Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 12
RONDCrrn TREFILUNN Framhaldssaga eftír INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR X. HLUTI Sama daginn og jarðarförin fór fram, kom ungur maður á lögreglustöðina og óskaði þess að fá að bera vitni í málinu. Hann var umsvifalaust sendur á fund sakadómarans. „Fáið þér yður sæti,“ sagði sakadómari þreytulega og benti á stólinn, sem margir höfðu setið í um dagana. Ekki aðeins þeir, sem hann hafði rætt við í þessu máli, heldur allir aðrir, sem höfðu verið kallaðir á hans fund. Þó var þetta erfiðasta mál, sem hann hafði haft með höndum. Ungi maðurinn settist og leit hreinskilnislega á sakadóm- arann. „Mér skilst að þér hafið eitthvað þýðingarmikið að segja mér,“ sagði sakadómarinn. „Já,“ svaraði ungi maðurinn. „Og það er?“ „Ég held að ég hafi séð myrtu stúlkuna aðfaranótt sunnu- dagsins.“ „Eruð þér reiðubúinn að leggja eið að því, að þér hafið séð Grétu Sigurðardóttur nóttina, sem hún var myrt?“ spurði sakadómarinn undrandi. „Næstum því.“ „Hvað heitið þér?“ „Valur Ragnarsson." „Hvar eigið þér heima?“ „Háveg 17.“ „Trúið þér á Guð?“ „Nei.“ „Viljið þér leggja við drengskaparheit yðar að segja sann- leikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann?“ „Já.“ „Hvenær sáuð þér hana og hvar?“ „Um tvöleytið aðfaranótt sunnudagsins. Hún gekk eftir Stakkaveginum við hliðina á ungum manni.“ „Eruð þér viss um að klukkan hafi verið um tvö?“ „Já.“ „Hvernig stóð á því að þér sáuð hana?“ „Ég var að koma heim til mín.“ „Þekktuð þér manninn sem hún var með?“ „Ég sá mynd af honum í dagbiöðunum.“ „Og hver var það?“ Maðurinn hikaði andartak og sakadómari var sannfærður um að hér væri komin hin langþráða sönnun um sekt Gunnars Hanssonar. „Það var þessi strákur “ sagði maðurinn þá. „Hvað?“ „Sigfús held ég hann heiti.“ „Tókuð þér eftir því, hvernig þau voru kiædd?“ „Já. hún var í grárri kápu minnir mig, og hann var í bláum frakka með brúnan trefil um hálsinn.“ 12 FÁLKINN „Gerið þér yður ljóst, hvað þér eruð að segja, maður minn? Eruð þér sannfærður um, að það hafi verið Sigfús, en ekki Gréta, sem hafði trefilinn um hálsinn?“ „Já.“ „Þér eruð fús að leggja það við drengskap yðar, að þessi orð séu sönn?“ „Já.“ „Gerið þér yður Ijóst, að það varðar allt að átta ára fang- elsisvist að skýra rangt frá fyrir rétti?“ „Já.“ „Þakka yður fyrir. Þér megið búast við að verða kallaður fyrir aftur, en það er ekkert meira núna.“ „Þér heitið?“ „Sigurður Róbertsson?“ „Hvar heima?“ „Sigluvogi 86.“ „Hvenær fæddur?“ „18. október 1946.“ „Staða?“ „Nemandi.“ „Trúið þér á Guð?“ „Já.“ „Samræmist það trúarsannfæringu yðar að sverja eið við nafn Guðs?“ „Já.“ „Réttið þá upp hægri höndina og hafið upp eftir mér: Ég sver það og vitna til Guðs míns ..“ „Ég sver það og vitna til Guðs míns...“ „... að ég skal segja það, sem ég veit sannast og réttast og ekkert undan draga ...“ „Að ég skal segja það, er ég veit sannast og réttast og ekkert undan draga ...“ „Svo hjálpi mér Guð, að ég satt segi.“ „Svo hjálpi mér Guð, að ég satt segi.“ „Ég leyfi mér hér með að brýna vitnaskylduna fyrir yður, Sigurður Róbertsson, og það með, að rangur framburður fyrir rétti getur varðað allt að átta ára fangelsi. Minnist þess, að þér eruð eiðsvarið vitni og hafið heitið því að segja sann- leikann og ekkert nema sannleikann." „Ég skil það.“ „Samkvæmt framburði annars vitnis, sem þegar hefur verið staðfestur með eiði, sást Sigfús Jensson úti á götu með hinni myrtu, Grétu Sigurðardóttur, klukkan tvö aðfaranótt sunnu- dagsins. Þér hafið borið að hann hafi verið hjá yður alla nóttina." „Hann var það líka.“ „Þér eruð eiðsvarinn, minnstu þess.“ „Já, hann skrapp út að kaupa flösku.“ „Var hann lengi?“ „Ég veit það eiginlega ekki. Kannski hálftíma eða svo. Varla mikið meira.“ „Hvers vegna sögðuð þér í fyrra skiptið, sem ég ræddi við yður, að hann hefði verið hjá yður allt kvöldið og alla nótt- ina?“ „Ég sagði aldrei, að hann hefði verið hjá mér allt kvöldið. Ég sagði aðeins að við hefðum verið saman allt kvöldið og alla nóttina." „Hvað þá um hálftímann?“ „Þegar Sigfús kom aftur, bað hann mig um að segja eng- um frá því að hann hefði farið út. Hann var líka svo skamma stund. Hann getur ekki hafa drepið Grétu á þeim tíma.“ „Er allt annað sem þér hafið borið og báruð þá rétt?“ „Já, allt nema það, að ég sleppti því að minnast á að hann hefði farið út að kaupa flösku. Það hefði líka getað komið bílstjóranum, sem seldi okkur hana, illa.“ Það varð smá þögn, svo sagði Sigurður: „Það er svívirðilegt að svíkja félaga sinn svona.“ „Samt er þetta betra en að láta morðingja sleppa við refs- ingu,“ sagði sakadómarinn óvingjarnlega. „Skiljið þér ekki það drengur minn, að ella hefði grunurinn ef til vill loðað við fjögurra barna föður allt hans líf, þó svo, að hann hefði ef til vill sloppið við refsinguna. sem hann átti skilið?“ Hann sendi unga manninn á brott án þess að gefa honum frekara tækifæri til að afsaka gerðir sínar. ___ ______j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.