlega þrítug- ur að aldri. Hann sótti námskeið hjá franska sjónvarpinu í París og kynntist þar kvik- myndatöku. árið 1957, en síðar lá leið hans til Tékkóslóvakíu, þar sem hann stundaði nám við kvikmyndaskólann í Prag um tveggja ára skeið, með kvikmyndastjórn sem aðal- grein. Og nú var hann á leið með flugvélinni Gljáfaxa til Grænlands til þess að taka mynd- ir af hinu ævintýralega skíðaflugi, sem Flug- félagið hefur undanfarin tvö ár haldið uppi fyrir hina Konunglegu Dönsku Grænlands- verzlun. Við hittum Þorgeir að máli, nokkru eftir að hann kom aftur heim, og fengum að sjá

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.