Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 38
VARIÐ YKKUR Á' „ÞRENNINGUNNI“ „Hvað verður þá um Ottó?“ spurði Rut. Fáfnir yppti öxlum. „Það verður eins ástatt fyrir honum og mér núna. Hann verð- ur aðseturslaus aðalsmaður, sem hvorki á kastala né landareign. Og sviftur riddaranafnbót, geri ég ráð fyrir.“ „Hann hefur gott af smálexíu, uppskafningurinn sá arna,“ sagði Rut, með óvenjulegri ákefð í röddinni. „Það gleður mig, að þú skulir líta þannig á málin,“ sagði Fáfnir. „Um tíma var ég orðinn hrædd- ur um..,,S.jáðu!“ greip systir hans, sem var orðin rjóð í kinnum, framm í fyrir honum. „Þarna er sendiboðinn, sem þú ert að bíða eftir, geri ég ráð fyrir.“ Fáfnir rak upp undrunarhróp og flýtti sér út og fór meö komumanninn á fund Sigurðar. „Tókst þér að æsa Ottó í Arnarkastala upp til árásar?“ spurði hann áfjáður. Maðurinn kinkaði kolli og gaf nákvæma skýrslu, sem hófst á hinum dularfullu atburðum í skóginum, sem leiddu til dauða tíu Norð- manna, og endaði á fundi Ottós og Norðmannanna fjögurra í skóginum. Þegar hann loks hafði lokið máli sínu bað Sigurður hann kurteislega að yfirgefa herbergið. „Tíu beztu menn mínir drepnir," tautaði hann, náfölur af reiði. „Settu þetta ekki fyrir þig,“ sagði Fáfnir. „Miklu fleiri eiga eftir að deyja, áður en við höfum komið áformum okkar í framkvæmd.“ Hann glotti illgirnislega og hraðaði sér brott til að biðja um viðtal við konunginn. Hofmeistarinn kom aftur til hins konunglega biðsalar. „Hans hátign er ánægja að veita yður viðtal í kvöld í hásætissalnum," sagði hann við Fáfni. „Krónprinsinn mun verða viðstaddur við- talið “ Hann sneri sér við og gekk á braut. „Við verðum að knýja fram einhverja ákvörðun,“ sagði Fáfnir ákafur við Sigurð. „Mér er óhætt að treysta á stuðning þinn, er ekki svo?“ Vertu óhræddur," sagði Sigurður illskulega. „Dauði manna minna hrópar á hefnd." Fáfnir eyddi fyrri hluta dagsins í að búa sig vandlega, síðan settist hann niður og beið óþolinmóður. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.